Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Qupperneq 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR
45. TBL. -75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985.
Uppskipun í verkfalti. Æ fækkar þeim skipum sem eru á hafi úti og æ fleiri hlýða kalli Sjómannasam-
bandsins og Farmannasambandsins um að sigla í land. Ottó Þorláksson, einn fjögurra togara Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, lagðist að bryggju í gær og var þegar hafin uppskipun. Tveir aðrir togarar BÚR komu
inn i gær en sá þriðji er væntanlegur eftir helgi. -KÞ/DV-mynd S
1. MARS ENG-
mLOHADAGUR
Á fundi sem samninganefnd ríkis-
ins og launamálaráð BHM hélt í gær
var ákveðið að hefja samningavið-
ræður við öll aðildarfélögin í næstu
viku. Gert er ráð fyrir að félögin
verði tilbúin meö sínar kröfugerðir
strax eftirhelgina.
Kennarar eru ekki ánægðir með
þessa tilhögun og telja að nú stefni í
óefni.
„Það er engu líkara en samninga-
nefnd ríkisins stefni að því að kenn-
arar gangi út þann fyrsta mars,”
sagöi Gunnlaugur Astgeirsson, vara-
formaöur HlK, í viðtali við DV.”
„Þeir stefna að því að öll aðildarfé-
lögin skili inn kröfugerðum áður en
samningaviðræðurnar hefjast. Við
höfum þegar lagt fram okkar kröfur
en ekki fengið svar frá ríkinu um
hvaða umræðugrundvöll þaö viU.
Okkur finnst þetta vera heldur mikill
seinagangur.”
Indriði H. Þorláksson, formaöur
samninganefndar rikisins, segir að
skilyrði fyrir væntanlegum samn-
ingaviðræðum sé samræming á
kröfugerðum.
„Við vorum með fund meö launa-
málaráði og þar var ákveöið að sam-
ræma vinnubrögð. Það kom engin at-
hugasemd við þetta frá kennurum.
Það var ákveðið að byrja fundarhöld
með félögunum eftir helgina.”
Verður samið við kennara fyrir 1.
mars?
„Við munum reyna aö semja við
öll aðildarfélögin eins fljótt og unnt
er. Fyrsti mars er enginn lokadagur
í samningagerðinni. Við höfum ekki
sett upp þessa dagsetningu,” sagði
Indriði. APH.
SJOMANNADEILAN:
„Það varð lítill ef nokkur árangur á
þessum fundi en þeir eru að athuga
málin,” sagði Öskar Vigfússon, for-
maöur Sjómannasambandsins, í
samtali við DV. Síðdegis í gær áttu
Oskar og Guöjón Kristjánsson, for-
maður Farmannasambandsins, stutt-
an fund með Steingrími Hermannssyni
og Halldóri Ásgrímssyni.
Oskar sagði að á þessum hálftima
fundi hefðu þeir rætt stöðuna eins og
hún er nú og óskir þeirra sjómanna til
lausnar þessu máli.
— Verður annar fundur með
ráðherrunum um helgina?
„Já, ég á von á öðrum fundi,
kannski um helgina, enda verða
þessir menn að fara að athuga sinn
gang þar sem allur flotinn er í höfn,”
sagði Oskar.
Stuttur fundur var í sjómanna-
deiiunni hjá ríkissáttasemjara eftir
hádegið í gær. Ræddust deiluaðilar
ekki við en ríkissáttasemjari ræddi við
samninganefndirnar hvora fyrir sig.
Aö sögn viðmælenda blaðsins er
málið í algerum hnút og alls óvíst um
lausn á næstunni. Nýr fundur deilu-
aöila hefur veriö boðaður eftir hádegi í
dag.
„Ef sá fundur verður eins og í gær,
þegar menn töluðust ekki við, þá á ég
ekki von á góöu,” sagði Oskar Vigfús-
son. -KÞ.
Vinnuslys
í togara
Vinnuslys varð um borð í togar-
anum Ásgeiri RE 60 í gærmorgun.
Verið var að landa karfa við Norður-
garð í Reykjavíkurhöfn þar sem
skipið liggur. Brustu höldur á
fiskkassa með þeim afleiðingum að
þrír kassar féllu ofan í lestina.
Fjórir menn voru í lestinni. Kass-
arnir sem hífðir eru upp þrír og þrír í
einu, lentu á höföi eins og baki
annars skipverjanna. Mennirnir
voru umsvifalaust fluttir á sjúkra-
hús. Þegar síðast fréttist voru
meiðslin ekki talin lífshættuleg.
-EH.
Árekstraalda í
höfuðborginni
Árekstramet var sett í Reykjavik
í gær og í nótt. Fjörutíu árekstrar
uröu á aðeins átján tímum í borglnni.
Aðeins í tveimur tilfellum urðu
slys á mönnum. Maöur á bifhjóli
lenti undir bíl á Vesturlandsvegi í
gærdag og tveir slösuðust i árekstri
við Miklatorg snemma i morgun.
MeiðsU voru ekki alvarleg.
Að sögn lögreglu var færð slæm í
gær og i nótt. Mikið eignatjón varð í
árekstraröldunni í gær. -EH.
Flugvöllurinn
verðiáfram
„Ég túlka þessi úrsUt þannig að
það sé vilji meirihluta borgarstjórn-
ar fyrir því aö Reykjavíkurflug-
völlur verði áfram á sama staö aö
minnsta kosti til aldamóta og trúlega
um alla framtíð,” sagði Sigurjón
Pétursson, oddviti Alþýðubanda-
lagsins i borgarstjórn.
Tillaga alþýðubandalagsmanna
um ítarlega könnun á nýju flug-
• vaUarstæði hlaut ekki tilskildan
stuðning í borgarstjórn í gærkvöldi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks sátu
allirhjá. -KMU.