Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Qupperneq 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985.
17
afl gera i fiskbúðinni. Allir eru að kaupa í soðið.
i tólg og raspur
búðinni. Fiskbúðir eru nefnilega dæmi-
gerðar sérverslanir. Þar fæst fiskur og
flest sem til þarf á fiskinn. Þama á Víði-
melnum er það hamsatólg, raspur, egg og
aö sjálfsögðu lýsi, bæði þorska- og ufsa-
lýsi. Alveg eins og þaö á að vera.
Kunnugur sagöi að einu sinni hefðu verið
30 fiskbúðir við Hverfisgötuna. Þá var tíð-
in reyndar önnur hér í Reykjavík. Fiskur í
öll mál. Soöin ýsa og ekkert múður með
það.
Nú er tíðin önnur og fiskbúðir aö verða
sjaldgæfar sem sérbúöir. Fiskur er vinsæll
og jaftigóður og áður. Hann er bara seldur
á öðrum stöðum en í fiskbuðum sem ser-
búðum núna. Hann er meðal annars seldur
í pökkum í frystikistum stórmarkaðanna.
Þaö var því engin furöa þegar litla stúlkan
teiknaði ferkantaða ýsu í skólanum þegar
bömin áttu að teikna fisk.
Jón fisksali hefur áhyggjur af þessari
þróun og er ekki einn um það.
„En þetta hefst með voðalegri vinnu,”
segir Jón Björnsson, fisksali á Viöimeln-
um, þegar við kveöjum.
„Eg ætla að fá ýsuflök.”
„Já.hvaöætlarþú aðfámikiö?”
APH
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
LÍFRÆNT RÆKTAÐ
— MIKLU BETRA
Kommarkaðurinn á Skólavörðustig
er dæmigerð sérverslun fyrir þá sem
kjósa hollustuna framar ööm.
Þar er hægt að velja úr fjölmörgum
tegundum af baunum, komi og ávöxt-
um.
„Við reynum aö vera með lífrænt
ræktað,” segir Heiðrún Aðalsteinsdótt-
ir í versluninni Kornmarkaðinum. Líf-
rænt ræktað er þaö sem hefur fengiö að
vaxa í friði fyrir öllum eiturefnum og
ónáttúrlegum efnum. Enginn tilbúinn
áburður er notaður en mykjan er hins
vegar í hávegum höfð.
„Það er helmingi betra það sem er
lífrænt ræktað. Dætur mínar vilja ekki
neitt annaö,” segir ein móðir sem er að
kaupa grænmeti og fleira.
Hins vegar er úrvaliö á þessu lífræna
ekki nægilega mikiö hér á landi. Þann-
ig að ekki er allt þarna ræktað með
þessum hætti. En reynt er að hafa sem
flest þannig tilreitt.
I Kommarkaðinum fæst einnig
miklu fleira sem heilbrigði- og holl-
ustusinnaöir eru sólgnir í. Þarna er
draumastaður j urtaætunnar.
Meðal þess sem nefna má eru söl,
sem óvíða er hægt að fá í verslunum.
Einnig er til sölu sérstakt hollustusæl-
gæti sem skemmir að sjálfsögöu ekki
tennur. Þarna er auðvitaö margt
fleira.
Þetta er sérbúð fyrir þá sem kjósa
eitthvað hollt ættað úr jurtaríkinu og
jafnvellífræntræktað. APH
ÚTVEGSBANKINN
SPYRÐU EFTIR RÁÐGJAFANUM. HONUM MÁITU TREYSEA
UiKY'oéodlNJioi
LLAR VERÐBÓLGU.
FRJÁIÓ ÚTTEKT AF REKMNGMJM
FIVENÆR SEM ER.
A VEXT
GULLS IGILDI
ATMUM TIÐRA vAXTABREYTINGA