Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sex söngvarar
i úrslitum
Hver skyldi verða talinn bestur
þeirra sex efnilegu söngvara sem kom-
ust í úrslit úr hæfileikakeppni umboðs-
fyrirtækisins Sóló sf. síðastliðið sum-
ar?
Það skýrist væntanlega sunnudaginn
10. mars næstkomandi. Þá fer fram úr-
slitakeppnin í veitingahúsinu Holly-
wood viö Ármúla.
Söngvararnir sex eru Guðjón Guð-
mundsson, Jón Magnússon, Gunnlaug-
ur Fallk, Jón Ben Einarsson, Sigurður
Dagbjartsson og Osk Oskarsdóttir.
Hljómsveitin Rikshaw spilar undir hjá
öllum keppendum.
Hópur kunnra tónlistarmanna og
blaöamanna mun skera úr um hver
þátttakenda telst bestur. Auk þess
verður gestum gefinn kostur á að taka
þátt í kosningunni með því að fylla út
kjörseðil sem fæst við innganginn í
veitingahúsið úrslitakvöldið.
Keppendur verða kynntir tvö næstu
fimmtudagskvöld í veitingahúsinu
Hollywood, 28. febrúar og 7. mars. Þrír
þeirra munu koma fram hvort kvöld.
Hljómsveitin Rikshaw leikur undir hjá keppendum.
FRÖNSK HUÖMSVEIT
HEIMSÆKIR ÍSLAND
Frönsk rokkhljómsveit, Etron Fou
Leloublan, er væntanleg hingað til
lands í mars. Hingað kemur hún á
vegum hljómplötuútgáfunnar
Gramms. Hún mun halda tónleika
hér 21.mars.
I frétt frá Grammi segir að hljóm-
sveitin sé ein virtasta og vinsælasta
hljómsveit Frakka í framsækna
rokkinu. Tónlistarstíllinn sé ekki
auðskýrður en hann byggi á fjöl-
breytni, sköpunargleði og aðlaðandi
laglínum.
„Hljóðfæraskipunin býður upp á
úrval djassaðra takta. Mesta athygli
vekur snilli söngkonunnar og hljóm-
borðsleikarans, Jo Thiron. Saxófón-
leikararnir, Bruno Meillier og Guiou
Chenevier, og bassaleikarinn og
söngvarinn, Ferdinand Richard,
leggja einnig drjúgt af mörkum til
að gera Etron Fou Leloublan að
virkilega góðri hljómsveit,” segir í
frétt Gramms.
Eiríkur og Margeir, það geislaði af þeim í „black-light" Ijósinu. Sigurður í baksýn.
DV-mynd JGA.
SKAGFIRÐINGAR
í DÚNDURSTUÐI
á árshátíð gleðiklúbbsins Sprellar og sprundir
Frá Júliusi Guðna Antonssyni,
Sauðárkróki:
Gleðiklúbburinn Sprellar og
sprundir á Sauðárkróki hélt árshátíð
í félagsheimilinu Bifröst föstudags-
kvöldið 8. febrúar. Þetta var fyrsta
árshátíð klúbbsins og jafnframt önn-
ur árshátíð hljómsveitarinnar Týról.
Mikill fjöldi var á hátiðinni miðað
við stærð hússins. Þar voru inni um
230 manns og flestir í dúndurstuöi.
Salur og svið hússins voru fagurlega
skreytt með efni sem lýsti vel frá sér
í svokölluðu „black-light” eða svörtu
ljósi. Hátíðin þótti takast meö ágæt-
um.
„Hún á afmæli í dag." Erla (i miðjunni) átti afmæli og skemmti sér vel ásamt kunningjunum.
DV-mynd JGA.
Mikill fjöldi var á árshátíðinni miðað við hússtærð. 230 manns í dúndurstuði.
DV-mynd JGA/Hreinn.