Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Side 17
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 17 — Kannski er þetta bara vitleysa í mér, auðvitað getur þetta verið eitt- hvað annað. Annars er ég yfirleitt með reglulegar blæðingar, alveg upp á dag. Arni vissi ekki mikið um blæöingar stelpna. En eftir upplýsingum Lisu að dæma var full ástæða til að hafa áhyggjur. — Það fer bara um mann, viöur- kenndi hann og fann að hann hafði svitnað. — Hugsa sér ef... sagði hún og horfðiáhann. Hann vissi hvaö hún ætlaði aö fara aðsegja. — Já, ef... Það var stóra spurningin. Núna var kominn timi til aö hún færi aö hugsa. Hún minntist þess þegar verið var að fræða um getnaðarvamir i líffræðitímunum. Þá fannst henni svo f jarlægt að láta sér detta i hug að vera með strák án þess að nota verjur. Nokkrum mánuðum síðarhafði hún svo gerst sek um kæru- leysi; kæruleysi sem hún vissi að gat verið örlagaríkt. Árni vildi ekki aö Lísu fyndist hún bera alla ábyrgö á þessu ein. Hann átti jafnmikinn hlut að máli. — Hvað getum við gert.. . ég meina, ef þú ert ólétt? spurði hann. — Eg veit það ekki. Kannski er fóstureyöing ágæt lausn. Hún gæti aldrei sætt sig við svo ein- falda lausn, hún nefndi þetta aðeins til að kanna hug hans í málinu. — Það kæmi aldrei til greina, sagði hann ákveöinn og tók utan um hana. Afstaða hans gladdi hana. Hann var tilbúinn til aö axla ábyrgðina með henni. Hún hjúfraði sig að honum og þaukysstust. — Þetta skýrist fljótlega, sagði hún milli kossa. Ef ég verð ekki byrjuö á blæðingum á morgun fer ég með þvag- prufu í apótekið og fæ úr þessu skorið. Honum leist vel á það. — Best að fá þetta á hreint sem fyrst, sagði hann. Nóg veröur tauga- stríðið samt þangað til, Þau sátu þögul stutta stund og hugsuðu. Lísa varð fyrri til að rj úf a þögnina; — Þetta kæmi til með að breyta heil- miklu hjá mér, sagði hún dauflega. Hann skildi hvað hún átti við. — Við erum nú tvö í þessu, sagöi hann hughreystandi. Það hefur áður gerst að sextán ára unglingar hafi eignast böm og lifaö það af. Hún gat ekki varist brosi. Hann tók stundum svo skemmtilega til orða. — En þótt þeir hafi lifað það af þá hafa þeir orðið aö ganga i gegnum margar þrautir. — Ektó alltaf, mótmælti hann. Þaö hefur alveg fariö eftir aðstæðum. Oft hafa foreldrarnir verið hjálplegir. Eg er viss um að mamma og pabbi yrðu hjálpleg. Lísa óskaði þess að hún gæti fullviss- að hann um það sama með mömmu sína. Hún vissi ekkert hvernig hún tætó þessu. Það gat fariö eftir því hvemig skapi hún væri í þegar hún heyröi tiðindin. Hún var búin aö segja honum undan og ofan af samskiptum þeirra og hann virtist skilja hana veL — Æi, við skulum ektó tala meira um þetta núna, sagöi Lisa og leit á klukkuna. Skellum okkur f rekar í bió. Áma leist vel á hugmyndina og stakk upp á mynd sem hann langaöi aö sjá. Næstu dagar yrðu að leiða i ljós hvort einhver fótur væri fyrir grun Lísu.... Efivarð Ingótfsson, höfundur bókar- innar. HÖFUNDURINN FIMMTÁN ÁRA Á FÖSTU nefnist ný unglingabók eftir Eðvarð Ingóifsson sem Æskan sendir frá sér í lok mánaðarins. Sagan gerist á einu sumri. Aðalpersónumar hafa lokið 9. bekk og spennandi tímabil er framundan. Sagan fjallar um gleði og vonir, kvíða og örvæntingu unga fólksins. Ástin leikur stórt hlutverk. Tveir strák- ar keppa um hylli sætustu stelp- unnar í 9. bekk. Þegar sumarið er á enda hefur ýmislegt farið á annan veg en unglingana óraði fyrir þegar suraarleyfið hófst. Eðvarð Ingólfeson er 24 ára og hefur áður skrifað fjórar bækur. Hann var aðeins 19 ára þegar fyrsta bók hans, Gegnum bemsku- múrinn, kom út. Sú bók vakti mikla athygli. Eðvarð hefur unnið mikið með unglingum., Hann stjómar ungiingaþættinum Frístund á rás 2 og starfar einnig hjá bamablaðinu Æskunni. Rit- störf hefur hann að aukastarfi. DV birtir hér útdrátt úr FIMMTÁN ÁRA A FÖSTU með leyfi höfundar og útgefanda. Gripið er niður í 7. kafla: I Jsíýjasta sfírautfjöður fiöfuðborgarínnar JConfeHtbú'Sin SVISS að Jiaugavegi 8 er nýjasta sbrautfjöður böfuðborgarinnar. H?essi litla og sfcemmtileqa verslun nefur eingöngu á boðstólum Randunnw góðgœti frá svissnestlum kon- fektmeisturum. CHú geta íslenskir lífs- nautnamenn unað glaðir við sitt: í SVISS fœst filuti af því belsta sem fiugur þeirra girnist mest. fjámsœhr „nfruffes"-molar og annaó íiirnneskl sœlgœti fyllir gljáfœgðar fiillurnar. fÞctta er vandaðasta konfekt sem völ er á. Sérfiver moli innifieldur íjúffenga blöndu valdra bragð- efna. Undir sœtum súfckulaðifijúp er massi úr breinum rjóma og ýmsu góð- gœti: fmetum og möndlum, appelsín- um, sítrónum, ananas, kirsuberjum, jarðarberjum, kajfibaunum, fiunangi og ýmsum eðalvínum. <l?essu glœsilega og bragðgóða fonfekti í iSVWiS er erfitt að býsa með orðum. Skynsamlegast er að falla fyrir freist- ingunni að skoða sig um í SVISS - og komast þannig á bragðið í eitt skipti fyrir öll! er ekki i lnV Xonfektið frá SVISS er ekki aðeins dásamlega l'ragðgott og lystugt á að líta. 'Einnig ber að geta þess nvernig konfektinu er pakkað inn í'falleg- ar umbúðir, sem fullkomna fieildarsvipinn. ‘Erfitt er að fiugsa sér skemmtilegri tœkifœrisgjöf en „truffes'' innpakkað með staufu. <Það sem er auðvilað ánægjulegast við stofnun þessa svissneska konfektlýð- veldis við Laugaveg, er að nú vita sœlkerar fivernig desert nœstu mikilvœgu máltíðar verður samansettur: ilmsterkt kaffi, staup afljúfiim drykkog gómsætur konfektmoli frá SVISS! JZaugavegi 8, sími 24545 I ÓSA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.