Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Blaðsíða 44
FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu efia vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst, oháö dagblað FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1984. Scotland-Yard-maður kannar íslenskar myndbandaleigur Percy Brown með ólögleg myndbönd sem hann fann í reykvískum myndbanda- leigum í gær: — Þyrfti að dæma 2—3 menn, þá myndi þróunin snúast við. ________________________________ ________________ DV-mynd KAE „Astandið hér á landi er ekkert verra en annars staðar en gæti auöveldlega versnað til muna. Hætt- an liggur í því aö menn sem stunda heiðarleg myndbandaviðskipti hætti því einfaldlega vegna þess aö þeir sjá óheiðarleg viðskipti allt í kring- um sig; menn sem stórgræða án þess að nokkuð sé að gert,” sagði Percy Brown sem starfað hefur hjá Scot- land Yard í 33 ár og undanfarin 5 ár hjá Motion Pictures Association of America sem sérlegur ráögjafi í bar- áttunni gegn ólöglegum myndbönd- um. Percy Brown er staddur hér á landi í boði Samtaka rétthafa mynd- banda og hefur þegar rætt við lög- regluyfirvöld og ríkissaksóknara um hvað sé til ráða í myndbandamálum hérlendis. Talið er að um 60 þúsund myndbönd séu i stöðugum útlánum hér á landi, þar af 60—70% ólögleg. Þrátt fyrir þá gífurlegu fjármuni sem hér eru í húfi hefur enn sem komið er engin myndbandaleiga ver- ið dæmd fyrir lögbrot og veldur þar mestu að yfirvöld vita ekki alveg hvernig þau eiga að snúa sér í mál- inu. „Það þyrfti ekki að dæma nema 2—3 menn þá myndi þróunin snúast við. A meðan ekkert er að gert sjá æ fleiri sér leik á borði; gróðinn bíður á næsta götuhomi,” sagði Percy. „Eg hef þegar farið í 6 myndbandaleigur í Reykjavík. Fimm voru góðar, ein fyrir neðan allar hellur. Þar var flest ólöglegt.” Percy Brown segist reiðubúinn til að koma aftur hingað til lands hið fyrsta. Hann ætlar ekki að taka að sér störf lögreglunnar heldur vera henni innan handar viö lausn þess- ara nýstárlegu afbrota sem kosta ríkissjóð milljónir. -EIR. Blóömiklir Kefk víkingar Keflvíkiugar slógu Islandsmet á þriðjudagiun. Því fylgdi mikið blóðstreymf sem dælt var ofan í poka og síðan flutt úr bænum. Alls um 110 lítrar af Suðurnes jablóði. Málavextir voru þeir að blóðsöfn- unarbfll Rauða krossins var í Keflavík að safna blóði. Skipti það engum togum, 221 maður mætti við bflinn, hver og einn reiðubúinn tii að gefa hálfan lítra af blóði og er það Islandsmet. Keflvikingar áttu einnig fyrra metið en það var tæpir 90 lítrar. Ekkert bæjarfélag hefur komist með tæmar þar sem Keflvíkingar hafa hælana í þessum efnum nema hvað að þegar unnið var sem mest við Sigölduvirkjun tókst starfs- mönnum þar að safna 85 lítrum af blóði. Það Islandsmet stóð i citt ár. -EIR Brjóst- mylkingar áþing- pöllum Það var mikið drukkiö í efri deild Alþingis síðdegis í gær. A meðan Sigríður Dúna Kristmundsdóttir af Kvennalista mælti fyrir frumvarpi sínu um lengingu fæðingarorlofs sátu 20 ungböm á hnjám mæöra sinna á þingpöllum og sugu brjóst þeirra. Þarna voru á ferðinni meðlimir í Ahugafélagi um brjóstamjólk í Kópavogi. Mæðurnar hlýddu á Sig- ríði Dúnu en börnin létu sér fátt um finnast og nutu veitinganna. -EIR/DV-mynd Bjamleifur '&r'" Mildöfyrirlítiö yyx ÆIKUG4RDUR LOKI Samþykkir Sel/an þessa drykkju á þingpöllum? Bruni frystihússins á Raufarhöf n: Margar athugasemdir gerðar við rafkerfíð Unnið er að rannsókn á upptökum brunans í hraðfrystihúsi Jökuls f yrr í vikunni. Upptök eldsins eru talin vera í 2 kw rafmagnsofni í verk- stjóraherbergi við hlið vélarsalarins en eldurinn virðist hafa blossað upp á mjög skömmum tíma, svona 3—4 mínútur viröast líða frá því að allt er í lagi þar til herbergið er alelda. Samkvæmt upplýsingum frá Raf- magnseftirliti rikisins var rafkerfi hússins tekið út árið 1979. Þá var mikill f jöldi athugasemda gerður við rafkerfið, einar fjórar vélritaðar síð- ur. Uttektin fór fram í júli og fengu forráðamenn hússins frest þar til í nóvember sama ár til að koma mál- unum í lag. Ef þaö er ekki gert er heimilt samkvæmt reglugerð að láta loka húsinu. Svipuð úttekt var gerð á húsinu í . fyrra en þar mun að mestu hafa ver- ið um að ræða ítrekun á fyrri skýrslu Skemmdir eftir brunann i frysti- húsinu. DV-mynd: AP-Raufarhöfn. samkvæmt upplýsingum frá Sig- mundi Þórissyni rafmagnseftirlits- manni á Akureyri. Hann fór á Rauf- arhöfn til að kanna eldsupptök og sagði hann að í því herbergi sem eldurinn kom upp hafi rafkerfið ver- ið í lagi. Hvaö varðar það reglugerðar- ákvæði sem heimilar að loka t.d. frystihúsum ef rafkerfið er ekki í lagi sagði Arni Guömundsson hjá Raf- magnseftirlitinu að það heyrði til undantekninga að því væri beitt. „Við reynum að hliðra til eins og mögulegt er,” sagði hann. Sigmund- ur sagði í þessu sambandi að senni- íega væru þeir alltof linir við að ganga eftir því að húsum væri lokað í svona t'lfellum. -FRI Norskt sjónvarpsefni: W Jarðstöðin aðal- kostnaðurinn „Mér virðist líklegt að Nordsatmál- ið sé að sigla í strand,” sagði Ragn- hildur Helgadóttir sem nýkomin er heim af vinnufundi menntamálaráð- herra Norðurlandanna. Annar valkostur fyrir Islendinga, sem er einfaldari og ódýrari, er aö Islendingar nýti sér sjónvarpsefni frá norska sjónvarpinu. Utsendingar til Svalbarða hefjast núna 22. des. í gegnum ESC2 gervihnött. „Ég vona að það geti gerst með því að greiðsl- ur flutningsrétthafa veröi i lágmarki vegna þess að hér yrði um tilrauna- starfsemi að ræða,” sagði ráðherr- ann og sagði að norski menntamála- ráðherrann hefði tjáö sér að svo yrði. Aðalkostnaður okkar yrði, að sögn Ragnhildar, aö byggja jarðstöð hér á landi. „Kostnaðaráætlun fyrir jarðstöð- ina er mismunandi eftir því hver ger- ir hana,” sagði Ragnhildur. Áætlun rikisútvarpsins er lægri en Pósts og síma. Sagði ráðherrann að ekki væri búið að semja um málið en leiðin væri opin. -ÞG i i í i i i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.