Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 9 Veggir kuimingja- þjódfélagsins ,,Það er ýmislegt í deiglunni, ég dreg enga dul á það. Ég tel að þing- flokkurinn verði aö gera ýmis stór mál upp við sig í þessari viku.” Þetta voru ummæli Olafs G. Einarssonar í DV í upphafi vikunnar en Olafur er formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Margt hefur síðan verið skrifað og skrafaö, ýmislegt gefið í skyn og ekki gefið í skyn. Stjórnarlið- ið hefur fellt vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og á yfir- borðinu hefur sem sagt allt veriö slétt og fellt. En á bak við tjöldin eru miklar hræringar og víst er að margur áhrifamaöurinn í stjómarliðinu rær nú lifróður, sér og sínum til ein- hverrar bjargar. Flestum er ljóst að ríkisstjórnin þarf á andlitslyftingu að halda. Hvort mannaskipti, stefnu- breyting eða tilkoma annarra flokka verðin- ofan á skal ósagt látið, en enn sem komið er virðast kosningar vera útilokaðar, að minnsta kosti af þeim semráðaferðinni. Trúnaðarbrestur Allar þessar vangaveltur draga dám af þeirri pólitísku staðreynd að ríkisstjómin standi það höllum fæti að óhjákvæmilegt sé að stokka upp spilin. Þessa staðreynd viðurkenna langflestir hvar í flokki sem þeir standa. Athyglisvert er að slæm staða stjórnarinnar stafar ekki af því að meirihluti hennar á þingi sé í hættu. Hún stafar heldur ekki af því að stjómarandstaðan hafi velgt ríkisstjórninni undir uggum eða gert henni lífið leitt. Meginorsök þess vanda og þeirrar sjálfheldu, sem stjórnin er óumdeilanlega í, á rætur að rekja til þess áfalls sem ríkis- stjórnarstefnan hefur orðið fyrir nú í haust og það sem af er vetri. Nýgerðir kjarasamningar, bæði viö BSRB og Alþýðusambandið, hafa kollvarpað efnahagsstefnu stjórn- arinnar og trúnaðarbresturinn er svo alvarlegur að bergmál hans byl- ur i eyrum þeirra sem alla jafna eru forstokkaðastir og ónæmastir fýrir öllu því sem heitir almenningsálit. Nýjar ráðstafanir, endurskoðun fyrri markmiða, blasir við og ríkis- stjórn með allt niður um sig fær hvorki byr né frið til þess úthalds, nema með endurnýjuðu trausti. Andlitslyfting Það er til að mynda algjörlega ljóst að ef ríkisstjómin kippir til baka fengnum hlut launþega í einu vetfangi, með gengisfellingu, verð- lagshækkunum og kaupmáttarrým- un, era henni allar bjargir bannaðar. Hún kemst einfaldlega ekki upp meö þaö. Og það jafnvel þótt rýr afla- kvóti, minnkandi þjóðartekjur og sligaðir atvinnuvegir rísi ekki undir launahækkunum. Ef landsstjórnin ætlast til að þjóðin og launafólkiö gangi í gegnum þrengingar kaup- máttar- og kjaraskerðingar i nafni verðbólguviðnáms þá verður fólk aö hafa trú á þeim aðgerðum. Þaö traust er ekki fyrir hendi miðað viö óbreyttar aöstæður. Stjórnmálamennimir gera sér grein fyrir þessu, sem betur fer, vil ég segja, og þess vegna er nú makkaö á bak viö tjöldin og leitað leiöa á örvæntingarfullan hátt. Þegar til skemmri tíma er litið er ekkert óeðlilegt við þær hugmyndir að bæta annaðhvort nýjum flokkum inn í ríkisstjórnina eða þá hitt að skipta um menn í ríkisstjórn. Hvort tveggja mundi þjóna andlitslyfting- unni, og það jafnvel þótt á kostnað á- gætra einstaklinga verði sem nú sitja í ríkisstjórn. Þeir gjalda þess að vera í ríkisstjórn sem sameiginlega hefur misst vald á stöðu sinni. I því felst miskunnarleysi stjórnmálanna. En hverjir svo sem sitja i ríkis- stjórninni eiga ekki góðra kosta völ. Sjávarútveginn verður að rétta af, 20% launahækkunum verður að mæta. Uppstokkun í ríkis- búskapnum, róttækar aðgerðir og vemdun kaupmáttarins, að svo miklu leyti sem hægt er, hljóta að vera meginviðfangsefni næstu mánaða. Málið snýst ekki um það hvað ráðherrarnir heita sem taka þetta verk að sér. Heldur ekki hvaða flokkar standa að því. Vandinn er ekki fólginn í nöfnum eða persónum, heldur í hugarfari og manndómi. Skýringarnar Eins og ég hef margoft áður fjallað um stafa hinir pólitísku og efna- hagslegu erfiðleikar ekki af því hvort þessi eða hrnn flokkur situr í ríkisstjórn. Samsteypustjórnir á Is- landi eru hver annarri líkar. Stjórn- Ellert B. Schram skrífar: