Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Qupperneq 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-56. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i OV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri- viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985.
íslendingar vandamál fær-
eyskra félagsmálastofnana
Fré Eðvarð T. Jónssyni, fréttarit-
ara DV i Færeyjum:
Islendingar í Færeyjum hafa oftar
en aörar þjóðir misnotaö greiðvikni
færeyskra yfirvalda og ágangur
þeirra á færeysku félagsmálastofn-
unina er alvaríegt vandamál að sögn
félagsráðgjafa í Þórshöfn. Nú í vetur
hefur ungum Islendingi tekist að
hafa yfir 50 þúsund krónur íslenskar
út úr færeysku félagsmálastofnun-
inni á þriggja mánaða tímabili með
því að gefa rangar upplýsingar um
aðstæðursínar.
Islendingafélagið í Færeyjum hef-
ur af þessum orsökum hafið sam-
starf við færeysk félagsmálayfirvöld
og rannsóknarlögregluna meö það
fyrir augum að verja æru Islands og
Islendinga sem búsettir eru í Fær-
eyjum. I samtali við fréttamann DV
sagði Guðmundur Steinsson, formað-
ur Islendingafélagsins, að mjög mik-
il brögð væru orðin aö þvi að íslensk
ungmenni, sem kæmu til Færeyja,
byrjuðu á því að fara til félagsráð-
gjafa og biðja um uppihaldsstyrk.
Væri þetta ennþá meira áberandi
með Islendinga en meö Grænlend-
inga og Dani. Sérstaklega er þetta al-
gengt á sumrin þegar Islendingar
verða uppiskroppa meö skotsilfur og
vilja komast heim. Guðmundur
sagði að sú tíð væri liðin að Islending-
ar væru aufúsugestir í Færeyjum og
væri áberandi tortryggni gagnvart
þeim á hótelum, bílaleigum, bílasöl-
um og í verslunum sem selja raf-
magnstæki með afborgunum. Brögð
hafa verið að þvi að íslensk ung-
menni, sem dvaiiö hafa í Færeyjum,
kaupi hljómtæki, sjónvörp og fleira
með afborgunum og stingi síðan af
með allt saman.
Guömundur sagði að Islendingafé-
lagið vildi ekki una því lengur að
slæpingjar og misyndismenn frá Is-
landi spilltu fyrir venjulegum ís-
lenskum borgurum sem ynnu fyrir
sér á heiðarlegan hátt í Færeyjum og
vænti félagið sér góðs af samstarfinu
við félagsmálayfirvöld og lögreglu.
-KÞ
Nýfallið snjóföl setur svip sinn á höfuðborgina þessa dagana og gefur
henni friðsælan svip. Daglegt argaþras, svo sem sjómannaverkföll og
vinnustöðvanir kennara, gleymast um stund. Og áreiðanlega er hrafn-
inn, sem sveimar yfir byggð, að hugleiða eitthvað allt annað en það
hvort flytja eigi Reykjavikurflugvöll eða ekki.
DV-mynd KAE
„RÆTT UM GREIÐSL-
UR FYRIR STUÐN-
INGSKENNSLU”
— segir Gísli Baldvinsson, kennari íHólabrekkuskóla
Bílstjórarnir
aðstoða
sznDiBíuisTöÐin
„Það er alls ekki rétt að foreldramir
ætli að greiöa mér eitthvert álag eða
bónus á laun mín. Hins vegar hafði
komið upp sú hugmynd meðal þeirra
að greiða mér fyrir stuðningskennslu.
En það hefur ekki verið gert neitt sam-
komulag þar um.”
Þetta sagði Gísli Baldvinsson, kenn-
ari í Hólabrekkuskóla, vegna fréttar
um að foreldrar barna sem hann kenn-
ir muni greiöa honum aukalega gegn
þvi að hann drægi uppsögn sína til
baka.
Gisli sagði upp starfi sínu í Hóla-
brekkuskóla um miðjan nóvember sl.
Hætti hann störfum 15. febrúar sl.
Þann 18. sama mánaöar hóf Gísli svo
aftur störf við skólann.
„Eg tók þessa ákvörðun í framhaldi
af áskorun frá foreldrum um að ég
drægi umsókn mína til baka,” sagöi
hann. „Eg hafði þá ekki ráðið mig í
annað starf og var því á lausu. Að visu
á ég von í annað starf en það verður
ekkifyrrenívor.”
Sagði Gísli ennfremur að hann vissi
til þess að foreldrar hefðu rætt þá hug-
mynd sín á meðal að greiða honum sér-
staklega fyrir stuðningskennslu. I við-
komandi bekk væru valin bestu börnin
úr árganginum. Talið væri að þau
þyrftu ekki slika aukakennslu.
Oánægja væri ríkjandi með þetta fyrir-
komulag þvi foreldrar vildu að börnin
væru sem best búin undir 9. bekk sem
væri erfiðasti bekkurinn. Þvi hefði
ofangreind hugmynd komið upp.
„En ég hef ekkert heyrt frekar frá
foreldunum varðandi þetta,” sagði
Gisli. „Eg geri ekki ráð fyrir að það
verði neitt meira úr þessu úr því að
máliötókþessastefnu.” -JSS
Fíkniefnauppljóstrara
kastað út af stöðinnl:
Löggan vildi
ekki hassið
Tveír strákar um tvítugt reyndu í
vikunni að koma upp um fíkniefna-
sala í Reykjavik en var hent út af
lögreglustöðinni með valdi. Strák-
arnir höfðu stuttu áður verið stöðv-
aðir af fjórum mönnum ofarlega á
Hverfisgötu. Buðu mennirnir þeim
hass til sölu.
„Þeir spurðu eitthvað á þá leið
hvort við viidum fá okkur í pípu,
þeir ættu nóg af hassi,” sagði annar
strákurinn í samtali viö DV. „Siðan
sýndu þeir okkur plastpoka fullan af
hassi. Við afþökkuöum boðið en héld-
um í humátt á eftir mönnunum. Við
sáum á eftir þeim inn í hús á hominu
við hliðina á lögreglustöðinni og fór-
um inn á stöð til að láta lögregluna
vita. Annar okkar varð eftir úti á
tröppum og fylgdist með húsinu. Sá
hann brátt hvar ljós kviknaði í einni
íbúðinni.”
„Víð báðum lögguna endilega aö
athuga þetta en hún brást hin versta
við. Ságðist ekki taka mark á okkur
þar sem viö værum undir áhrifum
áfengis. Þetta endaði meö þvi að öðr-
um okkar var hent út með valdi.
Þetta er í síðasta sinn sem ég legg
mig fram um að aöstoða lögregluna,
svo mikið er víst,” sagöi strákurinn.
„Þetta er geymt en ekki gleymt þó
að strákamir hafi ekki oröið vitni að
framhaldinu,” sagði Bjarki Elíasson
yfirlögregluþjónn í samtali við DV.
„Eg hef ekki heyrt um að þeim hafi
verið hent út en auðvitað tökum við
minna mark á þeim sem koma til
okkarölvaöir.”
-EH.
LEIKIÐÁ
HIGHBURY
Knattspyrnuunnendur þurfa ekk-
ert að óttast að leik Arsenal og
Manchester United, sem á að sýna
beint í íslenska sjónvarpinu á morg-
un kl. 15, verði frestað. — Eg hafði
samband við ITV i Englandi í gær og
sögðu þeir mér að veður væri mjög
gott í London og það yrði leikiö á
Highbury, sagði Bjarni Felixson,
iþróttafréttamaöur sjónvarpsins.
-sos
A
Æ
. é
I I
á
w
■íí: