Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. Reglulegur samanburður er gerður á kjörum Hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankamtm. Og er það stefna Samvinnubankans að Hávaxtakjör verði alltaf betri kostur en verðtryggð kjör hjá bankanum. Hækkandí vextír Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Ársávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstárlegt fYrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. 0 Obundinn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betrí björ bjóðast varla. Samvinnubankinn „Nú hefur sjálfur sólguö Jórvíkinga breytt vetri rauna vorra í sumar-dýrö. Hvert ský, sem yfir ættum vorum grúföi, er grafið djúpt í dimman hafsins barm.” Þannig mælir Ríkarður, þá hertogi af Glostri, í upphafi leikrits Shake- speares um þann sama mann, er síðar tók sér það konungsnafn meö brögðum og nefndist Ríkaröur m. eftir það. Og þá um leið dró ský fyrir sólu Jórvík- inga; Ríkarður á söguna, stutta og blóðuga. Hann er talinn mestur hrapp- ur enskra kónga og eirði engu, segja heimildir; allra sist sinum nánustu. William Shakespeare á ekki minnstan þátt í að na&i Ríkarðs er enn á lofti og nú hefur Þjóðleikhúsið ákveðið aö taka til sýningar leikritið um hann — æfing- ar hefjast eftir helgi. Undanfarna daga hafa birst í nokkr- um islenskum dagblöðum merkilegar fréttir úr Bretlandi. Hópur manna þar í landi stóð fyrir réttarhöldum sem skyldu skera úr um hvort Ríkarður m. heföi í raun og veru látiö aflifa litlu prinsana, frændur sina, eins og sagnir herma og Shakespeare slær föstu. Sá kóngur sem dreginn er fyrir rétt 499 ár- um eftir dauða sinn hlýtur aö hafa eitt- hvað til síns máls —enda fór svo að Ríkarður var sýknaður! Ríkarður fæddist árið 1452; hann var af Jórvikurætt og yngsti bróðir Játvarðar kóngs IV. sem ríkti frá 1461 til 1483 en dó þá í blóma lífsins. Hann átti tvo syni, Játvarð og Ríkarð, og var Játvarður lýstur kóngur eins og lög gerðu ráð fyrir. Gallinn var bara sá að Játvarður V. var ekki nema tólf ára 1. Rfkharður III. gamall, og i erfðaskrá sinni mælti Ját- varður IV. svo fyrir að Ríkarður bróðir sinn skyldi fara með ríkisstjómina þar til sonurinn yrði myndugur. En Ríkarður, hertogi af Glostri, átti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.