Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. r Þættir úr sögu verkfalla á Islandi — 2. hluti: BLODUGIR BARDAGAR OG ALLSHERJAR- VERKFÖLL Hér á eftir verður haldið áfram að stikla á stóru í þáttum úr sögu verkfalla á Islandi. I síðasta helgarblaði var tekið fyrir tímabilið frá aldamótum til 1930 og nú er komið að tímabilinu frá 1930 til 1960. Á árinu uröu tvær vinnudeilur sem vert er aö veita athygli. Sú fyrri átti sér stað á Akureyri en hin síðari í Reykjavík. Þaö var um miðjan júní aö til tíð- inda dró í Krossanesi viö Eyjafjörð. Þar rak norskur maöur, Holdö aö nafni, síldarverksmiöju þar sem fjöldi islenskra og norskra verka- manna haföi atvinnu. Húsaþyrping verkamannanna í nágrenni verk- smiðjunnar var fyrsti vísirinn aö því sem nú er Glerárþorp á Akureyri. Verkamenn höföu fyrr um veturinn stofnaö sér verkalýðsfélag og hafði þaö komist aö samkomulagi við Holdö um aö sama kaup skyldi greitt í Krossanesverksmiðjunni og á Akureyri. Þetta samkomulag stóö Holdö ekki við og þá fóru verka- mennirnir fram á aöstoð frá Verka- lýössambandi Norðurlands. Og um miðjan júní, þegar verið var aö reisa nýjan reykháf á vélarhús verksihiöj- unnar, kom flokkur manna frá Akur- eyri og stöövaöi verkiö í miðjum kliðum. Síöan var vinna stöövuö í verksmiöjunni og um kvöldiö sam- þykkti félagsfundur verkamannanna eftirfarandi kröfur á hendur Holdö: 1. Aö sama kaup skyldi greitt í Krossanesverksmiöjunni og gilti á Akureyri. 2. Að Norðmenn þeir er ynnu í verk- smiðjunni fengju sama kaup og Is- lendingar, auk þess fríar ferðir. 3. Kaup skyldi greitt vikulega. 4. Félagsbundnir verkamenn sætu fyrir vinnu. Holdö féllst á fyrstu kröfuna en hafnaði hinum. Og þannig stóö í stappi fram eftir júnímánuöi. Þá fór Holdö aö linast og sagðist vera tilbú- inn aö fallast á allar kröfur verka- mannanna nema aö landar hans fengju sama kaup og Islendingamir. Þessu var umsvifalaust hafnað af verkamönnunum. Og í lok júnímánaöar þegar síldar- vertíðin var komin í fullan gang og Holdö þótti ljóst að ekki tækist aö brjóta samstöðu verkamannanna á bak aftur gekk hann að öllum kröfum þeirra og verkfallinu var aflýst. Lögreglumenn meö kylfur Síðar þetta ár eða í desember sló aftur í brýnu milli atvinnurekenda og verkafólks, að þessu sinni í Reykjavík. Þátttakendur í deilunni voru Samband íslenskra samvinnu- félaga, Verkakvennafélagiö Fram- sókn og Verkamannafélagið Dags- brún. Tilefni deilunnar var tilraun SIS til aö lækka kaupið hjá verkakon- um sem unnu í gamastöö fyrirtækis- ins. Deilan átti reyndar upphaf sitt aö rekja til þeirrar ákvöröunar SIS frá í september, er vinna hófst í gama- stöðinni, að greiöa konunum 70 aura á tímann í staö 80 aura sem var viöurkenndur taxti verkakvenna- félagsins Framsóknar. Málinu var þá vísaö til Alþýðusambandsins til frekari aögeröa og leiöréttingar. En málið var flóknara en þaö virtist á yfirboröinu. Þannig var aö á þessum tima sat við völd ríkisstjórn framsóknar- manna og alþýðuflokksmanna. Og Framsókn haföi þá eins og nú stjórn SIS með höndum og Alþýðuflokkur- inn og ASI vora eitt. Deilan stóö því í raun milli stjórnarflokkanna. Þæfðist máliö því æöi lengi og fékkst ekkert í því gert. I byrjun desember þraut konumar þolinmæðina og þær boðuöu verkfall. Lögöu þá niður vinnu 33 konur af þeim 37 sem unnu í garnastööinni en f jórar héldu áfram vinnu. Samtímis þessu tilkynnti Dags-' brún SlS, meö þriggja daga fyrir- vara, aö hún myndi stöðva alla flutn- inga til og frá SlS ef viöurkenndur taxti kvennanna yröi ekki greiddur. Þessu sinnti SIS engu og hófst flutningsbanniö 11. desember. Var þegar settur verkfallsvöröur við garnastöðina til að hindra alla að- flutninga. Ekki virtist SIS hafa veriö viðbúiö þessum aögerðum því strax þennan fyrsta dag aðflutningsbanns- ins vantaöi salt til stöðvarinnar. Kom bíll með saltið en var snúið frá af verkfallsvöröum. Skömmu síðar kom annar bíll og með honum lög- reglan. Þegar verkfallsveröimir vildu hindra afgreiðslu saltbílsins gekk lögreglan fram með brugönar kylfur og vora verkfallsveröirnir ofurliöi bomir eftir talsverðar rysk- ingar. Fljótlega söfnuöust fleiri verka- menn á staöinn og vora menn ákveönir í aö stöðva verkfallsbrjóta- störf lögreglunnar. Var gert áhlaup á stöðina og tókst nokkrum verka- mönnum aö komast inn áöur en lög- reglunni barst liösauki. Létu þeir sem inn komust verkakonumar sem enn voru viö vinnu hætta störfum þrátt fyrir hótanir verkstjóra og reiddar kylfur lögreglunnar. Og í sama mund og lögreglan hugðist neyta aflsmunar viö þá er inn kom- ust brutu þeir verkamenn er úti stóðu einn glugga á hliö hússins og streymdu þar inn. Sá þá lögreglan sitt óvænna og yfirgaf stöðina. Ekki vora geröar fleiri tilraunir til verkfallsbrota og lá vinna í stööinni nú algerlega niðri. SIS þverskallaö- ist þó enn um hríð viö aö viðurkenna ósigur sinn i deilunni og varö þaö til aö draga verkfalliö á langinn. Þann 30. desember leystist svo deilan er SIS gafst upp og viöurkenndi taxta Verkakvennafélagsins. Löðrungaði bæjarfógetann Haustið 1932 vakti athygli um allt land vinnudeila á Akureyri sem gengur undir nafninu Novudeilan. Nova var skip sem kom mjög viö sögu deilunnar en deilan stóö þó ekki viö skipafélag þess skips heldur milli verkamanna í Verkamannafélagi Akureyrar og bæjarstjórnar Akur- eyrar. A þessum tímum var kreppa og at- vinnuleysi hér á landi sem og víöa annars staöar. Verkamannafélag Akureyrar hafði fariö fram á það viö bæjarstjómina aö hún beitti sér fyrir einhverjum atvinnuframkvæmdum þá um veturinn til aö foröa sárustu neyöinni frá dyrum verkafólksins. Ákvaö bæjarstjómin að taka á leigu tunnuverksmiöju sem stóö ónotuö og láta smíða þar 30 þúsund síldartunn- ur í „atvinnubótavinnu”. En böggull fylgdi skammrifi. Bæjarstjórnin vildi ekki borga verkamönnunum föst laun fyrir verkið heldur skyldu þeir fá í laun það sem eftir yrði þegar tunnurnar væru seldar og allur kostnaður frá- dreginn. Þessu vildu verkamennirn- ir ekki una og bauðst þá bæjarstjórn- in til aö tryggja þeim ákveöið lág- mark, þaö er 70 aura fyrir hverja smíðaða tunnu. En þar sem þetta samræmdist ekki umsömdum töxt- um Verkamannafélagsins var þessu tilboði einnig hafnað. Leiö nú fram á miöjan vetur og gekk hvorki né rak í deilunni. Þá geröist þaö aö klofningur kom upp innan Verkamannafélagsins og stofnuðu 80—90 verkamenn nýtt fé- lag, Verkalýösfélag Akureyrar. Var þama um pólitískan klofning aö ræöa milli kommúnista og jafnaðar- manna og vora það jafnaðarmenn sem klufu sig úr. Vildu forráðamenn hins nýja félags ganga að tilboði bæjarstjómar varðandi tunnusmíð- ina en Verkamannafélag Akureyrar sat fast viö sinn keip og kraföist viöurkenndra taxta. Hór hangir annar reykháfur Krossanesverksmiðjunnar hálfuppsettur en verkfaiismenn stöðvuðu uppsetningu hans til að þrýsta á verksmiðjustjór- ann um samninga. Og nú var brátt von á helmingi tunnuefnisins til Akureyrar meö skipinu Novu. Verkamannafélagið ákvað þá að hindra afgreiðslu skips- ins til aö reyna aö knýja bæjarstjórn- ina til samninga. Þriðjudaginn 14. mars lagðist Nova svo aö Torfunes- bryggjunni á Akureyri og var þá fyr- ir á bryggjunni múgur og marg- menni. Þegar skipiö haföi