Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Qupperneq 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. Bent Larsen íhugar stöfluna hjá einum mótherja sinum. DV-mynd KAE Bent Larsen í fjöltefli: SIGRAÐIMEÐ YFIRBURÐUM Bent Larsen sigraði með yfirburð- um í fjöltefli við bankamenn sem Búnaöarbankinn efndi til á mánu- dagskvöld. Larsen tefldi við 23 skákmenn. Vann hann 15 þeirra, tapaði fyrir 4 og gerði jafntefli við aðra 4. Um tíu mjög sterkir skákmenn, íslenskir, tóku þátt í fjölteflinu. Má þar nefna Hilmar Karlsson, fyrrverandi Is- landsmeistara, sem aðeins náði jafn- tefli við Larsen, og Gunnar Gunnars- son, fyrrverandi forseta Skáksam- bandsins og skákskýranda sjón- varpsins, en hann tapaöi sinni skák. Þeir sem unnu Larsen voru tveir landsbankamenn, Gunnar Antons- son og Jóhann örn Sigurjónsson, og tveir búnaðarbankamenn, Tómas Björnsson og Leifur Jósteinsson. Þótti fjölteflið takast í alla staöi mjög vel. -KÞ Nýtt umboðs- og söluf yrirtæki í Grimsby að hluta í eigu íslendinga: „Seljum íslenskar sjávarútvegsvörur” — segir Þórleif ur Ólaf sson, einn eigendanna „Ég verð eini íslenski starfsmaður- inn til að byrja með en aðsetur fyrir- tækisins verður í Grimsby í Bret- landi,” sagði Þórleifur Ölafsson, rit- stjóri Sjávarfrétta. Hann er á förum til Grimsby til að hefja rekstur umboðs- og sölufyrirtækis sem hlotið hefur nafniö Stafnes Ltd og er í eigu Islend- inga og Breta. Níu íslenskir einkaaðilar og breskt útgerðarfyrirtæki, Ton Sleith Ltd, eru eigendur Stafness. Eru íslensku eigendurnir þrír forráöamenn rækju- verksmiðja við Isafjarðardjúp, að við- bættum sex einstaklingum á suðvest- urhorninu. Þórleifur er einn þeirra. Hinir vilja ekki láta nafns síns getið aö svo stöddu. „Viö ætlum að selja íslenskar sjáv- arútvegsvörur í Bretlandi og öðrum Evrópuríkjum innan Efnahagsbanda- lagsins,” sagði Þórleifur. „Það verður einkum ferskur fiskur beint úr skipum, gámafiskur, rækja og íslenskar iönað- arvörur fyrir sjávarútveg. Fyrst um sinn verð ég með aðsetur í fyrirtæki Tom Sleith en það fyrirtæki hefur 65 skip og báta innan sinna vébanda og sér um afgreiðslu á jafnmörgum til viðbótar.” — Hvernig leggst þetta svo í þig? „Alveg skínandi vel. Ég og fjöl- skylda mín erum ekki alveg ókunnug í Grimsby en þar starfaði ég ekki alls fyrir löngu um þriggja ára skeið við svipuð störf,” sagði Þórleifur Olafs- son. -KÞ 30% verðhækkunin á eggjum: Egg eru ekki dýr matvara — segir f ramkvæmdast jóri íseggs „Þetta er ekkert of mikil verðhækk- Aðspurður um hvort eggjadreifing- un því við verðum að eiga fyrir salti í arstöðin heföi ekki átt aö lækka eggja- grautinn, sem viö höfum ekki gert und- verð sagði Stefán að verð á eggjum anfarið. Við höfum verið aö safna hefði ekki hækkaö með tilkomu stöðv- stórfelldum skuldum vegna fóður- arinnar. „Um 6—10% af eggjaverðinu kaupa,” sagöi Stefán Guðbjartsson, fer í dreifingarkostnað sem leggst al- eggjaframleiðandi í Sætúni á Kjalar- farið á framleiöendur eggjanna,” nesi, í samtali við DV. Hann er einn af sagöi Stefán. þeim eggjaframleiðendum sem sendir Heildsöluverð á eggjum frá Iseggi er egg sín í Isegg, flokkunar- og pökkun- kr. 143 nú eftir hækkunina en kaup- arstööeggjabænda. menn fá magnafslátt af því verði og „Ef aðrir framleiðendur fylgja okk- greiöa kr. 128 fyrir kg. Með 30% álagn- ur ekki núna meö verðhækkunina verð- ingu, sem Stefán sagði aö væri algeng, um við auðvitað aö beygja okkur og getur útsöluverð eggja eftir þessa halda áfram að tapa,” sagði Stefán hækkun farið í 166 kr. ennfremur. A. Bj. 6-10% AF EGGJAVERÐI í DREIFINGARKOSTNAÐ „Það verður að líta aðeins aftur í tímann, eöa til ársins 1983, þegar þessi verðhækkun er skoöuð. Þá hækkuðu egg í nóvember. Egg hækkuðu síöan ekki aftur fyrr en í nóv. sl. og þá um 15%. Skömmu síðar varð gengislækkun, launahækkun og hækkun á fóðri. Þetta er því ekki mikil hækkun í þessu ljósi,” sagði Eyþór Elíasson, framkvæmda- stjóri Iseggs, pökkunar- og dreifingar- miðstöðvar eggjaframleiðenda, er DV spurði hann út í 30% verðhækkun á eggjum sem nú hefur orðið. Eyþór sagði að ef litið væri á eggja- verð í samanburði við verö á öðrum matvælum væri það alls ekki hátt. Hann sagöi að verð á eggjum og kjöti færi oft saman og í Evrópu væri al- gengt að kjúklingar væru ódýrari en egg. Þess má geta að heildsöluverð á kjúklingum hér er 227 kr. en heildsölu- verö á 1. flokks dilkakjöti í heilu er kr. 151 (síðanl. des.). „Það hefur ríkt markaðsverð á eggj- um hér á landi. Þau eru ein af fáum matvörum sem hafa verið á markaðs- veröi og við fylgjum því að sjálf- sögðu,” sagði Eyþór er hann var spurður hvað Isegg hygðist gera ef aðrir framleiðendur hækkuðu ekki sína framleiðslu. A. Bj. STJÖRNUEGG ENN A „GAMLA” VERDINU „Verðið hefur ekki hækkaö hjá mér ennþá en ég er hræddur um að það sé fyrirsjáanleg einhver verðhækkun. Ég veit þó ekki hve mikil eða hvenær. Verðhækkun er óhjákvæmileg því að m.a. vegna gengisbreytinga hefur fóð- urverö hækkað,” sagði Geir Gunnar Geirsson, eggjaframleiðandi að Vallá á Kjalarnesi, í samtali við DV. Geir Gunnar rekur eitt stærsta eggjabú á landinu, er með milli 40 og 50 þúsund varphænur. Egg frá Vallá eru seld undir vörumerkinu Stjörnuegg og hafa verið á kr. 113 í stórmörkuðunum. „Það er sáralítil álagning á eggj- um,” sagði Geir Gunnar. Hann hefur eigin pökkunarstöð á Vallá auk þess sem hann hefur eigið dreifingarkerfi. A.Bj. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Gerast lærifeður lögbrjótar? Þaö styttist i aö hundruð kennara leggi niður störf þar sem þeir hafa ákveöiö að uppsagnir þeirra taki gildi 1. mars. Menntamálaráðherra hefur framlengt uppsagnarfrest kennara um þrjá mánuöi eins og hún hefur heimild til samkvæmt lögum. Læri- feðurnir hafa látið þau boö út ganga aö ef manni finnist lög óréttlát þá eigi hann ekki aö hlýöa þeim. í dreifibréfi kennara til nemenda er þetta oröað svo: „Það er kennaranna að ákveða hvort þeir hllta þvi aö vera skikkaðir