Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd | Einn hinna særðu Tyrkja iiggur á sjúkrahúsi. — Eru farandverka- ?i1 mennirnir skotspónar kynþáttahaturs 4,'\ i Frakkiandi? • Lögleysa og ódæðisverk orðin pól'rtískt hitamál í Frakklandi Það byrjaði allt smátt i sniðum og svo sem nógu friðsamlega, en öll franska þjóðin átti eftir aö standa á öndinni út af því áður en yfir lauk. Nokkrir tyrkneskir farandverka- menn efndu til setuverkfalls hjá vinnuveitanda sínum, byggingar- verktaka, því að þeir áttu inni hjá honum vangoldin laun nokkra mán- uöi aftur í tímann. Vinnuveitandinn svaraði illu einu og greip til skot- vopna. I valnum lá einn starfsmanna hans og þrír voru fluttir særöir á sjúkrahús. Allsherjarverkfall í mótmælaskyni Þessi atburður vakti mótmæli um gervallt Frakkland og alþýðusam- band þeirra í Frakklandi (sem er skammstafaö CGT og lýtur forystu kommúnista) boðaði til fimmtán mínútna vinnustöðvunar um allt land. Fjölmiðlamir vísuöu til skot- árásarinnar sem votts um vaxandi ofbeldi í landinu. Frakklandsforseti lagði leið sína aö líkbörum hins myrta verkamanns, Ozgun Kemal, til að votta hinum látna virðingu sína og samúö Frakka. Mitterrand for- dæmdi verknaðinn: .T'rakkarfyllast viðbjóöi af slíku ofbeldi,” sagði Mitt- errand forseti. „Það verður aö stemma stigu við því.” „Frakkland er hrætt!" æpir Le Figaro Síðan hefur pólitísk umræða í Frakklandi naumast út á annaö gengið en að betur þurfi aö vemda lög og rétt. I þjóöþinginu kom til oröahnippinga og frammíkalla milli þingmanna út af umræðum um of- beldisölduna og forsiðufyrirsögn í Le Figaro æpti framan í landslýð: „Frakkland erhrætt”. Sumir telja að dráp á farandverka- mönnum eins og Kemal sé ofstækis- boöskap og kynþáttahatri nýnasista að kenna. Þó vill til að morð á Tyrkj- um eru fádæmi. Aðrir segja aö tíöari morð séu því að kenna að yfirvöld ákváðu 1981 aö afnema dauðarefs- inguna. Það voru 2702 manndráp í Frakklandi áriö 1983 og er það algert inet. Pólitískt hitamál Hver sem ástæðan fýrir þessari þróun er, þá er hún orðin pólitískt hitamál og ámóta viðkvæmt Mitterr- andstjórninni og efnahagsmálin og atvinnuleysið. — „Ef stjómin fell- ur,” sagði einn aðstoðarráöherranna á dögunum, „þá verður það ekki út af atvinnuleysinu og verðbólgunni, heldur af áhyggjum fólks yfir því að það geti ekki verið óhult um líf sitt.” Sjö ára kjörtímabil Mitterrands er nú hálfnað og hefur hann aldrei notið jafn lítillar hylli sem forseti og ein- mitt um þessar mundir. Skoðana- kannanir gefa til kynna að það séu ekki nema um 26% ánægð með hann sem forseta. — Þessar kannanir hafa verið geröar um það leyti sem at- hygli almennings hefur beinst mest aö óvanalega tíðum illverkum. „Þoli ekki útlendinga" Daginn eftir að Tyrkinn Kemal var drepinn labbaði einn atvinnulaus Frakki sig að kaffihúsi einu í Bret- agne með haglabyssu undir hendi. Hann hrópaöi ,jSieg Heil!” og lét byssuna þruma sjö sinnum inn um glugga kaffihússins. Inni fyrir sátu nokkrir farandverkamenn tyrknesk- ir og spiluðu á spil. Tveir Tyrkj- anna létu lífið, en fimm særðust., jEg þoli ekki útlendinga,” sagði sá með byssuna síðar við lögregluna. Skammt milli illverka Sérstakan hrylling vakti málið um fjögurra ára drenginn sem fannst dauður, bundinn á höndum og fótum, í uppþomuöum árfarvegi í austur- hluta Frakklands. Föðurbróðir drengsins var handtekinn fyrir morðið. öryggisverðir í peningaflutning- um háðu meiriháttar skotbardaga við tvo ræningja í einni af vinsælli stórverslunum Parísar þegar hún var troðin af fólki á aðalannatíma laugardags. Einn varðanna og annar ræningjanna lágu eftir í valnum. Níu aldraðar konur einstæöar, sem allar bjuggu í Montmartre-hverfinu í Paris, voru rændar og drepnar á heimilum sínum á f jórum vikum. Óhugnanleg fólska Einna óhugnanlegast þótti kannski mál ungu konunnar sem lagðist inn á Poitiers-sjúkrahúsiö til minniháttar uppskurðar og er talin hafa verið myrt af svæfingarlæknum sínum. Þeir voru handteknir og ákærðir