Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. Spurningin Ert þú fylgjandi sjónvarpsút- sendingum á fimmtudags- kvöldum? Sveinn Aðalsteinsson viðskipta- fræðingur: Já, já, þaö er bara spurn- ingin um kostnaöinn. Sveinn Kragh, fv. stöðvarstjórkNei, ég er ósköp ánægöur aö fá hvíld einu sinni í viku. Hanna Kristjánsdóttir nemi:Já, hik- laust. Þóra Sigurðardóttir flugfreyja: Já, ég er þaö. Sveinbjörg Baldvinsdóttir nemi: Nei. Oddný Sigurðardóttir húsmóðir: Nei, mér finnst mötunin næg: Þaö ætti að fækka útsendingardögum ef eitt- hvaöværi. Lesendur Lesendur Lesendur Les Rislágir ráðherrar 4969 - 6299 skrifar: Aö kvöldi 12. febr. sl. var blaöa- mannafundur í sjónvarpssal og þar sátu fyrir svörum Steingrímur Her- mannsson og Albert Guömundsson. Hver voru svo aöaltrompin sem þeir félagar slógu út á fundi þessum? Steingrímur sló engu út en hann var aö laumast meö eitt spil sem líklega hefur verið jóker. Þetta spil mátti enginn sjá. „En viö munum vinna á þetta,” sagöi Steingrímur og drap hendi á bakhliö spilsins! Trompspilin hjá Albert voru hjartakóngur og hjartadrottning og veifaði hann þessum tveim spilum oft og mikiö. Hann dásamaöi sambúö íhaldsins og gömlu framsóknar- maddömunnar í stjórnarflatsæng- inni og þurfti enginn aö velkjast í vafa um hversu rúmfarirnar væru íðilgóöar. Auöséö var aö þessar ást- arjátningar féllu vel í kramið hjá Steingrími. Nú eru aðrir tímar en fyrir kosningarnar 1979, en þá var kjörorö Steingríms: ALLT ER BETRA EN ÍHALDIÐ. Nú þætti Steingrími líklega ganga guölasti næst aö taka sér í munn seinni part nýlegaortrarvísu: „Allt er betra en íhaldið eins og Tryggvi og pabbi sögöu. ” „Allt er betra en ihaldið eins og Tryggvi og pabbi sögðu," segir meðal annars i bréfi 4969 — 6299 um blaðamannafundinn i sjónvarpinu á dögunum. Þennan sjónvarpsþátt horföi ég á til enda, fyrst og fremst vegna þess aö sjónarspil þetta minnti mig mjög á þættina meðSteina og Olla. Moggi sagði í forystugrein fyrir skömmu aö fólk hefði beðið meö eft- irvæntingu eftir boöskap forsætis- ráðherra í útvarpi og sjónvarpi að kvöldi gamlársdags 1984. Líklega hafa þeir Moggamenn veriö nær því einir um þá eftirvæntingarhitu. Fólk bíður ekki lengur meö eftirvæntingu eins né neins sem frá þessari ríkis- stjóm kemur. Þaö er liðin tíð. Ríkis- stjómin er rækilega búin aö sýna og sanna aö hún er liðónýt og getur engu stjórnaö. Þaö eina sem þjóöin bíður eftir meö eftirvæntingu eru næstu kosningar en þá rekur þjóöin þessa stjórnarstefnu af höndum sér. Þá verður fall gamla íhaldsins mikiö en miklu mest verður þó fall Stein- gríms-íhaldsins. Mannlega hliðin á málinu Hlustandi skrifar: Fyrr í þessum mánuöi var mjög at- hyglisverður þáttur í útvarpinu. Var þaö þátturinn I sannleika sagt og var hann í umsjá séra Önundar Björnsson- ar. 1 þættinum fjallaöi hann um við- kvæmt mál, en þaö var líknardráp. Fjallaöi hann einstaklega vel um þetta og var sérlega gott aö heyra hvernig hann tók á hinni mannlegu hlið máls- ins. Leiö mér mun betur eftir aö hafa hlustað á Önund í þessum þætti, og vil ég þakka honum kærlega fyrir orö hans. Fyrir- byggjandi starf Jón hringdi: Ég sá nýlega grein í DV þar sem fjallað var um hvað hvert dauðaslys í umferöinni kostaöi þjóöarbúiö. Mig langaði til að kasta þeirri spurningu fram hvort hiö sama gilti ekki um öll þau sjálfsmorð sem framin eru hér á landi ár hvert. I framhaldi af því held ég aö þaö mundi borga sig aö leggja meiri vinnu í fyrirbyggjandi starf til aö sporna gegn sjálfsvígum, t.d. meö rekstri geöathvarfs fyrir unglinga. HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 m Er eitthvað sameiginlegt með hundum og drukknum óþrifalýð? Hundaskatt á óþrifalýð Guðrún Jacobsen skrifar: Þaö eru vinsamleg tilmæli mín til borgaryfirvalda aö sá drukkni óþrifa- lýöur sem notar stöðumæla borgarinn- ar fyrir allmenningspissirí verði skikk- aöur til þess aö gjalda líka hundaskatt til ríkisins. Þetta sér-islenska fyrir- brigöi er dagleg sjón á götum Reykja- víkur. Sektina mætti nota til aö gera könnun á því úr hvaða atvinnustétt þessir upprennandi stofnanameðlimir eru ættaöir. Yfirheyrsla vegna bankaláns Þórarinn Björnsson, Laugarnes- tanga 9 b, skrifar: I lesendadálki DV 8. febrúar ’85 birtist frásögn Einars sem hringt haföi í blaöiö (þaö vantaði bæöi föö- urnafn og heimilisfang þessa manns). Eg hef nokkrum sinnum kvartað og þakkaö í dagblöðunum, t.d. skoraö á þá sem skrifa og hringja að gera það undir fullu nafni og heimilisfangi eöa nafnnúmeri. Þaö geri ég og þori. Ég er alveg tilbú- inn aö svara til saka fyrir mín skrif. Ef menn þora þaö ekki eiga þeir hreinlega að láta slíkt eiga sig. En komum nú að fyrirsögninni á mínumskrifum. Hún er orörétt fyrirsögn þessa blessaða föður- og heimilislausa Ein- ars. Hann byrjar orörétt í sínu tali: „Ég lenti inn á einni af peningastofnununum um daginn og hugöist fá lán. Þar var ég yfir- heyröur af bankastjóranum og látinn gera nákvæma grein fyrir því í hvaö ég ætlaði að nota peningana.” Mér finnst þessi reynsla Einars svo furðuleg aö ég get vart trúaö henni vegna kynna minna af aðalbönkun- um í Reykjavík. Þar hef ég fengið lán meö fáum orðum þegar ég hef verið i vanda. Ég tek þó fram að ég hef alltaf byrjað á þvi að kynna mig og mínar aðstæður áður en ég hef beðiö um lánið. Það kann aö vera þess vegna sem ég hef ekki komist í sama vanda og Einar og aldrei orðið fyrir öðru en því besta af hendi bank- anna. Þó er ég aðeins meðalmaður í þjóðfélaginu. Langi þig, Einar, til að gera at- hugasemd við skrif min þá geröu það undir fullu nafni og heimilisfangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.