Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. 5 Loðnuveiðar hafa lagst af um sinn vegna sjómannaverkfallsins. Rauðsey frá Akranesi var sennilega siðasti loðnubáturinn sem kom til hafnar. Myndin var tekin er báturinn lagðist að bryggju með fullfermi í Reykjavik. Hluti loðnubátanna landar erlendis. DV-mynd: S. Verst atvinnu- ástand á Norð- uriandi eystra — atvinnuleysi á öllu landinu í janúar jaf ngildir því að 2600 manns hafi verið án atvinnu allan mánuðinn Atvinnuástand í landinu í janúar- mánuöi var einna verst á Norðurlandi eystra. Fjöldi atvinnuleysisdaga þar í janúar jafngildir aö um 4,7% af mannafla á vinnumarkaði í kjördæm- inu hafi verið án atvinnu. I heild voru skráöir 57 þúsund at- vinnuleysisdagar á öllu landinu í janú- ar. Það jafngildir því að um 2600 manns hafi verið án atvinnu allan mánuðinn samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar inn mannafla á vinnu- markaði. Þetta er talsvert meira at- vinnuleysi en skráð var í desember- mánuði síðastliðnum en þá voru skráöir 40 þúsund atvinnuleysisdagar. Þetta er hins vegar minna en var í janúarmánuði 1984 þegar skráðir voru rúmlega 84 þúsund atvinnuleysisdag- ar. Atvinnuleysið í janúarmánuði skipt- ist hins vegar mjög misjafnt milli kjör- dæma. Atvinnuástandið hefur verið skást á Vestfjörðum ef miðað er við fjölda atvinnuleysisdaga sem hlutfall af mannafla á vinnumarkaði í því kjör- dæmi. Þaö er í samræmi við atvinnu- ástandið þar allt síðastliðið ár eins og meðfylgjandi tafla ber með sér. 1 janúarmánuði jafngilti atvinnuleysi þar að 0,9% af mannafla hefði verið án atvinnu í mánuðinum. I Reykjavík var þetta hlutfall 1,1% en annars staðar á landinu var það talsvert hærra. Sem fyrr segir var atvinnuleysi í janúar sem hlutfall af mannafla mest á Norðurlandi eystra. Þar var hlutfall- ið 4,7%. Á Vesturlandi var hlutfallið 3,5% og sama hlutfall var á Norður- landi vestra. Á Suðurlandi var hlutfall- ið 3,2%, í Reykjaneskjördæmi 2,8% og á Austfjörðum 2,6%. Atvinnuástand er að jafnaði verst í janúarmánuði á öllu iandinu, að Reykjavík ef til vill undanskilinni. Þessar hlutfallstölur eru því hærri þann mánuð en að meðaltali yfir árið. Hins vegar virðist það gilda allt árið að atvinnuástand sé að jafnaði verst á Norðurlandi og Vesturlandi en skást í Reykjavík og á Vestfjöröum. Þetta má sjá á meðfylgjandi töflu sem fengin er hjá Framkvæmdastofnun ríkisins. -ÓEF. Atvinnuleysi 1984 sem hlutfall af ársverkum 1983 Kjördœmi Hlutfall Reykjavík 0,8% Reykjanes 1,3% Vesturland 1,6% Vestfirðir 0,6% Norðurland vestra 2,1% Norðurland eystra 2,8% Austurland 1,9% Suðurland 1,5% Landiðallt 1,3% 1230 húsnæðis- lán greidd út Húsnæðisstofnun ríkisins mun á næstu vikum greiða lán til þeirra hús- byggjenda sem beðið hafa hvað lengst eftir sinum lánum. Verða greidd út alls 1230 lán. Sto&iuninni er gert mögulegt að greiða þessi lán út nú þar sem ríkis- sjóður hefur ákveðið að greiða til stofnunarinnar nú þegar 150 milljónir króna af heildarframlagi sínu á þessu ári. Fyrst kemur til greiðslu seinni hluti láns til þeirra sem fengu fyrri hluta láns eftir 10. júlí 1984. Það kemur til greiðslu eftir 25. febrúar. Eftir 26. febrúar koma til greiðslu fyrri hlutar lána til þeirra sem gerðu fokhelt í október 1984 og eru að eignast sína fyrstu íbúð. Þar er um að ræða 80 lán, samtals að upphæð 27,5 milljónir króna eða um 343 þúsund að meðaltali. Svonefnd G-lán, til kaupa á eldri íbúðum, koma til greiðslu eftir 5. mars til þeirra sem sóttu um lán fyrir 1. júlí 1984. Þar er um að ræða 530 lán, sam- tals aö upphæð 90 milijónir króna eða um 170 þúsund að meðaltali. Eftir 5. mars kemur einnig til greiðslu 3. hluti lána til þeirra sem fengu 1. hluta greiddan eftir 5. desem- ber 1983. Eftir 