Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Side 45
DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. Jólagjafahandbók 89 Canon T—70 Þetta er ein glæsilegasta vélin á markaðnum, refleksvél sem er nánast fullkomin. Canon- vélarnar hafa verið lengi á vinsældalistanum yfir myndavélar og eru þaö ennþá. Canon T—70 án linsu kostar 15.498 kr. og með standardlinsu kostar hún 20.525 krónur. Canon fæst í Týli, Austurstræti 31 Hið sínvinsæla Vivitar Þeir segja hjá Fókus, Lækjargötu 6b, sími 15555, að atvinnuljósmyndarar taki Vivitar-flössin fram yfir önnur. Vivitar-flöss eru til á allar gerðir myndavéla og er auk þess, ef menn vilja, hægt að fá sérstakan tengil sem lætur flassið vinna eins og flöss frá framleiöendum viðkomandi véla. Vivitar- flöss kosta 1.235—13.860 krónur. í Fókus færðu einnig Vivitarlinsur í miklu úrvali og sjónauka af öllum gerðum og stærðum. Ég hef opnað snyrtistofu Svo segir Barbiedúkkan á jólunum er stúlkurnar taka snyrtistofuna hennar úr jólapakkanum. Snyrtistofan hennar Barbie er engin venjuleg snyrtistofa, hún ekki bara snyrtir heldur leggur hárið og klippir fyrir viðskiptavinina. Snyrtistofan hennar Barbie er á sérstöku kynningarverði nú fyrir jólin, aðeins 980 krónur. Hún fæst í Leikbæ, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, og í Liverpool, Laugavegi 18. Lundby húsið upplýsta Þau eru frábær, sænsku Lundby-dúkkuhúsin. Þú getur byrjað með að kaupa hús á tveimur hæðum og síðan er alltaf hægt að byggja við. Bílskúrinn getur til dæmis beðið þangað til efnahagur hús byggjandans batnar en á meðan getur hann dundað við að kaupa húsgögnin sem eru ekki af verra taginu og að sjálfsögðu eru öll Ijós fáanleg því Lundby-húsiö er upplýst þó dimmt sé úti. Það er sama hvort þú ætlar að kaupa teppi eöa gar- dínur — þú færð allar vörurnar í Liverpool, Laugavegi 18, og í Leikbæ, Reykjavíkurvegi 50 Hafnarfiröi. ..Þaö «ru a»t»i jai i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.