Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 19 hækkaði félag þetta taxtann við skipavinnu á Borðeyri en þeirri hækkun var alfarið hafnað af at- vinnurekendum með Kaupfélag Hrútfirðinga í fararbroddi. Þegar svo Lagarfoss kom til Boröeyrar 7. maí setti verkalýðsfélagiö af- greiðslubann á skipið. Kaupfélags- stjórnin var þessu viöbúin og hafði smalað miklu liði að úr nærliggjandi sveitum og tókst með aðstoð þess að afgreiða skipið. Verkalýðsfélagið leitaði þá aðstoðar Verkalýðssam- bands Norðurlands og var samþykkt af stjóm þess aö setja afgreiðslu- bann á Lagarfoss á Siglufirði, Akur- eyri, Húsavík og Eskifirði uns at- vinnurekendur hefðu undirritaö samning viö Verkalýösfélagið á Borðeyri. Þessari samþykkt var framfylgt er Lagarfoss kom til Siglufjarðar en á Akureyri tókst að afgreiöa hann með aðstoð hvítliöasveitar sem at- vinnurekendur höfðu safnaö saman. Urðu harðvítug átök milli þessarar sveitar og verkfallsmanna og urðu verkfallsmenn undir í þeim átökum. Þessum aðgerðum atvinnu- rekenda var svaraö af Verkalýðs- sambandi Norðurlands meö af- greiðslubanni á öll skip Eimskipa- félagsins í höfnum norðanlands. Næst dró til tíðinda er Dettifoss kom til Akureyrar daginn eftir að Lagarfoss hafði verið afgreiddur. Þá höfðu verkfallsmenn safnað miklu liði á Torfunesbryggjuna þar sem Dettifoss lagðist að og hugðist hópur- inn koma í veg fyrir afgreiöslu skipsins. Var hópur þessi svo stór að atvinnurekendur treystu sér ekki til aö leggja til atlögu viö hann. Þess í staö létu þeir færa Dettifoss yfir á Hoepnersbryggju innarlega í bænum. Var ætlunin að ginna verk- fallsmenn þangað og láta hvítliöa taka Torfunesbryggjuna á meðan. Síðan skyldi skipið fært aftur. En þetta tókst ekki, verkfallsmenn fóru hvergi af Torfunesbryggjunni og tóku þá atvinnurekendur og þeirra lið það til bragðs að afgreiða Dettifoss við Hoepnersbryggju þrátt fyrir mjög bágar aðstæður þar til uppskipunar. Dettifoss var sömuleiðis af- greiddur á Siglufirði meö aðstoð hvítliðasveitar en bæjarfógeti þar hafði látið ganga út „herútboð” og lágu við sektir ef menn mættu ekki. Sló í mikinn bardaga milli verk- fallsmanna og hvítliða, einn þann harðasta sem um getur í verkfalls- baráttu hér á landi. Voru hvítliðar vopnaðir gúmmíkylfum og öðrum bareflum og til viðbótar hóf lög- reglan grjótkast á verkfaUsmenn. Ennfremur notuðu hvítUöar hin vél- knúðu slökkvitæki bæjarins tU að bleyta ærlega i verkfaUsmönnum. Urðu margir sárir í þessum átökum en enginn mun hafa slasast alvar- lega. Þrátt fyrir að tækist að afgreiða Lagarfoss og Dettifoss með þessum hætti þótti atvinnurekendum ekki árennilegt aö halda þessu áfram og 15. maí voru undirritaöir samningar i deUunni. Aðalatriöi þeirra samninga voru þau að Verslunar- félag Hrútfirðinga skuldbatt sig til að greiöa taxta Verkalýðsfélagsins og að láta félaga þess sitja að vinnu að 7/10 hlutum. Þá var það ákvæði í lok samningsins að aUar málshöfð- anir af beggja hálfu skyldu niður falla. Þessar sættir voru síðan rofnar af hálfu atvinnurekenda og eftir réttar- höld á Akureyri og á Siglufirði voru kveðnir upp dómar yfir sjö manns á Akureyri og miUi 50 og 60 manns á Siglufirði. Hljóöuðu þyngstu dómarnir upp á fimm og fjögurra mánaða fangelsi óskUorðsbundið. Verðbólga og vísitala Nú verður hlaupið nokkuð hratt yfir sögu fram til ársins 1951 en þá um vorið skuUu á víðtæk verkföll, þau víðtækustu i landinu fram að þeim tíma. Engu aö síður er rétt að drepa aðeins á atburðarás undangenginna ára. I upphafi stríðsins hernámu Bretar Island og við það hvarf at- vinnuleysi að mestu. Jafnframt varð hagur atvinnufyrirtækjanna betri en áður þekktist. Þrátt fyrir það reyndist verkafólki erfitt að ná fram kjarabótum sér tU handa. Sumarið 1942 að undangengnum skæruverk- föUum tókst þó að knýja fram samn- inga sem mörkuðu tímamót í sögu verkalýöshreyfingar á Islandi. Þá var átta stunda vinnudagurinn samningsbundinn og grunnkaup hækkaöi jafnframt verulega. Enn- fremur var verkamönnum tryggt 12 daga orlof á ári og orlofsfé ákveðið f jögur prósent af kaupi. Vinnufriður hélst síðan út styrjöld- ina en 1946 kom tU átta daga verk- falla og tókst að ná fram viðunandi launahækkunum. Árið eftir kom enn á ný tU verkfalla eftir miklar tolla- hækkanir ríkisstjórnarinnar. Stóð verkfalhð í mánuð. Kauphækkun sú sem náðist fram í verkfaUinu var svo aftur tekin af ríkisstjórninni um jól sama ár er Alþingi samþykkti lög sem bönnuðu að kaup væri greitt meö hærri vísitölu en 300 stigum, en vísitalan var þá 328 stig. Þetta hafði í för með sér stórfellda kaupmáttar- skerðingu sem tók mörg ár aö leiö- rétta. OrUtiU hluti náðist tU baka eftir viku verkfall 1949 en árið eftir seig heldur betur á ógæfuhUðina er gengið var feUt um 42,5 prósent. TU að vemda kaupmáttinn var tekið upp það kerfi sem við þekkjum svo vel, vísitöluuppbætur á laun. Ekki tókst samt að tryggja kaup- máttinn svo aö viðunandi væri, mest- anpart vegna þess að sífeUt var verið að krukka í vísitöluna. Þegar hér var komið sögu þótti verkalýös- félögunum sýnt að nú yrði að snúa bökum saman ef árangur ætti að nást í kjarabaráttunni. Og þann 18. til verkfaUsbrota. Og það var einna helst i kringum mjólkina sem verkfallsbrotin og átökin urðu. Und- anþága var frá verkfalUnu aö því leytinu tU að mjólk var dreift tU barna, sjúkra og aldraöra. Þessi mjólkurdreifing haföi í för með sér að nokkur brögð voru að ólöglegri sölu á mjóUí. Urðu af þessum sökum lítUsháttar átök endrum og sinnum miUi verkfaUsvarða og mjólkur- smyglara. Eins kom til átaka við og við vegna tUrauna tU bensínsmygls. Skömmu fyrir jól eða þann 20. desember var loks gengið til samn- inga. Hljóðuðu þeir upp á 10—12 prósent kauphækkun, vísitöluuppbót á laun að hluta til og orlof lengdist úr 12 virkum dögum í 15. I viðbót við þetta komu til skattlækkanir á lágar tekjur og að f jölskyldubætur greidd- ust nú meö öðru barni í stað fjórða áður. Voru þessir samningar taldir viðunandi þrátt fyrir að ekki tækist að ná fram neinum atvinnuleysis- tryggingum. Atvinnuleysis- tryggingar Hélst nú vinnufriður að mestu um nokkra hríð, eða fram til ársins 1955. Þá hafði aftur sigið á ógæfuhliðina fyrir kaupmáttinn og var krafist leiðréttingar. Er samningaviðræður báru engan árangur var verkfall boðað þann 18. mars. Ekkert breyttist fram að þeim tíma og skall því verkfallið á. Þátt í því tóku 12 félög í Reykjavík og nágrenni meö um sjö þúsund félagsmenn. Var því um allsherjarverkfall að ræða. lii Borðeyrardeilan 1934. Verkfallsmenn á Akureyri hindra hðr aö landgangur- inn sé settur um borð i Dettifoss. maí 1951 hófst boöaö verkfall 20 verkalýðsfélaga í Reykjavík og fimm í öðrum kaupstöðum. Var þetta langvíðtækasta verkfall á Islandi fram að þessum tíma. Hvort það var þessari víðtæku samstööu að þakka eða einhverju öðru, var gengið til samninga eftir þrjá daga og sam- kvæmt þeim skyldi full vísitala greiðast ársfjórðungslega á öll laun upp að ákveðnu marki. Voru samn- ingar þessir túlkaðir sem mikill sigur fyrir verkalýðshreyfinguna. En Adam var ekki lengi í Paradís. Aðeins rúmu ári eftir fyrrgreinda samninga var allt komið i óefni i launamálum á ný. Dýrtíðin hafði vaxið hrööum skrefum og bilið milli kaupgjaldsvísitölunnar, sem kaup var greitt eftir, og framfærsluvísi- tölunnar var orðiö tíu stig. Og þegar samningaviðræður báru engan árangur var boðað til verkfalls 1. desember 1952. Verkfalliö varð enn víðtækara en verkfallið árið á undan. Að þessu sinni tóku þátt í því 30 félög um allt land sem höfðu innan vébanda sinna um tíu þúsund launþega. Var í raun um fyrsta allsherjarverkfallið á Islandi að ræöa. Og þegar 16 félög til viðbótar efndu til samúðarverkfalla, er nokkuö var liðiö á verkfalliö, má segja að allt athafnalíf í landinu hafi lamast. Kröfur verkalýðsfélaganna í þessari deilu voru meöal annars 15 prósent kauphækkun, vísitölutrygg- ing á laun, atvinnuleysistryggingar, þriggja vikna orlof og meiri jöfnuður á launum karla og kvenna. Þegar í upphafi verkfallsins var mikið um hamstur í verslunum Reykjavíkur. Og fljótlega tók að bera á vöruskorti. Mjólk fór fyrst að skorta en næst á eftir komu kaffi, smjörlíki og rúgmjöl. 9. desember stöðvaðist innanlands- flug en millilandaflug var að mestu með eðlilegum hætti. Deilan harðnaði nú dag frá degi og fór að bera á verkfallsbrotum og tilraunum Kröfur verkalýðsfélaganna voru 25—30 prósent kauphækkun, full vísi- töluuppbót á laun mánaðarlega, þriggja vikna orlof, atvinnuleysis- tryggingarbætur og ýmsar sérkröfur aö auki. Strax í upphafi verkfallsins stöövuðust skip og flugvélar og fljót- lega upp úr því fór að bera á vöru- skorti í verslunum. Sami háttur var hafður á varðandi mjólkurdreifingu og var í verkfallinu 1952. Og aftur varð þetta tilefni til ýmissa árekstra. Meira bar þó á átökum vegna bensín- smygls og áttu verkfallsmenn í nokkrum útistööum við olíufélögin sem höfðu ýmis brögð í frammi. I lok mars gripu atvinnurekendur í Hafnarfirði til þess ráðs að ganga að öllum kröfum Verkamannafélagsins Hlif ar á meðan á verkf allinu stæði en bíða með samningagerð þangað til heildarkjarasamningar lægju fyrir. Veikti þetta töluvert sam- stöðuna í verkfallinu en félögin í Reykjavík héldu þó ótrauð áfram í baráttusinni. Og sú barátta átti eftir að standa enn um hríð. Þegar farið var að síga á síðari hluta aprílmánaðar fóru dagblöö bæjarins að þynnast. Var það vegna pappírsskorts. Ekki kom þó til þess að pappír gengi algerlega til þurrðar þvi 20. apríl var að end- ingu gengið til samninga eftir sex vikna strangt verkfall. Náöust góðir samningar að mati verkalýðshreyfingarinnar eða sem svaraði 16 prósent kauphækkun. Þar af voru 11 prósent í beinum peningum, loforð ríkisstjórnarinnar um atvinnuleysistryggingarbætur var metið á f jögur prósent og lenging orlofs úr 15 virkum dögum í 18 á eitt prósent. Ennfremur var samið um afnám vísitöluskeröingar. (framhald i næsta helgarblaði) Helmildir: Ár og dagar, eitir Gunnar M. Magnúss, Timaritlð Vlnnan, Dagsbrún, janúar, 1956. ÁLFHÓLSVEGI 55, 200 KÓPAVOGI. SÍMI 40911. BÍLALAKKBLÖNDULN RADÍUS SF. ER HEILDSALA SEM FLYTUR INN BÍLALÚKK OG ÖLL EFNI SEM TIL ÞARF TIL BÍLAMÁLUNAR. RADÍUS SF. hefur umboð fyrir hin þekktu og vönduðu merki VALENTINE og NASON. Auk þess verða vörur til sölu frá SIKKENS. RADÍUS SF. hefur á að skipa sérhæfðu starfsliði sem býður þér einstæða þjónustu: ÞÚ HRINGIR - við sendum þér efnið milli kl. 17 og 18 sama dag gegn vægu gjaldi. Við sendum einnig samdægurs út á land. Okkar umboðsvörur eru á heildsölu- verði. Sparaðu sporin — sparaðu krónurnar og reyndu þessi nýju viðskipti. yALENTINE bílalökk nason B I L A L ð K K Geymið auglýsinguna. sikkens ATTÞU LADA hakkapefíitta Finnsku NOKIA-snjódekkin hafa reynst vel á íslandi! BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 Varahlutir 3 92 30 Skiptiborö 38600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.