Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 4
4
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Boeing-fíugstjóri reifst við
þreyttan fíugumferðarstjóra
— um það leyti sem tvær Flugleiðaþotur rákust nærri saman
Ekki munaöi nema nokkrum
metrum að 6. september 1984 yrði
einn svartasti dagur Islands-
sögunnar. Þann dag voru tvær
íslenskar farþegaþotur, báðar frá
Flugleiðum, nærri lentar í árekstri í
10.500 feta hæð um 24 sjómílur frá
Keflavíkurflugvelli, eins og fram
kom í DV í gær.
Alls voru 403 menn um borð í
þotunum. Þarna heföi getað orðið
næstmesta flugslys heimssögunnar.
Mesta flugslysið varö á Tenerife árið
1977 er tvær júmbóþotur rákust
saman á flugbraut með þeim af-
leiöingum að 565 menn létu lífiö.
I blaöinu í gær var sagt lauslega
frá atburöinum. Hér á eftir verður
honum lýst nánar og greint frá sér-
kennilegri orðasennu sem varð milli
flugstjóra annarrar þotunnar og
flugumferöarstjóra.
Frumorsök atviksins er sú aö
þotunum var hleypt í loftiö með
aðeins einnar mínútu millibili af
sömu flugbraut og í sömu klifur-
stefnu. DC-8 þotan TF-FIB fór í
loftiö klukkan 7.31 aö morgni
fimmtudagsins 6. september.
Klukkan 7.32 hóf Boeing 727 þota sig
á loft.
Flugumferöarstjóri viröist ekki
hafa áttað sig á því að Boeing-þotan
klifraði mun hraðar en DC-8 þotan.
Hann hélt þvert á móti að DC-8 þotan
klifraði hraðar og taldi sig hafa um
það upplýsingar f rá Flugleiðum.
Flugstjóri Boeing-
þotunnar kvartar
Þremur mínútum eftir flugtak,
nánar tiltekiö klukkan 7:35:35,
kallar flugstjóri Boeing 727 upp flug-
tuminnogsegir:
„Eg er ekki sérlega sáttur með
þennan clearance hjá ykkur, sé ekki
betur en að við séum svona á
converging course” (samliggjandi
ferlar).
Flugumferðarstjórinn segir flug-
stjóranum að hann hafi báðar
vélarnar hjá sér á radar. En flug-
stjórinn er ekki sáttur:
, ,Við s jáum nú vel reyndar áttuna,
sko .. . en mér þykir þetta svolítið
dapurlegur clearance að fá, ef aö
... við þurfum sjálfir að fara aö
passa okkur á því aö lenda ekki á
þeim .. . það er engin restriction
(takmörkun) trúi ég hér á ...
klifurhraða, er það?” segir Boeing-
flugstjórinn.
Flugumferðarstjórinn svarar:
„Jú, þið eruð báðir á radar, enda
sagöi ég RADAR CONTACT strax
eftirflugtak.”
Flugstjórinn:
„Já, ég veit það. Viö erum báðir á
radar . . . Hvað ætlarðu að gera ef
radarinn bilar? . . . Ertu með
eitthvað backup? ”
Athyglisvert er að þeir nota báðir
íslenskuna þrátt fyrir aö reglur segi
að tala eigi saman á ensku á þessari
flugbylgju.
Árekstrarhættan
mjög mikil
Næsta verk flugumferðarstjórans
er að kalla í DC-8 þotuna og spyrja
um flughæð. Svarið er 9.500 fet. Flug-
umferðarstjórinn skipar síðan
Boeing-þotunni að halda sig eitt
þúsund fetum undir DC-8 þotunni.
Það er um þetta leyti sem DC-8 flug-
mennirnir sjá Boeing-þotuna koma á
ská „undan” þeim frá hægri. Bar
þeim saman um að árekstrarhættan
hefði verið mjög mikil.
Boeing-flugstjórinn kallar upp
DC-8 þotuna og segir (í hæðnistón?):
„Nú verður þú, Magnús, að kalla
hver þúsund fet, skilst mér, því að
við eigum að vera þúsund fetum
fyrirneðanþig.”
DC-8 flugstjórinn svarar á ensku
og segir að hann hafi veriö á 250
mílna hraða upp í 10 þúsund fet og sé
aö fara upp á 300 mílna hraða.
Boeing-flugstjórinn:
„Jú, við getum farið að gefa þeim
frí núna, þessum kontrollerum, ef
við eigum að fara aö sjá um þetta
sjálfir.”