veriö bundiö lýsti formaöur Verkamanna- félagsins verkbanni á skipið. Og meö samstilltum aögerðum tókst félögum úr Verkamannafélaginu og stuön- ingsmönnum þeirra aö hindra upp- skipun úr Novu. En bæjarstjórnin var ekki á því aö láta verkamennina beygja sig svona auöveldlega. Eftir hádegi þennan sama dag kom lið manna með bæjar- fógetann sjálfan í broddi fylkingar niður á Torfunesbryggju og hugöist reka verkfallsfólkið af bryggjunni. Bæjarfógetinn skipaði verkamönn- um aö hef ja vinnu viö uppskipun úr skipinu í nafni konungsins en verk- fallsmönnum að hypja sig á brott, ella hefðu þeir verra af. Ekki var tekið meira mark á þessu máli fógetans en svo aö roskin verka- kona sem stóð rétt hjá honum tók skóhlíf af fæti sér og löörungaði fógetann meö henni! Skipaöi þá fógetinn sínu fólki aö hrekja verk- fallsmenn af bryggjunni og laust fylkingunum saman. Uröu nokkur átök en verkfallsmönnum tókst að halda sínum stöövum og létu hinir þá undan síga og var nú nokkurt hlé á átökum um sinn. Næsta áhlaup á verkfallsmenn var öllu haröara en þá fór fulltrúi fógeta fyrir aögeröum. Lét hann strengja kaðal þvert yfir bryggjuna fram á bryggjuhausnum og lið manna bak viö hann. Skyldi fylkingin þoka sér upp bryggjuna og hreinsa hana þannig. Ekki fór þó sem skyldi því verkfallsmenn rööuðu sér hinum megin viö kaöalinn og kom til haröra átaka. Tókst verkamönnunum að stööva framgöngu fógetaliðsins og síðan hrekja þaö aftur á bak. Ekki er gott aö segja hvar þetta heföi endað ef einhver heföi ekki skorið á kaöal- inn. Riöluöust þá fylkingamar og hvarf lið fógeta á brott. Eftir þessar hrakfarir greip bæjar- stjórnin til þess ráös að láta Novu leysa landfestar og leggjast út á Poll- inn. Og þar lá hún í fjóra sólar- hringa. Á meðan stóöu verkfalls- menn vaktir og vora öllu viðbúnir. Bæjarstjórnin gafst því upp í bili og lét senda skipiö til Siglufjarðar þar sem það skyldi affermt. En ekki fór þaö heldur sem skyldi. Verka- mannafélag Siglufjaröar, sem studdi kollega sína á Akureyri, neitaöi aö afgreiöa skipiö fyrr en skipstjórinn hafði undirritað skuldbindingu þess efnis aö Akureyrarvöranum skyldi ekki skipaö neins staöar á land í banni Verkamannafélags Akureyrar eöa Verkamannafélags Sigluf jaröar. Þar meö gat Nova í rauninni hvergi losnað við Akureyrarvörumar nema aö samið væri við Verkamannafélag- ið á Akureyri. Eftir aö hafa siglt vestur um land til Reykjavíkur var Nova væntanleg til Akureyrar á ný og ætlaði bæjar- stjórnin þá aö freista þess enn einu sinni að losa skipiö í trássi viö bann Verkamannafélagsins. I því tilefni haföi bæjarfógetinn látið senda fjölda manna í bænum bréf þess efnis aö þeir væra geröir aö aö- stoðarlögregluþjónum í bænum fyrst um sinn og eftir því, sem þörf kræfi. Ekki urðu undirtektir bæjarbúa við bréfi þessu á þann veg aö bæjar- stjórnin treysti sér í áframhaldandi stríð viö Verkamannafélagið og skömmu áður en Nova var væntanleg til Akureyrar á ný var gengiö til samninga og skuldbatt bæjarstjórnin sig til aö greiða viður- kenndan taxta Verkamannafélags- ins viö tunnusmíðina. Hrósuöu því verkamennimir sigri í þessari deilu. Blóðugur bardagi Enn dró til tíðinda á Norðurlandi árið eftir Novudeiluna. Upphaf deil- unnar má rekja til stofnunar Verka- lýös- og smábændafélags Hrút- firðinga í febrúar 1934. Um voriö Texti: Siguröur Þor Salvarsson Novudeilan i algleymingi á Torfuneshryggjunni á Akureyri 1933. Hvitliðar hafa strengt kaðai þvert yfir bryggjuna frammiá bryggjuhausnum og hyggjast ryðja bryggjuna. Það fórþó á annan veg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.