arsamvinna Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks er hvoiki betri né verr. en stjómarsamvinna annarra flokka, eða með öðrum flokkum. Vandinn liggur í þ.vi að sameigin- lega hafa flokkarnir allir komið sér þannig fyrir í stjómkerfinu að þeir eiga óhægt, ef ekki ómögulegt, með að gera þá grundvallaruppstokkun sem óhjákvæmileg er. Eða af hverju halda menn að kjaraskerðingunni hafi ekki verið fylgt eftir á öðrum sviðum þegar jafngóður árangur náðist gegn verð- bólgunni, og við blasti að honum var hægt að fylg ja eftir? Skýringin er þessi: I ríkisgeiran- um hafa pólitisku flokkamir tögl og hagldir og í hvert skipti sem talað er um niðurskurð á fjárlögum eða stofnunum toga atkvæðasmalarnir í spottana og koma í veg fyrir að hnifnum sé beitt. I sjóðakerfinu hafa pólitísku flokkarnir skipt kommisarastööum, bankastjóra- stöðum og stjórnarsætum á milli sín samkvæmt reglunni: ef þú gerir þetta fyrir mig þá geri ég hitt fyrir þig- I hagsmunasamtökunum eiga pólitísku flokkamir sína sterkustu bakhjalla. Þess vegna má ekki skerða hár á höfði þeirra. Af þessum sökum hefur ekki verið hróflað við úreltu landbúnaðarfyrir- komulagi; af þessum sökum hefur ekki verið tekið á offjárfestingunni I sjávarútvegi; af þessum sökum er ekki stungiö á kýlunum í verslunar,- iðnaðar- og þjónustugreinunum. Alstaöar eru stjórnmálaöflin að vernda meinta eða ímyndaða hags- muni sína, alstaðar rekast menn á veggi kunningjaþjóðfélagsins, at- kvæðanna og hagsmunanna. Samtryggingin Fyrir vikið eru breytingar á lög- gjöf, stjórnsýslu, völdum og aðstöðu langsóttar. Valdajafnvægið, sam- tryggingin má ekki raskast. ,,Syst- eminu” má ekki breyta vegna þess að flokkarnir og ítök þeirra eru „systemið” sjálft. Eða hvers vegna á stór flokkur að varpa gamalgrónu kerfi fyrir róða meðan hann situr sjálfur við kjötkatlana? Og hvers vegna á lítill flokkur að heimta breytingu meðan hann nýtur ilmsins af réttunum? Islensku samfélagi verður ekki breytt, því verður ekki bifaö úr stað meðan sjálfheldan er búin til og henni viðhaldið af þeim sem á- byrgðina bera og völdin hafa. Það er unnt að ná niöur verðbólgu um einhvem tíma, slökkva elda hér og þar, en það er til lítils að draga úr verðbólgu með því að fela hana og bæla hana niður um stundarsakir ef ekki fylgir annað á eftir. Ríkisstjórnin kippti verðbótum launa úr sambandi og náöi árangri. En síðan ekki söguna meir vegna þess að hún gat hvorki né vildi rekja upp þá sauma sem halda sam- tryggingarkerfinu, pólitíska hags- munasamfélaginu, saman. Spottun- um má ekki sleppa. Vitaskuld er blæbrigöamunur á flokkum. Sumir leggja áherslu á eitt meðan aðrir leggja áherslu á annað, en allt ber þar að sama brunni: úr verður ein allsherjarmálamiðlun þar sem málefnin ganga kaupum og sölum. Súra eplið Sá sem þetta ritar hefur engan sér- stakan áhuga á að níða skóinn niöur af stjórnmálaflokkum. Þeir eiga sinn tilverurétt og innan þeirra verður allajafna að starfa ef menn vilja koma málum fram eða öölast mannaforráð. En þessa sögu verður að segja eins og hún er. Ríkisstjórnir, góð mál og góðir menn, svo ekki sé talað um þjóðarhag, allt geldur þeirra órofa tengsla sem eru milli flokkshags- muna annarsvegar og stjórnkerfis- inshinsvegar. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður að bíta í það súra epli að þessir tveir flokkar hafa of mikil ítök og áhrif í valda- kerfinu og hagsmunasamtökunum til að þeir geti, hvað þá sameigin- lega, ráðist til atlögu gegn kyrr- stöðunni og sjálfheldunni sem þeir s jálfir hafa skapað sér og verndað. Þess vegna er ekki ástæða til að ætla að ástandið lagist með nýjum mönnum. Og það mun heldur ekki lagast, þótt lappað verði upp á sam- starfið, þótt þriðji flokkurinn verði notaður sem hækja. Endurhæfingin og þá um leiö endurreisnin, sem nú verður að eiga sér stað, er undir því komin að sterkustu stjórnmálaöflin, til hægri jafnt sem vinstri, þori að takast á við sína eigin hagsmuni. Þeir verða að bjóða sínu eigin pólitíska lífi birginn. Til þess þarf manndóm. Til þess þarf breytt hugarfar. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.