Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
3
Um áttatíu prósent af flotanum valdi aflamark fremur an sóknarmark.
Kvótaskipin gera upp hug sinn:
150 skip völdu
sóknarmark
„Það völdu um 80 prósent af skipun-
um aflamark, hinir völdu sóknarmark.
Þetta er mög svipuö útkoma og viö átt-
um von á,” sagði Stefán Þórarinsson í
sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við
DV.
Eins og kunnugt var voru gerðar
breytingar á stjórnun botnfiskveiöa í
upphafi þessa árs. Meginhugmyndin
að baki þeim breytingum var aö gefa
þeim, sem útveginn stunda, aukinn
sjálfsákvöröunarrétt um það hvernig
þeir stunda veiðarnar og auka
athafnafrelsi þeirra, þó þannig að
heiidarafla mikilvægustu botnfiskteg-
undanna verði haldiö innan tiltekinna
marka. Var útvegsmönnum gefinn
kostur á aö velja milli aflamarks og
sóknarmarks.
Aflamark er í meginatriðum byggt
á þeim úthlutunarreglum sem giltu á
síðasta ári og ræöur aflareynsla á
árunum 1981 til '83 mestu um hlut
hvers skips í aflanum. Sóknarmark er
hins vegar sett nálægt 80% af venju-
legri sókn til botnfiskveiða á árunum
1981 til '83 fyrir hvern stærðar- og út-
gerðarflokk fiskiskipa, en er ekki bein-
línis byggt á úthaldi hvers skips.
„1 kvótakerfinu eru 670 skip,” sagði
Stefán. „Það eru því tæp 150 þeirra
sem völdu sóknarmark. Eru þessi hlut-
föll mjög nálægt því sem við gerðum
ráðfyrir.” KÞ.
Ef neyðarástand skapaðist í landinu:
Raforkuverin
létu þad
Iftt á sig fá
Ef neyðarástand skapaöist í land-
inu og samgöngur til og frá rofnuðu,
hversu lengi gætu Islendingar lifað
eðlilegu lífi?
Þessu getur enginn svarað nákvæm-
lega, að sögn viðmælenda blaðsins.
Hins vegar er það ljóst að raforku-
kerfið gæti gengið býsna lengi.
Stærsta raforkuver landsmanna,
Landsvirkjun, er til dæmis ekki háð
olíu, og svo er um aðrar raforku-
stöðvar, nema svokallaðar varaafl-
stöðvar. Þær ganga fyrir olíu en eru
aðeins settar í gang veröi biianir í
hinu kerfinu.
„Að þessu leyti erum við sterkir
gagnvart sambandsrofi,” sagði Guö-
jón Petersen hjá Almannavörnum.
„Hins vegar er stöð eins og Lands-
virkjun háð ákveðnu streymi vara-
hluta til að halda kerfinu við. Hjá
olíufélögunum er starfandi svokölluð
birgðanefnd. Hennar hlutverk er að
sjá til þess aö alltaf séu i landinu
þriggja mánaða birgðir af oliu svo og
ákveðið magn af varahlutum, ef eitt-
hvaðbilar.”
Guöjón sagöi að þessar birgðir
væru miðaðar við óbreytta olíu-
notkun. „Ef viö sæjum fram á hættu-
ástand þannig aö samgöngur til og
frá landinu stöðvuðust yrði að sjálf-
sögðu tekin upp skömmtun á oliu og
myndu þá birgðirnar endast i mun
lengri tíma, kannski sex mánuði eða
lengur, svo ég nefni einhverja tölu,”
sagði Guðjón.
I viðtölum við menn kom fram að
ef þessi staða kæmi upp mætti spara
olíu á mörgum sviðum. Góður maöur
sagöist hafa reiknað þaö út að einn
skuttogari gæti annað því að fiska
ofan í þjóðina. Þannig mætti leggja
öllum flotanum og treina olíudrop-
ann ansi lengi.
„Þá má ekki gleyma því í sam-
bandi við varahluti,” sagði Guðjón
Petersen, „að í stríðinu, þegar allt
var af skornum skammti, kom i ljós
aö tslendingar sjálfir gátu smíðað
ýmsa varahluti og annað sem vant-
aði er fram að því hafði verið flutt
inn. Þaö gætum viö áreiöanlega gert
aftur ef í harðbakka slægi. ’ ’
„Annars vil ég nefna það,” sagði
Guðjón, „að mikið hefur verið rætt
um það innan Almannavarna, hvern-
ig bregðast ætti við sambandsrofi og
i framhaldi af því, hvemig best yrði
staðið að eflingu varnanna. Nú liggja
fyrir lög á Alþingi þessa efnis sem
vonandi verða afgreidd á þessu
þingi. Þar er nýr kafli sem nefnist
hagvarnir og ekki hefur áður verið
inni í lögunum um almannavarnir.
Þar er gert ráð fyrir ákveðnu skipu-
lagi á birgðasöfnun á olíu, varahlut-
um, matvæium og öðru slíku, til að
halda landinu gangandi ef hættu-
ástand skapast. Þar er gert ráð fyrir
að við getum gripið til skammtana á
þessum sviöum í tíma áður en gengiö
er á forðann. Þannig gætum við tór-
að miklu lengur ef slíkt ástand yrði
að veruleika,” sagði Guðjón Peter-
sen. -K Þ
íbúar við Álfatún 1 — 15 fengu óvænt 300 þúsund króna bakreikning. DV-mynd KAE
Bakreikningar hjá Byggingasamvinnufélagi Kópavogs:
„Erum enn meö lægsta
byggingarkostnadinn”
Bæjarstjórn Kópavogs lét nýlega
bera saman byggingakostnað hjá
Byggingasamvinnufélagi Kópavogs,
Byggung og Verkamannabústöðum.
Sýndu niðurstöður lægstan bygginga-
kostnað hjá Byggingasamvinnufélagi
Kópavogs. Ibúðirnar sem um ræðir
standa við Álfatún og afhenti félagið
þær siðla árs 1984. Nú hafa íbúöareig-
endum borist bakreikningar að upp-
hæð ailt að 300 þúsund krónum.
DV hafði samband við Kristján
Kristjánsson, formann Byggingasam-
vinnufélags Kópavogs, og spurði hann
hvort bakreikningarnir riðluðu ekki
samanburöinum.
Kristján fullyrti að svo væri ekki.
Gert hefði verið ráð fyrir viðbótar-
greiðslunum í upplýsingum til bæjar-
stjórnar Kópavogs. „Þetta eru alls
ekki bakreikningar. Við gerðum
ákveðna áætlun í upphafi. Það sem
gerðist var að stjórnin hélt ekki nógu
vel á málum og lét hjá líða að upp-
reikna mánaðargreiðslurnar.”
„Þetta þýðir einfaldlega að fólkið
heldur áfram aö greiða mánaðarlega
fram á mitt næsta ár, mismunandi
eftir stærð íbúða. Samkvæmt fyrra
greiðsluplani var aðeins gert ráð fyrir
að mánaðarlegar greiðslur stæðu fram
í ágúst á þessu ári,” sagði Kristján.EH.
Ævistarfið á höggstokkinn
„Það er verið að setja ævistarf
eins manns á höggstokkinn, eins hæf-
asta manns þjóðarinnar,” sagði Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra í ræðustól efri deildar í fyrra-
dag. Átti hann þar við Jóhannes Nor-
dal Seölabankastjóra.
Hörð orðaskipti áttu sér stað á
milli hans og Eyjólfs Konráös Jóns-
sonar sem flutti tillögu um hagnýt-
ingu Seðlabankans en hún er á allt
annan veg en ráð var fyrir gert.
Fjármálaráöherra sagöist hafa
barist fyrir því í sinni tíð sem banka-
ráðsmaður í Útvegsbankanum að
bindiskylda Seðlabankans yrði gefin
frjáls. Því væru hugmyndir Eyjólfs
Konráðs, sem hann hefði komiö með
í umræðunni, verið frá sér komnar.
Umræðan snerist almennt um
stjórnun peningamála en endaöi með
oröahnippingum flokksbræðranna
Alberts og Eyjólfs Konráðs.
-ÞG.
Baráttan um forstjórastólinn
hjá Aburðarverksmiðjunni:
Bréfbænda var
ekki /esið upp
Á formannafundi Búnaöarsambands
Suðurlands sem haldinn var í síöustu
viku var samþykkt tillaga um að skora
á stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins
að ráða Þorstein Þórðarson sem for-
stjóra verksmiðjunnar. Mælti for-
mannafundurinn sérstaklega með
ráðningu hans þar sem hann hafi á
liðnum árum reynst afburðavel í sam-
skiptum við bændur og formenn
búnaöarfélaganna.
Steinþóri Gestssyni, stjórnarfor-
manni Áburðarverksmiðjunnar, var
falið að leggja bréf um þessa sam-
þykkt fyrir fund hjá Áburðarverk-
smiðjunni í fyrradag, en þar átti að
taka ákvörðun um hver yrði ráöinn for-
stjóri. Af einhverjum ástæðum las
Steinþór bréfið ekki upp né lagði þaö
fyrir fundinn. Er mikiil kurr í for-
mönnum búnaðarsambandsins sem
stóðu að samþykktinni út af því og hafa
þeir krafið Steinþór um skýringar á
þessari málsmeðferð.
Mikil barátta er um forstjórastólinn
í Áburðarverksmiðjunni. Þeir Garðar
Ingvarsson og Hákon Björnsson eru
þar „krónprinsar” og hafa hvor sitt
pólitíska aflið bak við sig. Því þótti
óþægilegt fyrir stjórnina að fá nafn
Þorsteins upp með þessum hætti.
Stjórnarfundur er hjá Áburðarverk-
smiðjunni á morgun og má þá búast
við að þetta umtalaða bréf komi loks
fram.
-klp-.
Styrinn um sumarbústaðina á Þingvöllum:
Þingvallanefnd
íhugar má/ið
„Viö ræddum þetta mál en tókum
ekki endanlega afstöðu. Það er í undir-
búningi ályktun frá okkur vegna þessa
og verður hún afgreidd á næsta fundi
nefndarinnar,” sagði Þórarinn Sigur-
jónsson, formaður Þingvallanefndar, í
samtali við DV.
I vikunni hélt nefndin fund þar sem
rætt var hvort leyfa ætti byggingu
sumarbústaða í Mjóaneslandi í Þing-
vallahreppi. Eigendur landsins og
bændurnir með hreppsnefndina í
broddi fylkingar hafa sótt það mjög
stíft. Hingað til hafa hins vegar
náttúruverndarráð, skipulagsstjóri
ríkisins og Þingvallanefnd lagst
gegn því. Fyrmefndi hópurinn
sætti sig ekki við þá niðurstöðu og hafa
því fært þá tíu hektara, sem taka á
undir sumarbústaöina, fjær
Þjóðgarðinum en áður var gert ráð
fyrir. Á þeirri forsendu, hafa þeir beöið
Þingvalianefnd að taka á ný afstöðu til
málsins.
„Það er ekki búið að fastsetja næsta
fund Þingvallanefndar, en hann mun
þó veröa í næsta mánuði, sennilega
fljótlega eftir mánaöamót. Á þessu
stigi get ég ekki sagt til um á hvorn
veginn þetta mál verður afgreitt,”
sagði Þórarinn Sigurjónsson.
-KÞ.