Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Side 16
16
Spurningin
Á hvaða hljómsveit hlustar
þú mest?
Stafania Dögg Hauksdóttir nemi:
Eg held mest upp á Duran Duran og
Wham! Þeir syngja mjög vel og eru
mjög sætir.
Jóhann Ólafsson, starfsm. Hag-
kaups:Eg hlusta mest á David Bowie.
Mér finnst Duran Duran og Wham! lé-
legir.
Sigurbjörg Sigurðardóttir Kúsmóð-
ir:Ég hlusta á alla létta tónlist. Duran
Duran, Wham!, Pat Benatar og Cyndi
Lauper.
Guðrún Hreinsdóttir nemi: Mér
finnst Wham! best. Æöislega sætir
strákar, og svo auðvitað góð tónlist.
Ingunn Einarsdóttir nemi: Duran
Duran er mjög góð, svo skaðar ekki út-
litiö.
Margrét Grímsdóttir, starfsm. Hag-
kaups: Eg hlusta mest á gömul lög.
Eg er mjög lítið fyrir þessi nýju, það er
engin sérstök hljómsveit sem ég hlusta
mestá.
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Lélegar landbúnaðarafurðir
Kona hringdi:
Ef fólk mundi nú borða hollan og
góöan mat þá þyrfti það ekki á öllum
þessum vítamintöflum aö halda.
Gallinn er bara sá að nú orðið er lítið
af slíkum mat á boðstólum nema ef
vera skyldi sjófang. Gæði landbún-
aðarfurða eru lítil. Svo viröist sem
kjúklingar séu óætir nema þeim sé
gefiö svo og svo mikið af lyf jum, ann-
ars verða þeir sjálfdauðir úr druilu.
Kýr lifa yfirleitt ekki nema 2—3 ár,
þá er búið að sprengja þær með
fóðurbætisgjöf. Síðan eru þær seldar
sem nautakjöt. Ef manni verður á að
geyma mjólkurafuröir 2—3 daga í
kæliskáp þá verða þær fúlar, ekki
súrar því að það er búið að drepa alla
súrgerla sem voru hvað mikilvæg-
astir fyrir geymslu matvæla hér áð-
ur fyrr. Þar með er ekki öll sagan
sögð. Nú fær lambakjötið ekki einu
sinni að vera í friði: þegar lömbin
koma af fjalli þarf helst aö stríðala
þau á grasi sem ræktað er með notk-
un tilbúins áburðar. Þessi gjöf er or-
sök fitu sem neytandi sker í burt þeg-
ar hann hefur borgað skv. þyngd. Að
mínu mati ætti Náttúruvemdarráð
að sjá til þess að bændur bæru mykju
á tún en ekki eingöngu gerviáburð.
Þá þyrftu þeir ekki að plægja annaö
hvert ár og láta almenning borga
ræktunarstyrkinn.
Viðgengst klaufaskapur í landbúnaðinum? „Kona" er þeirrar skoðunar.
Ómar
sprelli
Gunnar og Valgeir skrifa:
Kæra sjónvarp.
Getið þiö ekki sýnt meira af gömlum
myndum úr safni sjónvarpsins, s.s.
Ugluþætti Jónasar R? Omari Ragnars-
syni væri líka alveg óhætt að láta sjá
sig á skjánum og sprella fyrir mann-
skapinn. 1 raun ætti sjónvarpiö að sjá
sóma sinn í því að hafa viðtalsþátt viö
Omar þar sem hann segði frá við-
buröaríkum ferli sínum. Það gæti orðið
frábær þáttur og vel þeginn af sjón-
varpsáhorfendum.
Svo éru það nú íþróttirnar. Okkur
finnst ótækt að einskoröa íþróttaþætt-
ina svona mikið við fótbolta og hand-
bolta. Það verður að auka fjöl-
breytnina, t.d. með því aö sýna ipeira
frá lyftingum og kraftaíþróttum
yfirleitt.
Að lokum: Af hverju eru engar út-
sendingar á fimmtudögum hjá sjón-
varpinu? Við getum ekki skilið aö það
sé svo dýrt að sýna eins og tvær
gamanmyndir á fimmtudagskvöldum.
Er þaö kannski fjárhag sjónvarpsins
ummegn?
Ellert Sigurbjörnsson hjá sjónvarp-
inu:
Fyrsta árið sem sýnt var úr safni
sjónvarpsins var einungis um efni frá
frétta- og fræðsludeild að ræða. Nú er
hins vegar farið aö sýna efni frá lista-
og skemmtideild og þegar hefur veriö
sýndur einn Ugluþáttur. Enn er ekki
ákveðið hvað verður sýnt í framtíöinni
en vonandi eiga fleiri Ugluþættir eftir
að birtast.
Undanfarið hefur Omar haft í nógu
að snúast fyrir sjónvarpið, bæði sem
fljúgandi fréttamaður og umsjónar-
maður Stiklu-þáttanna. Þetta er engu
að síður ágætishugmynd sem viö höf-
um hér með tekið á móti.