til vinnu allir sem einn. Svo gæti far- ið, ef samstaða næst, aö kennarar telji rangt aö slik lög séu notuö i staö samninga i kjarabaráttu og gangi þvi úr kennslu 1. mars.” Nemendur ættu aö taka þessari röksemdafærslu kennara fegins hendi. Svo gæti farið, ef samstaöa næöist, aö nemendur teldu rangt aö haida uppi kennsiu fyrir hádegi á mánudögum og hættu aö mæta f tíma fyrr en uppúr klukkan eitt. Rök fyrir nauðsyn þess aö brjóta gegn lögum eru engin í þessu kenn- aramáli. Auövitaö þarf aö bæta kjör kennara, um þaö eru ailir sammála. Enda er engin hætta á öðru en þaö verði gert. En kennarar virðast vera búnir að æsa sig upp i einhvern hasar og sumir þeirra yrðu eflaust fyrir þungum vonbrigöum ef samningar takast fyrir 1. mars og átyllu fyrir út- göngunni kippt f burtu. Fyrir verkfall opinberra starfs- manna í haust beittu grunnskóla- kennarar óspart þeirri aðferö að væla utan i börnunum og kvarta undan lágum launum. Auk þess voru börnin send heim með alls kyns áróður fyrir bættum hag lærifeðranna og for- eldrar beðnir aö taka undir hvar og hvenær sem þeir gætu. Kennarar í framhaldsskólum hafa nú tekiö upp sömu aöferð, svo hvimleið sem hún nú er. í áróðursritum framhaldsskóla- kennara er þess getið á einum staö að meðallaun þeirra fyrir dagvinnu hafi verið 21—22 þúsund krónur á mán- uöi fyrir 1. desember en hafi þá hækkaö um 10% og eigi eftir aö hækka meira. Sennilega hefur ein- hverjum reynst ofraun aö bæta þess- um 10% ofan á krónutöluna. Á öðrum staö kemur fram aö grunn- laun kennara séu 22 þúsund krónur á mánuöi og geti hæst fariö upp i 29 þúsund. Eflaust réttar tölur og skammarlega lágar. En af hverju IV í •iH * wWt * n : Jffm ekki aö segja hver hin raunverulegu aö blekkja nemendur. laun eru, i staö þess aö tala um Sannleikurinn er sá, aö áróöur meöallaun og grunnlaun i þvi skyni kennara er farinn aö verka öfugt á aöra landsmenn. Enginn mælir gegn launahækkunum þeim til handa en flestum finnast aöferöir þeirra ógeð- felldar. Menn hafa eflaust tekið eftir þvi, aö á allra siöustu árum hafa kennarar gerst mjög fjölmiölaglaðir og vart liöiö sá mánuöur að þeir ekki kölluöu pressuna á sinn fund. í fæstum tilfellum hefur þaö verið til að ræöa um leiðir til að bæta kennsl- una og námsárangur nemenda. Þaö sem hæst hefur borið er krafa um hærri laun og minni vinnu. Má segja aö braukiö og bramlið i kjarabarátt- unni hafi aukist f öfugu hlutfalli viö námsárangur nemenda sem heldur áfram aö fara niður á viö. Sumir segja eflaust aö það sé vegna þess að ekki fáist nógu færir kennarar til starfa vegna lágra launa. En kröfur þeirra byggjast einmitt á þvi aö þeir hafi svo mikla menntun og þekkingu. Ef kennarar ganga út á föstudag- inn þá er ábyrgöin þeirra. Heildar- laun þeirra á mánuöi eru mjög lif- vænleg miðað viö það sem gengur og gerist hér á iandi. Þaö er þvi ekki hungur sem rekur þá til aö brjóta lög, heldur býr þar eitthvað annaö að baki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.