Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
örvingluð með sprautu i hendi.
Litlar likur eru á að þetta verði
algeng sjón við Laugaveginn ef
marka skal orð yfirmanns fíkni-
efnalögreglunnar.
Er hass
áSúða-
vík?
„Mér þykir þaö gleðilegt hversu
margir lögreglmnenn utan af landi
eru famir aö koma til Reykjavíkur
og kynnast starfi okkar. Fram aö
þessu hefur landsbyggðin verið af-
skipt í fíkniefnavörnum,” sagði Ás-
geir Friöjónsson, dómari í ávana-
og fíkniefnamálum, í samtali við
DV.
„Það getur verið erfiðara að
upplýsa mál er upp koma í smá-
plássum úti á landi þar sem allir
þekkja alla. En vandamálið er til
staðar á f jölmörgum stöðum. Hvað
getur ekki gerst ef klíkuforingi í
smáplássi fer allt í einu að reykja
hass og bjóða félögum sínum tott
úr pipu undir kaupfélagsveggnum?
Þar gætu börnin komist á bragðið
þó svo langt sé til höfuðborgarinn-
ar.”
— Er þá hass á Súöavík?
„Það er ekki ástæða til að nefna
einn stað öörum fremur. Hættan er
alls staöar og því nauðsynlegt að
kynna lögreglumönnum utan af
landi hvað hér er á feröinni. Það
starf er þegar hafið og lofar góðu,”
sagði Asgeir Friðjónsson.
-EIR.
EITUR
ÁEYJU
ÁRÆSKUNNAR
1985
Heróín nær tæpast
fótfestu á íslandi
segir yfirmaður fíkniefnalögreglunnar
„Ég dreg stórlega í efa að heróín
gæti náö fótfestu hér á landi. Eigin-
lega væri það með ólikindum ef það
gerðist miðað við núverandi aðstæð-
ur,” sagði Arnar Jensson, yfirmaður
fíkniefnalögreglunnar.
Undir orö hans tekur Ásgeir Frið-
jónsson, dómari í ávana- og fíkni-
efnamálum: „Hvemig ættu heróín-
istar að geta falið sig í Reykjavík?
Eg dreg í efa aö þeir gætu lifað hér í
marga daga.”
Að sögn Arnars Jenssonar þurfa
viss skilyrði að vera til staðar ef
heróínistar eiga að þrífast. Heróín-
markaðurinn þarf að vera stöðugur.
Efnið þarf alltaf að vera til staðar,
„... og ég sé ekki hvernig það gæti
gerst hér í fámenninu,” sagði Amar
Jensson. „Menn hafa verið með spá-
dóma um að heróínbylgja skelli hér
yfir innan skamms. Hassið hafi verið
hér nógu lengi og aukning á smygli á
amfetamíni og sterkari efnum áber-
andi. Ef marka skyldi reynslu ann-
arra þjóöa væri ekki langt í þessa
bylgju og þau glæpa- og skemmdar-
verk sem henni væru samfara. Það
er einfaldlega staðreynd að sérstaða
Islands sem fámenns eyríkis er slik
aö útilokað er að heimfæra þróun
fíkniefnamála í nágrannalöndum
okkar upp á ástandið hér heima. En
við erum á varðbergi. Nóg er af eit-
urefnunum samt,” sagði yfirmaður
fíkniefnalögreglunnar.
Sérstaða íslands ífíkniefnamálum mikil:
Velta fíkniefnasalar
einu einbýlishúsi á dag?
„Ef nota ætti reikningskúnstir
erlendra fíkniefnasérfræöinga þá er
niðurstaöan sú að íslenskir fíkniefna-
salar velti í peningum andvirði eins
einbýlishúss á dag. Og þaö er af og
frá,” sagði Ásgeir Friðjónsson, dóm-
ari í ávana- og fíkniefnamálum.
„Hvaðan ættu allir þeir peningar að
koma.”
3 milljónir á dag
Á meginlandi Evrópu, þar sem
fíkniefni og eiturlyf flæða likt og bjór
úr krönum, er sú regla í hávegum
höfð að yfirvöld leggi aðeins hald á
um 5—7 prósent af því magni sem í
umferð er. Ef sömu forsendur eru
notaðar hér á landi ætti íslenski
fíkniefnamarkaöurinn að velta um 3
milljónum króna dag hvern — árið
um kring. Þó svo þetta hlutfall væri
hækkað upp í 10 prósent er ástandiö
nógu ískyggilegt.
