Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. Félagsfundur veröur haldinn í Iönó sunnudaginn 11. nóvember kl. 14.00. Fundarefni: Kjarasamningamir. Stjóm Iöju. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 84019 raflínuvír 320 km. RARIK 84020 þverslár 1070 stk. Opnunardagur: þriðjudagur 11. desember 1984 kl. 14. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Otboösgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. nóvember 1984 og kosta kr. 200 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS auglýsa laust til umsóknar starf í gagnavinnslu- deild (raf orkureikningar). V erslunarmenntun áskilin. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist fyrir 26. nóvember 1984 merkt starfs- mannahaldi. Upplýsingar veitir deildarstjóri starfsmanna- halds. R AFMAGN S VEITUR RÍKISINS Laugavegi 118, 105 Reykjavík. GOODWYEAR GEFUR 0' RÉTTA GRIPIÐ [hIhekiahf J Laugavegi 170-172 Sími 21240 GOTT VEGGRIP GÓÐ ENDING ŒETFBffi mWl? ÖLL HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OC SENDIBÍLA s*s Fastara grip $ öruggari hemlun % Hljódlátari akstur * Meírí endíng Ýmislegt Fréttatilkynning frá Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga Ráðstefna á vegum Félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga verður haldin i Kristalsal Hótel Loftleiða laugardaginn 10. nóvemberkl. 10—17. Efni ráðstefnunnar er hjúkrunarferlið. Gestur ráðstefnunnar er prófessor Janet I. Hirsch frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum. Hún er hér á vegum Ful- bright stofnunarinnar og starfar við Náms- braut í hjúkrunarfræði í Háskóla Island á haustmisseri. Hún mun flytja erindi sem nefnist Hjúkrunarferlið og þróun hjúkrunar sem fræðigreinar (The Nursing Process and the Prof essional Development of the Nurse). Sex önnur erindi verða flutt á ráðstefnunni. Flytjendur þeirra eru hjúkrunarfræðingar sem starfa á heilbrigðisstofnunum og/eða við kennslu. í lokin eru fyrirspurnir og almennar um- ræður. Fræðsluráð Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Maddama — kerling — fröken — frú. Kvennalistinn í Vestiu-landskjördæmi heldur framhaldsstofnfund í Röðli, Borgarnesi, í dag, laugardag, kl. 14.00. Stofnfundur verður í Suðurlandskjördæmi laugardag kl. 16.00 í Tryggvaskála, Selfossi. Stofnfundur í Austur- landskjördæmi verður sunnudag kl. 14.00 Hótel Höfn, Hornafirði. Kvennalistinn. TBK Fjögurra kvölda hraðsveitakeppni hófst síðastliöinn fimmtudag með þátt- töku 15 sveita og er staöan eftir fyrstu umferðþessi: Stig: 1. Dísa Fob. 607 2. Gestur Jónsson 589 3. Dagbjartur Grímss. 562 4. ÖU Týr 547 5. Benedikt Olgeirss. 507 Ath. Engin spilamennska verður næsta fimmtudag, en önnur umferð fer fram annan fimmtudag, þann 22. nóv. nk. Stjórnin. ||j Helmilishjálp Starfsfólk óskast í heimilishjáíp, tilvalið fyrir húsmæður og skólafólk sem hefur tíma aflögu. Geta unnið 2 saman ef óskað er. Upplýsingar veittar í síma 18800. Verkstæðiseigendur Með þessu tæki er hægt að renna bremsuskífur hvort sem er á bifreiðinni eða frístandandi. Leitið upplýsinga. LÚKASVERKSTÆÐIÐ, Síðumúla 3-5, Reykjavík. Sími 81320. Bridgefélag Selfoss Vetrarstarfsemin hófst með upphitunartvímenningi dagana 13. og 20. september. Fyrra kvöldið sigruðu bræðumir Kristján og Valgarð Blöndal, en seinna kvöldið urðu Leif 0sterby og Runólfur Jónsson hlut- skarpastir. Hraðsveitakeppnin hófst síöan 27. september. 10 sveitir tóku þátt í keppninni og voru spilaðir 10 spila leikir, þrír á kvöldi. Sigurvegarar uröu sveit Suðurgarðs og hlaut hún 191 stig. Fyrir Suðurgarö spiluðu Kristján Már Gunn- arsson, Gunnar Þórðarson, Vilhjálmur Þ. Pálsson, Sigfús Þórðarson og Hannes Ingvarsson. Röð fimm efstu sveita varö annars þessi: Sveit Suöurgarös 191 stig Sveit Þorvarðs Hjaltasonar 167 stlg Sveit Runólfs Jónssonar 163 stfg Sveit Brynjólfs Gestssonar 140 stig Sveit Selvogsbanka 134 stlg Síðan hófst Höskuldarmótið í tvímenningi meö þátttöku 18 para og er staðan þessi eftir tvær umf erðir: 1. Vilhjálmur—Sigfús Stig 96 2. Krfstján Már—Gunnar 81 3. Kristján Bl.-Valgarð Bl. 72 4. Brynjólfur—Helgi 71 5. Leif—Runólfur 53 6. Siguröur—Þorvaröur 38 THBDÐ Fyrir þá sem ekki voru vaknaðir þegar Úlfar Eysteinsson á POTTINUM OG PÖNNUNNI kom í morgunútvarpið og sagði frá kynnum sínum af Pekingöndum birtum við hér uppskrift hans, því það er ekki sama hvaða tökum Pekingönd er tekin. Pekinganda krydd: (fyrir ca. 4 — 5 endur). 1 bolli sykur 1 bolli salt (Sama kornastærö afsykri og salti, annars minna salt.) 1/2 bolli kjúklingakrydd. (Eurospice, Lederhausen) 1 matsk. paprikuduft Matreiðsla: Kryddið öndina og setjið inn í 190 heitan ofn. Steikið i 15 min. með bringuna upp, snúiö öndinni við og steikið í 15 mín. Hellið fitunni af og geymið fyrirsósuna, kryddið öndina afturogsteikiðí30mín. (miðast við 1900 gr. önd). Sósa: Brúnið innmatinn og vængendana ásamt niðurskornum lauk og gulrót, hellið vatni yfir og sjóðið. Rífið appelsínubörk og kreistið appelsínu útí soðið eftir að hafa sigtað það. Búið til smjörbollu úr andafitunni (hveiti + andafita) bætið sósulit og kjötkrafti útí. Ef ekki er nóg appelsínubragð af sósunni má bæta hana með sykur- lausu Egils appelsíni. ísfugl Fuglasláturhúsiö að Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simi: 91-666103

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.