Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1984, Page 5
DV. LAUGARDAGUR10. NOVEMBER1984. 5 Víkingasveitin æfir á Hjalteyri: „Hrotta- sprenging- ar einar þrjár” Víkingasveit lögreglunnar var í fyrradag viö æfingar í gömlu húsunum frá síldarævintýrinu á Hjalteyri. „Þetta var heilmikill kraftur í þeim,” sagði Hjalteyringur sem fylgdist með úr fjarska. „Þeir virtust vera að leita aö einhverju og fóru um alla verk- smiðjuna, upp á þak og turn, og brutu upp dyr og fleira. Svo voru þeir með sprengingar þama, hrottasprengingar einar þrjár. Það var líka búið aö segja að það ætti að koma þyrla en hún kom ekki, líklega vegna þess að það var of dimmt.” Að sögn Hjalteyringsins voru menn- irnir 11 eöa 12 talsins og komu á tveim- ur bílum frá lögreglunni á Akureyri. Þeir voru í einkennisbúningi víkinga- sveitarinnar. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn i Reykjavík, var með sveitinni. Hann sagði í samtali viö DV að þetta hefði veriö venjuleg æfing hjá henni. Sveitin hefði áður farið út á land til æfinga. Flogið hefði verið norður með Fokker Landhelgisgæslunnar fyrir hádegi í fyrradag og aftur til baka um kvöldið að æfingu lokinni. JBH/AKUREYRI Fjörugar umræður um kjaramál á sjómannaþingi: Sjómenn lang- þreyttir á ráðsmennsku stjórnvalda Sjómannaþingi, sem staðið hefur síðan á fimmtudag, lýkur í dag. Auk umræðna um öryggismál hafa at- vinnu- og kjaramálin verið fyrirferðar- mest á þinginu. Við setningu þess lagði Oskar Vig- fússon, formaður Sjómannasambands- ins, áherslu á að samdráttur í afla og stöðug afskipti ríkisvaldsins af launa- kerfi sjómanna legðust á eitt um að rýra kjör þeirra. Stjórnvöld sjái það ráð helst til að rétta hag útgerðarinnar að ganga á hlut sjómanna og eru nú um 40% fiskverðs greidd útgerðinni framhjá skiptum. „Við stöndum frammi fyrir því, að sjómenn eru í dag að flýja frá hluta- skiptakerfi sem þeir hafa i áranna rás verið tiltölulega sáttir viö, þar sem þeim er núgert ókleift að lifa við það.” Þegar á heildina væri litiö gerði Oskar ráö fyrir að tekjur sjómanna hefðu rýrnaö um hátt á þriðja tug prósenta síðustumisserin. -GK Frumsýning á Skagaströnd Kúrekar norðursins, kvikmyndin um íslenska kántríæðið, verður frum- sýnd á Skagaströnd í dag. Ibúar villta vestursins þar nyrðra bíða að vonum spenntir eftir myndinni því þaö er ekki á hverjum degi sem kvikmynd um Skagaströnd er sýnd þar í samkomu- húsinu. „Eg verð ekki með neitt húllumhæ í tilefni frumsýningarinnar,” sagði Hallbjöm Hjartarson, aðalleikari myndarinnar, í samtali við DV þar sem hann stóð í eldhúsinu heima hjá sér og matreiddi hrossakjöt. „Það er nógkomiðaðsinni.” -EIR. Reyðarfjörður skal fá kísil — viðræðurvið bandarískt fyrirtæki ganga vel „Þetta er einhver misskilningur. Breska fyrirtækið, sem um ræöir í frétt NT, er eitt af fjölmörgum sem leitaö hafa hófanna varðandi kísil- málmvinnslu á Reyðarfiröi en aðal- samningaviðræöurnar standa við bandarískt fyrirtæki og þær ganga vel að því er ég best veit,” sagöi Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra aðspurður um fréttir þess efnis aö erlendir aðilar hefðu misst áhug- ann á væntanlegri kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Að sögn Birgis Isieifs Gunnarsson- ar, formanns stóriðjunefndar, standa viðræður yfir við bandarískt fyrirtæki, Dow Corning, og ganga þær viðræöur vel. ,íig hef trú á því aö kísilmálmverksmiðja rísi viö Reyðarfjörð. Þessi breski aðili sem dró sig út úr myndinni er einungis peningafyrirtæki sem engan áhuga haföi á kisilmálmi en vildi komast i arðvænlega fjárfestingu,” sagði Birgir Isleif ur Gunnarsson. -EIR. Nr. 1 í JAPAN Já, í Japan, landi þar sem almenn neytendaþekking er á háu stigi og gæðakröfur eru miklar, er Panasonic mest keypta VHS myndsegulbandstækið. Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest keypta VHS myndsegulbandstæki í heimi! NV-370 NÝ HÁÞRÓUÐ TÆKI FYRIR KRÖFUHARÐAN NÚTÍMANN. • 8 liða fjarstýring • Quarts stírðir beindrifnir mótorar • Quarts klukka • 14 daga upptökuminni • 12 stöðva minni • OTR: (One touch timer recording) • Rafeindateljari • Myndleitari • Hraðspólun með mynd áfram • Hraðspólun með mynd afturábak • Kyrrmynd • Mynd skerpu stilling • Mynd minni • Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa) • Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann. • Sjálfspólun til baka • Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni. • Tækið byggt á álgrind. • Fjölvísir Multi-Function Display . 5 ! i CTR Vkfeo Casserte ftecorcíör NV-370 Verð aðeins 39.800.- stgr. Panasonic gæði. varanleg gæði. AKRANES: Stúdíóval. AKUREYRi: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabúðin. BORGARNES: Kaupfélagið. ESKIFIÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARF|ÖRÐUR: Kaupfélagið Strandgötu. HELLA: Mosfell. HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagiö. SAUDÁRKRÓKUR: Rafsjá. SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISF|ÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAFIÖRDUR: Bjarnarbúð. VESTMANNAEY|AR: Músík og Myndir. 0 VJAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.