Eg get nú ekki tekið undir það að þaö
séu einungis boltaíþróttir í íþróttaþátt-
unum. Undanfarið hefur t.d. verið tals-
vert sýnt af vetraríþróttum og fyrir
stuttu frá stóru frjálsíþróttamóti. Svo
veit ég líka aö þaö er ekki hlaupið aö
því aö fá myndir frá ýmsum atburð-
um. Bjarni Felixson hefur haft orð á
68-66-11
kl. 13 til 15
Fréttamaðurinn fljúgandi á fullri ferð.
því aö það sé mjög takmarkaö fram-
boð á efni.
Varðandi útsendingar á fimmtudög-
um þá hefur það mál verið rætt í út-
varpsráði en það er ekki hlaupið að
breytingum sem þessum. Þær hafa í
för með sér aukningu starfsfólks og
breytingu á vaktafyrirkomulagi.
Fimmtudagar hafa líka nýst sem
drjúgur vinnudagar til dagskrárgerð-
ar á íslensku efni: það hefur verið hægt
að vinna ótruflað fram á nótt. En það
eru ýmsir innan sjónvarpsins sem
vilja koma þessu á hvenær sem af því
getur orðið.
ErKristjáni
ekki
sjálfrátt?
Pétur skrifar:
Eg varö furðu lostinn er ég hlustaöi á
viötal viö Kristján Thorlacius í útvarp-1
inu nú nýlega. Er Kristján oröinn það
gamalær að hann sé búinn að gleyma
kröfum sínum og BSRB um 30% kaup-
hækkun fyrir þá lægstlaunuðu og þá
hæstlaunuðu auk vísitölubindingar
launa sem samkvæmt reynslu hefur
einungis fært okkur óðaverðbólgu og
stóraukinn mun milli lægstu og hæstu
launa? Kristján sniðgengur og felur
þær staðreyndir að dómar kjaradóms í
málum alþingismanna og nú BHM eru
byggðir á þeim forsendum sem hann
skóp með verkfalli BSRB og samning-
um þeim sem uröu til við lausn
verkfallsins.
Þaö er varla nógu sterkt að orði
kveöið að nefna þetta hræsni.
Reykskynjara í öll hús
%
Húsmóðir hringdi:
Alltaf verða slysin og gera ekki boö á
undan sér. Hins vegar held ég að við
verðum að gera það sem í okkar valdi
stendur til þess að koma í veg fyrir
þau.
Oft heyrum við um eldsvoða og jafn-
vel manntjón. Ég vil nú bara segja það
að mér finnst skjóta skökku við aö þeg-
ar við byggjum okkur hús er þess kraf-
ist að rafvirki sjái um að raflagnir
hússins séu í lagi en hvergi er minnst á
aö reykskynjari skuli vera í húsinu.
Má það furðulegt teljast því þetta litla
tæki getur skipt sköpum um það hvort
eldur nái að breiðast út og kostar auk
þess nokkrar krónur miöað við bygg-
ingarkostnað hússins.
Furðuleg vinnubrögð hjá Ingvari
Eyþór Ólafsson skrifar:
Um síðustu helgi auglýsti bifreiða-
umboð Ingvars Helgasonar ferðir sölu-
manns um Suöurland af mikilli hörku.
Síðast í hádeginu sunnudaginn 10. febr.
auglýsti það veru nefnds sölumanns
við Víkurskála frá kl. 14—17. Eg og
margir aðrir komum aftur og aftur og
biðum á auglýstum tíma en ekkert
bólaöi á sölumanni. Ckkur, viöskipta -
vinum Ingvars hérna í Mýrdalnum,
finnst þetta frekleg móðgun, bæði viö
okkur og aðra Mýrdælinga. Það var
alveg lágmarkskurteisi að hringja í
Víkurskála og afboða komu sölu-
mannsins ef óviðráðanlegar aöstæður|
hindruöu för hans. Við vonum fastlega
aö svona vinnubrögð eigi ekki eftir að
endurtaka sig, þau eru ekki til þess
fallin að auka traust á fyrirtækinu.
Framkvæmdastjóri
Ingvars Helgasonar hf.:
Þaö fór maður frá okkur að Víkur-
skálanum til þess að sýna bíl um síð-
ustu helgi en vegna versnandi veöurs
sótti hann um leyfi til sölustjóra fyrir-
tækisins til að stytta auglýstan sýning-
artíma. Virtist honum sem fólk ætlaöi
ekki að mæta vegna veðursins. Fékk
hann leyfið hjá sölustjóranum og til-
kynnti einum starfsmanni Víkurskála
að hann væri að fara. Þau skilaboð
virðast því miður ekki hafa komist til
skila.
Fyrirtækið vill biöjast afsökunar á
þessu atviki en við höfum í hyggju að
koma aftur í Víkurskála fljótlega
þannig aö þeir sem sáu ekki þennan bíl
umrædda helgi fái tækifæri til að skoöa
og reynsluaka honum og eins kynnast
öðrum bílum sem við erum meö.