Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Síða 12
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
. Áskriftarverð á mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Beðið um ófölsuö fjárlög
Umræður innan og utan Alþingis um niðurstöður fjár-
lagafrumvarps ríkisstjórnarinnar eru að mestu leyti
marklausar. Enn hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram neina
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Og slík
áætlun á einmitt að vera í föruneyti f járlagafrumvarps.
Kominn er 13. desember og gert ráð fyrir, að önnur og
næstsíöasta umræöa um fjárlagafrumvarpiö verði á
Alþingi í dag. Samkvæmt venju má gera ráð fyrir, að
þetta frumvarp verði að lögum eftir viku, í síðasta lagi á
föstudaginn í næstu viku, daginn fyrir jólafrí Alþingis.
I fyrra var fjárfestingar- og lánsfjáráætlun þessa árs
lögö fram 25. október. Og í hittifyrra var áætlunin lögö
fram 17. október. I báöum tilvikum gerðist þetta aöeins
einni til tveimur vikum eftir aö fjárlagafrumvarp viö-
komandi árs hafði veriö lagt fram.
I inngangi áætlunarinnar í fyrra var sagt, aö þá hafi
mikið kapp verið lagt á, að'hún fylgdi fjárlagafrumvarpi
,,án tafar” og „áður en fyrsta umræöa fer fram um það á
Alþingi”, þar sem slíkt sparaöi vinnu og gæfi betri yfir-
sýn. Góð áform af þessu tagi hafa nú alveg gleymzt.
I ljósi þessa er ekki auðvelt að meta, hvort sé fyndiö eða
sorglegt rifrildiö um svokallað gat á fjárlagafrumvarp-
inu í þetta sinn. Menn leika sér að tölum um, hvort gatiö
sé einn eöa hálfur milljarður. Og menn leika sér aö tölum
um, hvernig megi fylla þetta gat.
Samt vita menn, ef þeir vilja vita, að gatiö á ríkisfjár-
málunum er miklu stærra en þetta. Það vantar nefnilega
í myndina gatiö á fjárfestingar- og lánsfjáráætluninni,
sem enn hefur ekki litiö dagsins ljós. Og allir vita, aö það
gat verður mun stærra.
I eftirmála fjárlagafrumvarpsins er raunar gerð til-
raun til að gera þaö upp að alþjóðlegum hætti í stað hinn-
ar séríslenzku fölsunarleiöar. Þar er sagt, að greiðslu-
halli ríkissjóðs sé rétt reiknaður upp á þrjá milljarða
króna í stað hins hálfa milljarðs í frumvarpinu.
Þótt ríkisstjórnin hafi þannig lagt fram marklaust f jár-
lagafrumvarp með niðurstöðum út í bláinn, er samt fróð-
legt að skoða einstaka liði þess og skýringar þeirra. Slíkt
leiðir ýmislegt í ljós, sem stjórnvöld kæra sig ekki um, að
haldiösé á lofti.
Lífeyrissjóður bænda hefur þá sérstöðu að vera alger-
lega á bakinu á skattgreiðendum. 30,6 milljón króna gjöf
til sjóðsins er falin í liðnum „Stofnlánadeild landbúnaöar-
ins” og 80 milljón króna gjöf til hans er sett á viöskipta-
ráðuneytið í liðnum „Niðurgreiðslur”.
Bætur fyrir niðurskurð á sjúku fé eru faldar í liönum
„Sauðfjárveikivarnir”, sem hefur rúmlega tvöfaldazt
upp í 18,1 milljón króna. Niðurgreiðslur á lánsfé til land-
búnaðar eru í frumvarpinu kallaöar „Lántökukostnaður”
og eiga að nema 81,4 milljónum á næsta ári.
Otal kostnaðarliðir, þar á meðal sumir fastir liðir á
borð við milljónir í styrki til flokkspólitískra málgagna,
eru utan viö niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpsins. Þaö
er gert með því aö hafa þá í sérstakri heimildargrein aft-
an við sjálft frumvarpiö.
A sumu þessu ber stjórnarandstaðan nokkra ábyrgð frá
valdaskeiði fyrri ríkisstjórna. Það er sennilega skýringin
á, að á Alþingi fæst engin vitræn umræða um raunveru-
legar tölur ríkisfjármála og engin markviss krafa um, að
þær séu settar fram eftir alþjóðlegum og ófölsuðum
staðli.
Jónas Kristjánsson.
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984.
Síðan ég skrifaði síðustu grein mina
hafa tvær fréttir vakið mesta athygli
mína. Mjög eru þær þó ólíkar enda
hafa þær vakið mjög misjafna al-
menna athygli. Segja má raunar að ef
báðar eru teknar alvarlega þá skipti
þær mjög misjöfnu máli, því önnur
tengist hvorki meira né minna en af-
drifum mannkyns en hin snertir aöeins
eitt af mörgum efnahagsviðundrum
landsmanna.
