Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1984, Page 58
102 Jólagjafahandbók DV. FIMMTUDAGUR13. DESEMBER1984. JÓLIN KOSTA ÞIG MINNA OG ENDAST LENGUR Hjá okkur ríkir engin kreppa og hér fer enginn í jólaköttinn, það er alveg vfst. Lítið inn og heimsækið okkur og við getum lofað því að þið verðið furðu lostin yfir úr- valinu. Og það gæti nú bara liðið yfir ykkur við að sjá hve (framhald í neðsta horni á næstu síðu) Málshættir á tréspjöldum í Gjafahúsinu eru hátt íþrjátíu mismunandi máls- hættir á íslensku og annað eins á ensku. Máls- hættirnir eru allir á tréspjöldum þannig að auðvelt ér að hengja þá upp og þeir eru einnig til í mis- munandi litum. Þú ættir að koma vinnufélaga þín- um á óvart — málshættirnir kosta aðeins 52 krónur. Kistur úr basti Bastkisturnar í Gjafa- húsinu eru til margra hluta nytsamlegar. Sumir vilja hafa þær fyrír símaborð, aörir vilja hafa þær í her- bergjum og enn aðrir í stofunni. Bastkisturnar eiga það sameiginlegt hvar sem þær eru notaðar að vera góðar geymslur. Útlitiö er líka smekklegt og kisturnar mjög vand- aðar. Minni kistan kostar 2.850 krónur og sú stærri 3.250 krónur. Þær eru í dökkum lit. Skemmtilegar f ígúrur Já, þau eru bráðsmellin, kokkurinn, ræstingakon- an og húsmóöirin. Þaö skrýtna viö þetta fólk er það að þaö er búið til úr viskastykkjum, afþurrk- unarklútum og borðtuskum. Þau þrjú sóma sér líka alveg sérlega vel í eldhúsinu og vilja helst hvergi annars staðar eiga heima. Þau fást íGjafa- húsinu og kosta 295 krónur stykkið. Splunkunýjar körfur Þessar dökku bastkörfur eru alveg glænýjar hjá Gjafahúsinu og þær eru með annarri áferð en áöur hefur tíökast. Bastkörfur er alltaf hægt aö nota og flestir hafa gaman af að eiga slíkar körfur. í Gjafahúsinu er alveg ótrúlega mikiö til af falleg- um körfum. Þessar kosta 1.550 og 1.660 krónur. Sparibaukar Þetta eru svolítiö öðruvísi baukar og dálítiö skemmtilegir. Jólasveinarnir ættu eiginlega að kíkja inn hjá Gjafahúsinu og sjá hvort þessir væru ekki sniöugir handa góðum börnum. Síminn er al- veg sérstakur en á hann má skrifa meötússi og þó kostar hann aðeins 295 kr. Fuglarnir kosta 165 og 325 krónur, bókin kostar 155 krónur og taskan 195 krónur. Það verður gaman aö koma á óvart gestunum sem koma í áramótapartíið og bjóða þeim drykk- inn í stuðglasi frá Gjafahúsinu. Það verður þá brjálað stuð, segja þær hressu í Gjafahúsinu. Stuð- glas kostar 265 kr. og rör, sem ekki er síður vinsælt, kostar 49 krónur. Sólhlífar Sólhlífarnar f Gjafahúsinu eru alltaf jafnvinsælar hjá unga fólkinu. Þær eru líka mjög fallegar og skemmtilegar. Krakkarnir geta til dæmis útbúiö Ijós í þær eða látið þær hanga f einu horni her- bergisins til skrauts — þær eru sannarlega skemmtilegar. Sólhlífarnar kosta frá 395 krónum. Svuntur fyrir hana og hann í Gjafahúsinu er geysilega mikiö til af skemmtileg- um svuntum með alls kyns myndum á. Þær kosta aöeins 295 krónur og henta alveg eins vel á pabba og mömmu. Þó getur verið ansi skemmti- legt aö lauma einni slíkri í pakkann hjá afa. Svunt- urnar f Gjafahúsinu hafa alltaf vakið mikla kátfnu. Saumakörf ur með loki Nú þegar flestar húsmæður eru farnar að spara og sauma sjálfar og prjóna er gott að eiga vísan stað fyrir slíkt dót. Þessar bráöfallegu saumakörf- ur, sem fást í Gjafahúsinu, eru til á verði frá 1.295 krónum. Þær sóma sér alveg jafnvel í stofunni og í vinnuherberginu. Körfustólar fyrir börn og unglinga Krakkarnir verða alltaf jafnhrifnir er þeir koma í Gjafahúsið og sjá litlu, fallegu körfustólana. Stólarnir eru einmitt passlegir fyrir þau litlu og svo eru til stærri fyrir unglingana. Þetta eru upplagðir stólar í barnaherbergið og mjög góð jólagjöf. Könnur með slagorðum Hér kemur enn ein sniðug jólagjöf handa vinkon- unni eða vininum: kanna með slagoröi eins og t.d. „Kiss me, l'm sexy" eða „I Love You" eða „I Need You" eða hvað þetta nú allt heitir. Nú fást könnurnar einnig með íslenskum slagorðum sem hitta beint f mark. Könnur með loki kosta 365 kr. og án loks 189 kr. Ekkert partí án stuðglasa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.