Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Page 3
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 3 Deilur í Grundarf irði vegna úthlutunar leyfis til skelf iskveiða: „Ég er í stríði við sjávarút- vegsráðherra” Mikill hiti er nú í mönnum í Grund- arfirði vegna úthlutunar leyfis til skel- fiskveiða. Báturinn Skipanes, í eigu Lárusar Guðmundssonar, hafði verið settur inn í skelfiskkvóta en fékk þegar til kom ekki leyfið heldur annar bátur, samkvæmt tilskipun sjávarútvegs- ráöuneytisins. „Ég er í stríði við sjávarútvegsráð- herra út af þessu máli,” sagði Lárus Guðmundsson, útgeröarmaður í Grundarfirði, í samtali við DV. „Mér berst það til eyma í haust að bátur vestan úr önundarfirði eigi að fara að fá löndunarpláss Skipaness við skel- fiskveiðar. Eg fer því upp í ráðuneyti í byrjun september og geri athugasemd við þetta, þar sem báturinn hafði haft þessar veiðar áður og þá viðurkennir skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins að þetta hafi komið til tals. Það er 11. september sem ég legg inn bréf í ráðuneytið um að ég vilji fá þess- ar veiðar áfram og þeir eru ekki enn famir að svara því en eftir að bréfið kemur inn þá veita þeir hinum bátnum veiðileyfið. Það virðist ekki vera annað en pólitískur skepnuskapur bak við veitingu vinnsluleyfa og það hefur aldrei veriö verra en núna í stjórnartíð Framsóknar í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Ráðherra hefur beitt bátinn algerri valdníðslu. Báturinn átti þetta leyfi samkvæmt úthlutun kvóta í upp- hafi og hann átti og á fullan rétt á því að fá þessar veiðar.” — Hvað tekur nú við hjá þér? „Eg veit ekki hvað ég geri. Eg var búinn að reikna með því að fá þessar veiðar þannig að ég stend uppi núna meö mannskapinn og bátinn hérna inni í höfn og hef ekkert fyrir hann að gera. Eg er að skoða það núna hvort ég eigi aö höfða skaðabótamál á hendur sjávarútvegsráðuneytinu,” sagði Lár- usaðlokum. -ÞJV- „Hafði engan áhuga á þessum veiðum” „Kjami málsins er sá að Láms kom til min og sagöist ekki hafa áhuga á því aö gera út frá Brjánslæk þar sem lönd- unarpláss Skipaness hefur verið,” sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, þegar hann var spurður um ástæðu fyrir leyfisveitingunni. Þess vegna veittum við öðrum leyfið. Hann verður þá, ef hann telur að ráðuneytið hafi brotið á sér varðandi lög og rétt, að snúa sér til dómstóla.” — En sótti Lárus Guðmundsson ekki um leyfi fyrir bát sinn, Skipanes, til þessara veiða áður en leyfið var veitt öðrum? „Eg veit nú ekki tímamörkin á því hvenær leyfin voru formlega gefin út,” sagði Jón. „En hins vegar eftir að Lár- us hafði svarað því til aö hann vildi ekki leggja upp skel á Brjánslæk, urðum við að taka afstöðu til þess hvort þeir aðilar sem gera út frá Brjánslæk mættu gera ráðstafanir til að útvega bát og hefja veiðar. Hvenær leyfið var formlega gefið út, það skiptir ekki neinu máli í þessu sambandi.” ÞJV Bjóðum vikuferðir alla föstudaga kl. 9-15. Valkostir: ,,Mini break”, 19 hótel í miðri London, verð frá 12.247. „London fun and pleasure", 10 mis- munandi atriði innifalin í verði. Verð frð 15.980. „London pass" (7 atriði innrfalin). Verð frá 13.743. „London Bargain" (7 atriði innifalin). Verð frá 13.860. Ibúðir með eldhúsi, borðstofu við Oxford-Kensington fyrir allar fjöl- skyldustarðir. Verð frá 16.169. Úll gistirými með baði/sturtu, wc, síma, útvarpi, sjónvarpi og miðuð við 2ja manna gistirými og gengi 1. nóv. 1984. Helgarferðir föstudaga-mánu- dags. Verð frá 9.148. Sólarlandaferðir um London. Enskunám í Englandi, bæklingar 1985 komnir, lágmarksdvöl 3 vikur. Um marga skóla er að ræða sem reknir eru allan ársins hring fyrir nemendur á öllum aldri. Bæklingar komnir. Sendum-hringið. OÞ Feróaskrifsiota KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 - 104 Reyk/avik Simi 91-68 62 55 Til sölu eru: tvær 40.8m2 einstaklingsíbúðir tvær 60.1m2 2ja herbergja íbúðir fjórar 66.4m2 2ja herbergja íbúðir þrjátíu 70.0m2 2ja herbergja íbúðir sex 89.0m2 3ja herbergja íbúðir tíu 98.6m2 3ja herbergja íbúðir sex 99.3m2 3ja herbergja íbúðir Hér er um að ræða netto stærðir íbúða, án hlutdeildar í sameign. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsir: Til sölu 60 íbúðir fyrir aldraða félagsmennVR við Hvassaleiti 56-58. Þeir félagsmenn VR sem orðnir eru 63 ára eiga rétt á að kaupa íbúð, þó þannig að fé- lagar 67 ára og eldri eiga forgangsrétt á íbúðunum. Miðað er við að þessum aldurs- mörkum sé náð um áramótin 1985/1986. Þeim félagsmönnum, sem áhuga hafa á að kaupa þessar íbúðir, er bent á að koma á skrifstofu félagsins, í Húsi verslunarinnar 8. hæð, og kynna sér teikningar og fá upp- lýsingar um verð íbúðanna. Skilafrestur umsókna er til 7. desembern.k. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.