Flugumferöarstjórinn:
„Þetta er alls ekki rétt. . . því að
héma . . . það er radaraöskilnaður,
þaö var . . . það eina sem er og þið
getið fylgst með honum. ”
Boeing-flugstjórinn:
„Nei, viö skulum ræöa þetta
seinna.”
Sólin blindaði
flugmennina
DC-8 flugstjórinn:
„O.K. 614, passing 110, (11 þúsund
fet), 23 and pretty, pretty close to
company 727.”
Boeing-flugstjórinn.
„Nú er ég búinn að týna þér,
Magnús, af því að þú ert í sólinni.”
DC-8 flugstjórinn svarar með því
að segja aö hann hafi verið aö klifra í
gegnum 11 þúsund fet. Boeing-flug-
stjórinn segist vera að fara í gegnum
13 þúsund fet.
DC-8þotan:
„We had about a near-miss
through 25 miles, we had a company
passing through our level.”
Flugumferðarstjórinn:
„Iceair 232 (Boeing-þotan). You
are to blimb below Iceair 614 (DC-
8).”
Boeing-f lugstjórinn:
„Hvernig í ósköpunum á ég að
vita þaö, drengur, hvað hann klifrar.
Þú veröur að gefa mér einhverja
hæð. Ég held aö ég sé kominn upp
fyrir hann hreinlega.”
Rifrildið heldur áfram
Flugumferöarstjórinn:
„Hann átti að gefa hæöina til þín.”
Boeing-flugstjórinn:
„Atti hann að gera þaö . . . Ég
heyrði þig aldrei segja það. Ég sagði
þetta reyndar viö hann.”
DC-8 þotan:
„ . .. andpassingllOandwehave
company to our left at about. .. feet
and we are presently passing 130 (13
þúsundfet).”
Flugumf erðarst jórinn:
Iceair 232. Keflavik Approach.
You are to climb below Iceair 614 and
he reported levels to you. ”
Boeing-f lugstjórinn:
„Ja, heyrðu kallinn minn. Eg er í
140núna (14þúsundfetum),sko,áég
þá að bíöa þangað til hann er kominn
upp fy rir mig aftur, eöa hvað? ”
Frekar rekjum við ekki þessi tal-
stöövarviðskipti. I skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar segir: „Samkvæmt
reglum skulu viðskipti á viðkomandi
flugstjómarbylgju fara fram á
ensku. Þær eru ekki vettvangur fyrir
samræður eins og þær sem hér fóru
fram.”
Rannsóknarnefnd loftferöa-
eftirlitsms, sem skipuð var þeim
Skúla Jóni Siguröarsyni, rannsókn-
armanni flugslysa, Magnúsi Guð-
mundssyni, fyrrverandi flugstjóra,
og Þóri E. Magnússyni flugum-
feröarstjóra.segir í skýrslu sinni að
brottfararheimild hafi veriö gefin
með einnar mínútu millibili án
nokkurra takmarkana.
Boeing-þotan hélt
óbreyttri stefnu
I niðurstöðum nefndarinnar segir
ennfremur að flugstjóri Boeing-
þotunnar hafi haft orð á því tveimur
og hálfri mínútu fyrir atvikið að
hann væri ekki ánægöur með fiug-
heimildina og að hann sæi ekki betur
en að þeir væru „svona á converging
course”. Samt hélt flugvélin
óbreyttri flugstefnu og telur nefndin
það meöverkandi orsök þess hvernig
mál þróuöust.
Nefndin segir að fullvíst verði að
telja að þegar flugumferöarstjórinn
fullvissaði flugmennina um að hann
hefði þoturnar á radar og þar með
væri lágmarksaðskilnaði haldiö, hafi
þær verið mjög nálægt hvor annarri
og hættuástand fyrirsjáanlegt.
Það er álit nefndarinnar að óhóf-
legt vinnuálag flugumferðarstjórans
og uppsöfnuð þreyta hafi að verulegu
leyti ráðið viöbrögðum hans.
Þórir Magnússon skilaði séráliti.
Hann vill skella skuldinni á Boeing-
flugstjórann. Þórir segir það stór-
lega vítavert og jafnframt orsök þess
hversu árekstrarhættan varð mikil
að Boeing-þotan skyldi halda áfram
flugi í átt að DC-8 þotunni í staö þess
aö beygja af leið og fara framhjá í
öruggri fjarlægð, eins og almennar
flugreglur segi til um að gert skuli.
Skýrsla rannsóknamefndarinnar
hefur verið send ríkissaksóknara.
-KMU.
DC-8 þotan TF-FLB. Um borð voru 258 menn. Boeing 727 þotan TF-FLI. Um borð voru 145 menn.
I dag mælir Dagfari______________j dag mælir Dagfari____________í dag mælir Dagfari
Fegurðarsamkeppni foringjanna
Sagan segir að formenn stjórn-
málaflokkanna sumir hverjir hafi
ætlað að hundsa sjónvarpsþáttinn í
fyrrakvöld og neitað að taka þátt í
honum. Ekki er greint frá ástæðun-
um, en vera má að það hafi verið af
tillitssemi við þjóðina. Formennirnir
hafi sem sagt viljað forða sjónvarps-
áhorfendum frá þeim leiðindum að
sitja uppi meö þennan þátt í hálfan
annan tíma. Ef þetta er rétt er það
áreiðanlega í fyrsta skipti sem það
gerist að stjórnmálamenn hafi skiln-
ing á því hvað fólki finnst skemmti-
legt og leiöinlegt. Yfirleitt fær al-
menningur engan frið fyrir uppá-
þrengjandi ásjónum hrútleiðinlegra
pólitikusa og þess vegna er það
þroskamerki þegar stjórnmálafor-
ingjarnir átta sig á þessu.
En mönnum þykir gaman að koma
fram í sjónvarpi, jafnvel þótt enginn
Tienni að horfa á þá, og því fór svo að
lokum, aö þeir mættu allir foringj-
arnir í betri fötunum, Svavar ný-
klipptur, Þorsteinn með vinnuveit-
endaábúðina, Steingrímur meö reif-
aða höndina, Stefán Bcnediktsson
með alvöruna, Jón Baldvin vinstra
megin við miðju og Guðrún Agnars-
dóttir meö reynsluheim kvenna í far-
teskinu. Þetta var nokkurs konar
fegurðarsamkeppni, þar sem orðin
renna inn um annað eyrað og út um
hitt, en eftir situr myndin af
sexappiluum sem auðvitað ræður úr-
slitum þegar til kosninga kemur.
Fyrir Dagfara, sem er karlkyns, hef-
ur Guðrún kvennalistakona vita-
skuld vinninginn, enda hafði hún vit
á því að segja sem minnst í skjóli
þess að hún hefði engan tíma til að
segja neitt. Fyrir kvenþjóðina hlýtur
valið hins vegar að vera vandasam-
ara vegna þess að karlpeningurinn í
beinu útsendingunni tók sig vel út og
sjarmerandi eins og lög gera ráð
fyrir þegar liðsoddar atkvæðasmal-
anna eru annarsvegar.
í raun og veru ættu stjórnmála-
flokkarnir að taka upp þá reglu að
velja formenn sína meö tilliti ti) út-
litsins, í stað þess að gera sífellt mál
út af því, hvort þeir hafi eitthvað til
brunns að bera að öðru leyti. Þetta er
því augljósara þegar formönnunum
er stillt upp í röð í sjónvarpssal og
aðalatriðið er hvernig þeir líta út en
ekki hvað þeir segja. Minna má á að
ungfrú alheimur er kjörin af útliti en
ekki gáfnafari og það lögmál hlýtur
einnig að gilda um stjómmálamenn
sem vilja ganga í augun á fólki.
Að því er tilsvörin varðar mátti og
heyra að þau eru fabrikeruð á flokks-
skrifstofunum og vel æfð í munni
þeirra sem fá að vita spurningarnar
fyrirfram. í heild sinni var þátturinn
vel leikinn, bæði af svarendum og
spyrjendum, enda voru þeir síðar-
nefndu sóttir í leikskóla flokkanna
þar sem menn fá kennslu í pólitísk-
um spurningaleikjum á borð við
þann sem fram fór í sjónvarpssal.
Þegar upp var staðiö var þaö satt
að segja aðeins ein spurning sem var
dálítiö frumleg og scnnilega heima-
tilbúin. Það var jólasvcinaspurning-
in til Steingrims. Hvaö mundi for-
sætisráðherra gefa ef hann væri jóla-
sveinn?
Að vísu verða engar sönnur lagðar
á það, að Steingrímur sé alls ekki
jólasveinn, þó í öðrum skilningi sé en
fæðingarhátíö Krists gengur út frá.
En látum það vera. Stcingrimur var
tilbúinn til að bregða sér í gervi jóla-
sveinsins og gott ef ekki frelsarans
einnig og hafði svar á reiðum hönd-
um. Hann nefndi minnkandi verð-
bólgu, erlendar skuldir, en gleymdi
hinsvegar aðalgjöfmni, ncfnilega
ráðherrastólnum undir Þorstein,
þeim sem hann ku hafa verið að
smíða þegar slysið átti sér stað.
Dagfari