Enn arkar Arkin
Sú sem ég nefni fyrr fjallar um Arkin
nokkurn sem kommar og fylgisfiskar
þeirra í gönguklúbbnum góða fcngu til
að koma hingað til aö hrista upp í um-
ræðunni um Nató og herstöðvarnar
sem er komin á svo alvarlegt stig að
meira að segja heiðarlegustu alþýðu-
bandalagssálir eru farnar að ryðga í
trúnni ef marka má skoöanakannanir.
Var látið mikiö meö Arkin þennan áður
en hann kom hingað og tekið fram að
hann væri mjög svo virtur vísindamað-
ur sem stjórnaði einhverri heims-
þekktri pólitískri rannsóknarstofnun í
Bandaríkjunum. Var þess getiö í bak
og fyrir í rauðu pressunni að þennan
mann væri ekki nokkur leið að rengja,
svo mikils trausts nyti hann.
Allt fór eftir settum reglum, Arkin
kom í sjónvarpiö og lýsti því fyrir
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
skelfingu lostnum ögmundi að hann
hefði fullngæjandi sannanir fyrir því
að Bandaríkjastjórn myndi senda
hingað kjamorkusprengjur ef til ófrið-
ar drægi, hann hefði bréf upp á það.
Svo vel vildi til að Þjóðviljinn fór ekki
mjög snemma í pressuna þetta kvöld,
svo hann gat dregið fram stríðsletur
sitt og undirstrikað hvílík ógnartíöindi
hinn virti vísindamaður hefði opinber-
að Islendingum.
Daginn eftir arkaði Arkin á fund for-
sætis- og utanríkisráðherra og sýndi
þeim ljósrit af um það bil tíu ára gömlu
skjali, sem hann fullyrti að sjálfur
Bandaríkjaforseti hefði undirskrifaö.
Af einhverjum ástæðum hefir lítiö far-
ið fyrir upplýsingum um þaö hvaða
forseti átti í hlut, enda ekkert gaman
að upplýsa það úr því það var ekki
Reagan. Jafnframt upplýsti Arkin að
hann hefði séð nýrra skjal en ekki f éng-
ið af því ljósrit. Væri efni þess nauða-
líkt hinu eldra. I skjölunum stæði
• „Trúir því virkilega einhver í alvöru að ef
til kjarnorkustyrjaldar dregur þá verði
einhver íslensk ríkisstjórn spurð að því hvaða
vopn megi vera hérlendis?”
Skólaskylda og
skólakostn-
aður í 9. bekk
• „Haldgóð rök er hægt að færa fyrir því að
skólaskylda sé ekki lengur nauðsynleg.
Næstum öll böm muni koma í skóla ef samfé-
lagið bjóði upp á kennslu foreldrum að kostnað-
arlausu.”
Þegar frumvarp til laga um grunn-
skóla var fyrst lagt fram á Alþingi í
kringum 1970 var ætlunin aö gera
nemendur í 9. bekk skólaskylda. Átti
meö þeim hætti að jafna aðstööu ungl-
inga í dreifbýli og þéttbýli til menntun-
ar. Rikissjóöi var þá ætlað að greiða
allan mötuneytis- og bókakostnaö 9.
bekkinga eins og annarra grunnskóla-
nema.
Þegar lögin voru loks samþykkt
vorið 1974 var ákveðiö að fresta gildis-
töku þessa ák væðis til a .m.k. 1980.
Er skólaskylda
nauösynleg?
Með fræðslulögum, sem sett voru
1907, voru börn gerö fræðsluskyld, þ.e.
ákveðin fræðsla var lögboöin og skyldu
hreppar landsins sjá fyrir skólum eða
fræðslu meö öðrum hætti til handa
börnum á aldrinum 10—14 ára. Ottast
var aö skammsýni lítt menntaös
almúgans gæti komið í veg fyrir að
böm nytu nægilegrar fræðslu ef hún
væriekkilögboöin.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar og skólaskylda verið lengd í
átta ár. Sú lenging var ákveöin með
lögum 1946 (fyrr í þéttbýli í sjö ár) en
komst þó ekki að fullu til framkvæmda
fyrr en eftir 1970. Nú njóta langflest
böm tíu ára skólagöngu í grunnskóla
að meðtöldum forskólabekk (6-ára
bekk) og9. bekk.
Haldgóð rök er hægt að færa fyrir
því aö skólaskyida sé ekki lengur nauð-
synleg. Næstum öll böm muni koma í
skóla ef samfélagiö bjóði upp á
kennslu, foreldrum að kostnaðarlausu.
Bent er á aösókn aö forskólanum í því
sambandi. Unnt sé að auki að próf-
skylda böm og unglinga eöa láta
heimafræðslu fara fram undir eftirliti
og leiðsögn. Verulegur hluti fræðslu til
sveita fyrstu tvo áratugina eftir setn-
ingu fræðslulaganna 1907 fór þannig
fram. Almenningur nú er margfalt
betur undirbúinn að fræða börn sín en
þá var og völ er á hæfari leiðbeinend-
um.
„. . . enda mun. . . fráfall nemenda milli 8. og 9. bekkjar vera mest i þeim sveitarfólögum sem bjóöa ekki upp á 9.
bekkjar nám i sveitarfálaginu sjálfu. . . "