Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Hvernig ætli sá sem ég giftist líti út? Hvaö eignumst við mörg börn? Fer ég í ferðalag á næstunni? Á ég von á mikium peningum í framtíð- inni? Það er slík forvitni sem oftast verður til þess að fólk fer til spákonu. Hið ókomna er spennandi. Fólk vill líka í mörgum tilfellum fá framtíðar- sýn sem gerir því kleift að sætta sig við ýmsa erfiöleika sem það gengur í gegnum. Það hugsar sem svo: „Næstu ár verða betri hjá mér, mér var spáö því. Þess vegna get ég sætt mig við daginn í dag.” En er hægt að spá um framtíöina? Getur gangur himintunglanna haft einhver áhrif á líf manns? Viö spjölluðum viö spákonu, stjörnu- fræðing og sálfræðing um þessi mál. -ÞJV Hvaö sér hún kúlunni í? Peninga og ást? Happdrættisvinning og frí? PENINGA OG AST!! Ríkar ekkjur og rómantík Mjúkar rekkjur í Mósambík Frægö og frami í pólitík Fínar snekkjur á Nauthólsvík ÞAÐ YRÐIEKKIDÓNALEGT!! Stuömenn (Lp/Hvítir mávar) m. Starfsstúlka Stjörnuspekimiðstöðvarinnar útbýr stjörnukort fyrir við- skiptavin. Gunnlaugur Guömundsson í Stjörnuspekimiðstöðinni: STJÖRNUSPEKI EKKIATBURÐASPÁ „Það er mikill misskilningur aö stjörnuspeki fáist við spádóma,” sagði Gunnlaugur Guömundsson hjá Stjörnuspekimiðstöðinni þegar hann var spurður um hvað stjörnuspeki væri. „Stjörnuspeki er fyrst og fremst tæki til aö skilgreina orku. Hver maður er samsettur úr orkusviöum. í gegnum stjörnukortiö má sjá þessi svið. Við bendum fólki á hvaða orku þaö hefur og er að ganga í gegnum meö því að út- búa fyrir það persónuleikakort. Kortiö er engin spá í sjálfu sér. Þaö segir til um hvaða orku maðurinn er aö ganga í gegnum en hvað gerist er í höndum hvers og eins. Þetta er því ekki atburðaspá heldur segir kortið fyrir um ákveðin tímabil. Júpiter og Fólk f er almennt brosandi út — spjallað við spákonu um starfið Spákonan, sem náöist loks tal af, vildi ekki segja til nafns. Ástæðuna fyrir því sagöi hún vera þá að hún ynni þetta aðeins sem aukastarf með ann- arri vinnu og kærði sig þess vegna ekk- ert um að vera að auglýsa sig. En hún var fús að spjalla við Tíðarandann um þetta aukastarf sitt. Hef ekki miðilshæfileika — Hvenær byrjaðir þú aö spá fyrir fólki? „Ég byrjaöi fyrir 11 árum. Ég haföi alltaf haft mikinn áhuga fyrir spádóm- um og dulspeki. Þaö hittist svo þannig á að ég var atvinnulaus á þessum tíma og ákvaö þá að fara að spá. Ég hef les- iö mér til um þetta í bókum um dul- speki, sálarfræði og þess háttar. Þaö er samt ekki nóg til að geta spáö fyrir fólki. Ég tek fram að ég hef ekki mið- ilshæfileika en er mjög næm fyrir öllu í kringum mig. Ég hef líka mjög gaman af aö tala við fólk. Ekki bara spá fyrir því heldur líka tala viö það um daginn og veginn. Þannig get ég kynnst ólíkum viðhorf- um fólks til margra hluta.” — Hvaöa fólk kemur til þín ? „Allskonar fólk. Karlar og konur á aldrinum 15—85 ára, þó eru konur í meirihluta.” — Hvað vill það fá aö vita? „Það vill flest fá að vita eitthvað um framtíöina. Flestum þykir hún meira spennandi en nútíminn. Ég tala því lít- iö um annað nema það komi upp eitt- hvað í fortíöinni sem gæti haft áhrif á framtíðina.” Fólk fer almennt brosandi út — Hvers vegna kemur fólk til þin? „Það geta verið misjafnar ástæður fyrir því. Margt fólk kemur vegna þess að það er á erfiöum tímabilum í lífi sínu og er í ógöngum. Það er kannski komiö með lífsleiöa og vill fá aö vita hvort framtíöin ber ekki eitthvað betra í skauti sér. Það er til svo mikiö af ein- mana fólki. Fólk er lokaö og á oft í erf- iðleikum við að ná sambandi viö aöra. Ég bendi þessu fólki á að vera jákvætt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.