10. mars kemur til greiðslu 1. hluti lána til þeirra sem gerðu fokhelt í ágúst og september 1984 og eiga íbúð fyrir. Þar er um að ræða 233 lán að upphæð 52 milljónir króna eöa 223 þúsund að meðaltali. Eftir 10. mars koma einnig til greiðslu lán til þeirra sem byggja einingahús og gerðu þau fokheld í nóvember eða desember á síöasta ári. Það eru 76 lán er nema 250 þúsund krónum að meðaltali. Lán til viðbygginga og endurbóta koma til greiðslu eftir 15. mars til þeirra sem lögðu inn fullgildar um- sóknir fyrir síðustu áramót enda hafi framkvæmdum einnig verið lokið fyrir áramótin. Það eru 80 lán að upphæð 225 þúsund að meðaltali. -ÓEF. Olíuhækkunin: 160 milljón kr. útgjaldaauki — segir Kristján Ragnarsson „Þetta þýðir 160 miiljón króna út- gjaldaaukningu fyrir útgerðina. Það er hverjum manni ljóst að olían er okkar stærsti kostnaðarliður. Um leið og hún hækkar versnar út- koman,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður LlU, í samtali við DV, aðspuröur um hver áhrif olíu- hækkunin hefði á útgerðina. Á fundi verðlagsráðs nýverið var tekin fyrir beiðni olíufélaganna um hækkun á gas- og svartolíu. Var ákveðið að gasolía yrði hækkuð úr 10,70 lítrinn í 11,10 eða um 3,7% og tonnið af svartoliu úr 10.400 krónum í 11.800 eða um 13,5%. Er með þessari hækkun reiknað með að innkaupa- reikningar olíufélaganna jafnist á 6 mánuðum í stað 3ja eins og félögin fóru fram á. Bensínverð er hins vegar óbreytt. „Það sem er athyglisverðast við hækkun þessa er að svartolían, er öllu átti að bjarga, er nú orðin jafn- dýr gasolíunni. Sennilega snúa því skipin sér aftur að henni,” sagði Kristján. — Hvað um þá hugmynd að þið stofnið ykkar eigin olíuverslun? Fær sú hugmynd nú byr undir báða vængi? „Þótt við höfum gagnrýnt olíu- verslunina hefur aldrei verið um það rætt að við stofnuðum okkar eigin fé- lag enda finnst okkur nóg fyrir af slíku,” sagði Kristján Ragnarsson. „Spillir fyrir friðsamlegri lausn” — LÍÚ mótmælir áskorun sjómannatil skipstjóra um að sigla í land Samninganefnd LIÚ hefur mótmælt harðlega áskorun Sjómannasam- bandsins og Farmannasambandsins er þau beindu þeirri ósk til skipstjóra og áhafna fiskiskipa að þær sigldu til hafnar. Eins og kunnugt er beindu samninganefndir SSI og FFSI þessari ósk til skipstjóranna og áhafnanna síðastliöinn þriðjudag. Tóku fjölmarg- ir skipstjórar þessari áskorun og sigldu til hafnar. „Með þessu hafa heildarsamtök sjó- manna átt frumkvæðið að því, að brotið er sameiginlegt ákvæði í kjara- samningum aðila um veiðar í verk- fölluin, sem heimilar skipum að ljúka veiðiferð þeirri, er þau voru komin í, þegar verkfall hófst,” segir orðrétt í mótmælaskjali Kristjáns Ragnars- sonar fyrir hönd LlÚ. Þá segir og, að öllum ásökunum í garö útgerðarmanna, að þeir hafi beitt sér fyrir verkfallsbrotum og hafi verið með undirróður og þrýsting við sjó- menn, sé mótmælt sem staðhæfu- lausum. „LlÚ áskilur sér allan rétt fyrir sig og félagsmenn sína vegna þessara ólögmætu aðgerða, sem valdið hafa út- gerðarmönnum gífurlegu fjártjóni og spillt verulega fyrir friðsamlegri lausn á yfirstandandi kjaradeilu,” segir í niðurlagi bréfs þessa. -KÞ. slýja Pastell-línan frá Kalmar, ný eldhús fyrir nútímafólk. Alveg nýtt útlit í 5 pastellitum og hvítu. Kalmar eldhúsin eru fáanleg í hæð 210, 240 og þar yfir, með öllum þeim þægindum sem nútimaeldhús hjóða. Nú býðst 15% kynningarafsfi Pastell innréttingunum. Ennfremur hjóðum við 15% afslátt af innréttingum í furu og hvítu. Tryggðu þér Kalmar eldhús og bað í tíma. Sökiumboð: VorskmÉi Carol Vestmamaeyjum Bynor byggmgaiþjAnusta Akurayn, sfmi 26449. Kaimar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011 Opið kl. 10-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.