fyrir að hafa af ráðnum hug komið í kring bil- un í öndunartækjum. Ástæðan átti að vera sú aö þeim væri í nöp við fram- kvæmdastjóm sjúkrahússins og vildu gera henni á einhvem máta bÖlvun. Það er hryllileg fólskan í þessum illverkum sem frekar hefur vakið óhugnaöinn en hitt aö þau séu svo tíð. Fjöldi morða í Frakklandi þykir hreint ekki mikill í viðmiöun viö það sem þekkist annars staðar. Og þótt búist sé við að morðum fjölgi um 1% á ári, þá þykir það í sjálfu sér ekki sannaö að morð séu orðin meira vandamál síðan dauöarefsing var af- lögð. Staðreyndin mun raunar sú aö morðum fjölgaði örar áður en fallöx- in var lögð niður heldur en eftir. Heiftarsenna í þinginu Samt kvöddu sér hljóðs í þjóðþing- inu í síöustu viku raddir sem krefjast þess að dauðarefsing verði tekin upp aftur. Spunnust út af því einhverjar hatrömmustu orðasennur sem þar hafa heyrst í mörg ár. I þeim orða- skiptum, þar sem gekk á með persónulegum ávirðingum og heilir hópar gengu út af þingfundi, sökuðu stjómarandstæðingar Mitterrand- stjórnina um vanhæfni í stjómun lög- gæslunnar og manndómsleysi. Ráð- herrar svöruðu fyrir sig með því að saka stjórnarandstæðinga um að gera sér pólitískan mat úr óhæfu- verkunum. Svo heitt varö í kdunum aö þingheimur gat ekki einu sinni komið sér saman um að hafa mínútu- þögn í virðingarskyni við fómar- lömbin. Ekki saman heldur var höfð sín hvor mínútuþögnin fyrir hvorn hópinn. Róttækir hægrimenn áfelldir i fyrir kynþáttahatur Uppnámið út af þessum málum virðist þó hafa brunnið haröast á Jean-Marie Le Pen sem er leiðtogi hins róttæka hægriflokks, Þjóðernis- fylkingarinnar. Morðin á Tyrkjunum urðu til þess aö margir spurðu hvort kynþáttahaturskenndar yfirlýsingar Le Pen hefðu veriö morðingjunum kveikjan til ódæðanna. Til að undir- strika þær vangaveltur endurbirtu blöðin fyrri viðtöl við Le Pen, þar sem hann lýsti því yfir að „farand- verkamenn væra versta hörmungin sem hefði duniö yfir land, þar sem fólksfjölgunarvandanum hefði verið haldið niðri með lágri fæðingartíðni” og bætti síðan við: „Við erum reiðu- búin aö grípa til vopna til þess að af- stýra tortímingu Frakklands.” — Le Pen bar f jölmiðlunum á brýn að hafa slitiö orð sín út úr ööru samhengi. Chirac til framdráttar Þessi umræða gæti helst orðið Jacques Chirac, borgarstjóra Parísar og leiðtoga Gaullista, til póli- tísks framdráttar. I dag er hann álit- inn einn líklegasti mótframbjóðandi Mitterrand í forsetakosningunum 1988. Það sem hrynja kann af 12% fylgi Þjóðernisfylkingarinnar í kosn- ingum er líklegast til þess að falla í skaut Chirac og hægristuðnings- mönnum hans. Samtímis hefur Chirac notað löggæsluumræðuna til enn frekari gagnrýni á stjórn Mitterrands. „Þessir hörmulegu atburðir sýna ljóslega það örvæntingar-, lögleysis- og óöryggis- ástand sem ríkir,” sagöi Chirac núna á dögunum. „Það er ljósara með hverjum deginum að löghlýðni er beint tengd efnahagsástandinu.” Þetta tvennt: Efnahagsmálin og öryggismálin gætu því orðið afdrifa- rík kosningamál 1988. Umsjón: Guðmundur Pétursson JÓLAGETRAUN DV, 6. HLUTI Hvað heitir ormurinn? Hér er eitt goðið í Valhöll komið í hörkuslagsmál við risaorm. Líklega stærsta orm í heimi því hann hringar sig um- hverfis jörðina alla og bítur sjálfan sig í aftur- endann. Á myndinni læt- ur hann sér aftur á móti nægja að bíta í jóla- sveinahúfu goðsins, kannski í von um að ná einhverju af jólaglögg- inni sem andstæðingur hans var að gæða sér á. I dag viljum viö fá að vita nafn ormsins. Þeir sem geta rétt eiga von um að vinna til glæsi- legra verðlauna en mun- ið bara að senda allar lausnirnar 10 í einu lagi til DV, jólagetraun, Síðu- múla 14, Reykjavík fyrir 2. janúar. r------------------—------------------------1 | □ Loch Ness skrímslið ■ □ Miðgarðsormur □ Lagarfljótsormur I J Nafn----------------------------------- I | Heimilisfang_____________________________J Sími .................................. |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.