Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 69., 70. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á pigTilnnl Rnglhjaila 3 — hluta —, þingl. eign Guðiaugs Guðlaugssonar, fer fram að kröfu Guðjóns Á. Jónssonar bdl. og Baldurs Guðlaugsson- ar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 13.30. Bsjarfógetlnn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 38., 42. og 45. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Kastalagerði 3, þingl. eign Angantýs Vilhjálmssonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Bsjarsjóðs Kópa- vogs, Ama Gr. Finnssonar hrl., Sambands almennra lifeyrissjóða og Skúla J. Pálmasonar hrl. á elgninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvem- ber 1984 kl. 16. Bsjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 70. og 73. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Þverbrekku 2 — hluta —, tal. eign Gunnlaugs Hannessonar, fer fram að kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Bsjarsjóðs Kópa- vogs á eigninni sjáifrl fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 16.15. Bsjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 42. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á elgninni Álfhólsvegi 37, þingl. eign Hllmars Þorkelssonar, fer fram að kröfu Gests Jónssonar hrl. og Bsjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 14.30. Bsjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 78., 82. og 87. tölubiaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Þverbrekku 2 — hluta —, þingl. eign Róberts Róbertssonar, fer fram að kröfu Gests Jónssonar hrl., Bsjarsjóðs Kópavogs, Bruna- bótafélags Islands og Landsbanka íslands á elgninni sjálfri fimmtu- daginn 15. nóvember 1984 kl. 13.30. Bsjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 80 og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Löngubrekku 10 — hluta —, þingl. eign Eysteins Jónassonar og Þóru Lind Karlsdóttur, fer fram að kröfu Olafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 11.30. Bsjarf ógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 80. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Álfhólfsvegi 79-D, þingl. eign Sigurðar Magnússonar, fer fram að kröfu Baidurs Guðlaugssonar hrl., Landsbanka Islands og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 11. Bsjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 69., 70. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Hlfðarvegi 37 — hluta —, þlngl. eign Ssmundar Ssmundsson- ar og Emu Oddsdóttur, fer fram að kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. og Áma Gr. Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvem- ber 1984 kl. 10.15. Bsjarfógetinn f Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 80. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Daltúni 18, þingl. eign Guðbjargar H. Pálsdóttur, fer fram að kröfu Jóns Arasonar hdl., Skúla J. Pálmasonar hrl., Einars Viðar hrl., og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 10. Bsjarfógetinn f Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Nýbýlavegi 58 — hluta —, þingl. elgn Hilmars Ágústssonar, fer fram að kröfu Bsjarsjóðs Kópavogs, Einars Viðar hrl., Þorfinns Egilssonar hdl. og Olafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 15. nóvember 1984 kl. 14.15. Bsjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara ■ ■ sem auglýst var f 63., 64. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Skeifu v/Nýbýlaveg, þingl. eign Kristfnar Viggósdóttur, fer fram að kröfu skattheimtu rfklssjóðs f Kópavogi, Landsbanka íslands, Bsjarsjóðs Kópavogs, Steingrfms Eirfkssonar hdl. og Borgarskrlfstof- unnar á elgninni sjálfri miðvikudaginn 14. nóvember 1984 kl. 14.15. Bsjarfógetlnn i Kópavogi. Bowie hjálpar Iggy Pop med China girl David Bowie og Iggy Pop virðast búnir að sættast heilum sáttum. Popparamir hafa verið vinir í mörg ár, en upp á vinskap þeirra slettist fyrir nokkrum árum er þeir reyndu að búa saman í Berlín, Iggy Pop flúði þaðan skelfingu lostinn og gaf þá skýringu að Bowie væri svo leiðinleg- ur að það væri bráðdrepandi að vera oflengi samvistumviðhann. Iggy Pop samdi eitt vinsælasta lag Bowies á síðari árum, China girl. Bowie bætti að vísu einhverju við lagiö. Nú hefur Bowie endurgoldið greiðann því hann stjómaði upptöku fyrir Iggy Pop og Stooges á laginu fyrir hljómplötuna Choice cuts sem væntanleg er bráðlega. Bowie og Pop mættu saman í sam- kvæmi í Visage klúbbinn í New York þar sem leikið er verkið Hurlyburly. Vakti athygli að Iggy Pop var virðu- lega til fara, streit. m ....... ■ > David Bowie og iggy Pop mæta saman til samkvæmis. Iggy þótti sórstaklega virðulegur. Sirngið meðí Maggie’s farm Wembley-tónleikar Dylans í júii voru einn af hápunktum ferils hans, að sögn Roiiing Stone. — Dylan á Wembley Gamla brýnið Bob Dylan virðist vera að koma til eftir niðurlæginguna sem fylgdi fullmikilli tryggö meistar- ans við Jesú Krist og hans nóta. Dylan fór í mikla tónleikaferð um Evrópu í sumar og hélt alls 25 hljóm- leika. Sjöunda júlí lék hann á fjöl- mennustu tónleikum sínum í Bretlandi frá því að hann kom fram á Isle of Wight útihljómleikunum. Að sögn bandaríska tónlistartíma- ritsins Rolling Stone voru tónleikar Dylan á Wembley, að viðstöddum 72 þúsundum, einn af hátindum ferils hans. Vanir menn Hljómsveit Dylans þykir mjög góð um þessar mundir. Auk meistarans, sem syngur og leikur á gítar, skipa hana Mick Taylor gítaristi, fyrrum meðlimur Rolling Stones, Ian McLagan, hljómborðsleikari og fyrrum meðlimur Faces, Colin Allen trommari sem var í Stone the Crows og Focus og Greg Sutton sem var í Utopiu, á bassa. Dylan lék Highway 61 í rokkaðri út- setningu sem minnti helst á Chuck Berry. Raunar þótti hljómurinn minna nokkuö á Highway 61 og Blonde on Blonde tímabil Dylan, 1965—66. Hann spilaði í tvo og hálfan tíma á Wembley, alls 25 lÖg. Hann byrjaði á lögum af Infidels plötunni nýju, Jokerman, I and I, License to Kill. Síðan komu Just like a woman, útsett sem vals, Simple twist of fate — rokk samba —, Every grain of sand. Og auðvitað lék hann Maggie’s farm sem löngu er orðið bar- áttusöngur andstæðinga Möggu Thatcher. Það var sungið með á Wembley er hann söng það! Gamli kassagítargutlarinn Dylan lék einnig á kassagítar, A hard rain’s gonna fall, Tangled up in blue, It’s allright, Ma, og lýðurinn söng með. Rolling Stone segir að Dylan hafi einhvern veginn tekist að láta víðáttur Wembley vera sem skátamót, góðra vina fund kringum varðeld og allir sungumeð. Fleiri gömul og góð lög voru leikin: Like a rolling stone, með bandinu, en Mr. Tambourine man, Girl from the north country og It ain’t me babe flutti hanneinn.Eftir það mætti bandið aftur með liðsauka, þá Eric Clapton, Carlos Santana og Chrissie Hynde úr Pre- tenders. Þau léku saman Leopard-Skin Pill-box hat af Blonde on blonde. Því næst bættist Van Morrison í hópinn og söng besta lag kvöldsins It’s all over now baby blue. Lokalög kvöldsins voru svo Tombstone blues, Senor, The times they are a changin’ og Blowin’ in the wind. Og vitaskuld mætti þungaviktar- flokkur poppara í heimsókn til Dylans á bak við. Mick Jagger, Mark Knopfler, Steve Winwood, auk hinna sem spiluðu með. Eric Clapton og Crissie Hynde hjáipuðu gamla manninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.