Amfetamín fyrir 300
milljónir
Á siöasta ári lagði fíkniefnalög-
reglan hald á rúmlega 7 kíló af hassi.
Samkvæmt reikningskúnstum út-
lendinga hefðu þá átt að vera í um-
ferð hér á landi rúmlega 70 kíló árið
1984 að verðmæti um 40 milljónir
króna. Lagt var hald á 1,3 kíló af
amfetamíni. Þá hefðu 13 kíló átt að
vera á markaðnum sem venjulega er
drýgð sexfalt með blöndun. Andvirði
þessa magns í smásölu væri þá um
300 milljónir króna. Og svona mætti
lengi reikna.
íslensk sérstaða
„Fólk gerir sér almennt ekki
grein fyrir sérstöðu Islands þegar
fíkniefni eru annars vegar,” sagði
Ásgeir Friðjónsson fíkniefnadómari.
„Þó einhver þróun verði í þessum
málum erlendis þýöir það alls ekki
að það sama verði upp á teningnum
hér á landi. Skiptir þar mestu að við
búum á eyju og svo hefur fámenniö
sitt að segja. Þaö segir sitt um sér-
stöðuna að verö á fíkniefnum hér-
lendis er tífalt hærra en á meginland-
inu.”
Eitt gramm borgar flugfar
Þrátt fyrir allt vita þeir sem vilja
vita að alltaf er nægilegt framboð á
fíkniefnum hérlendis. Það þarf
aðeins að bera sig eftir þeim — og
borga. Þau koma að mestum hluta
frá Amsterdam og Kaupmannahöfn
og það er ábatasöm iðja að leggjast í
smygl. I Hollandi kostar eitt gramm
af hassi um 100 krónur. Selt í
Reykjavík er verðið aftur á móti
komið upp í 600 krónur. 1 Amsterdam
kostar eitt gramm af amfetamíni um
400 krónur. I Reykjavík 4000 krónur.
Skal þá tekið með i reikninginn aö
eftir er að blanda efnið sexfalt með
alls kyns aukaefnum. Sex sinnum
4000 krónur er 24.000 krónur. Gróðinn
af einu grammi af amfetamíni á leið-
inni Amsterdam-Reykjavík er því
23.000 krónur. Fargjald með Flug-
leiðum á Saga-class, þar sem veit-
ingar eru ókeypis, er þar með greitt.
Vandinn getur aftur á móti oröið
meiri á KeflavíkurflugveUi þegar
heim er snúið. Starfsmenn fíkniefna-
lögreglunnar vita sem er að leiðimar
til landsins eru aðeins tvær. Með
flugi eða skipi.
Maður þekkir mann
„Við leggjum aðaláhersluna á
KeflavíkurflugvöU, á því er engin
launung,” sagði Ásgeir Friöjónsson.
„einnig væri fræðilega mögulegt að
vakta allar hafnir landsins ef mann-
skapur væri fyrir hendi. Af þessu
sést að aðstæður hér á landi við að
upplýsa fíkniefnamál eru aUt aðrar
en erlendis. Það er staðreynd að hér
heima selur fikniefnasaU helst ekki
Þannig var
síðasta dópár
Starf fíkniefnalögreglunnar var bera með sér. Innan sviga tölur frá
árangursríkt á síðasta ári eins og 1983:
eftirfarandi tölur um upptæk efni
Rúmlega 7 kg af hassi (21)/ 600 kr. grammið.
0,065 kg af maríjúana (3,3)/ 350 kr. grammið.
0,43kgafhassolíu (0,29)/2000kr. grammið.
112 stk. kannabisplöntur (0)/ verð óþekkt.
1,3 kg af amfetamíni (0,6)/4000 kr. grammið x 6.
Á undanfömum sex árum hefur lagt hald á heróín hér á landi. Það^
fíkniefnalögreglan aðeins einu sinni var árið 1983; samtals 3 miUigrömm.
öðrum án þess að þekkja nafn hans. ur að rekja slóðina. Þetta er nær því
Þannig verður auðveldara fyrir okk- óþekkt í útlöndum.”
í Reykjavik kostar hassið 600 krónur.
í Amsterdam kostar hassið 100 krónur.