Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Page 23
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. 23 A þessari táknrænu mynd eru súru trén farin að berjast gegn mengunarvöldunum. Frakkar trúðu þvi lengi vel ekki að þeirra eigin skógar væru svo illa farnir sem raun ber vitni. FRANSKIR SKÓGAR SÚRNA FRIÐRIK RAFNSSON, PARÍS, SKRIFAR: Til skamms tíma horfðu Frakkar með vorkunn yfir til nágranna sinna, Þjóöverja, vegna vandamála þeirra með súrt regn og skógarskemmda í því landi. Fólk hér liföi í þeirri vissu að slík vandamál væru óhugsandi í þeirra eig- in landi og að hætti Rousseau hélt það áfram að láta sig dreyma innan um alla grænkuna. Þá grænku sem eftir stendur í fjallahéruðum landsins. Sjúkir Það kom því illa viö ýmsa þegaf mikilsvirtur þýskur líffræðingur, Gunther Reichelt, lýsti því yfir haustiö 1983 að frönsku skógarnir væru sjúkiv. Skógræktarfræöingar hér í landi brugðust ókvæöa við afskiptasemi út- lendingsins og ekki dugði minna til að róa þá en opinber yfirlýsing frá um- hverfismálaráðuneytinu, en í henni var meðal annars fjallaö um „ýktar fullyrðingar um ástand frönsku skóg- anna” og mjög dregið úr orðum Reichelt. Samtök náttúruverndarmanna sáu til þess að málið yrði ekki svæft á þenn- an hátt og náðu að knýja fram fjár- magn til rannsókna á nokkrum svæð- um, einkum skóginum í Vogesa- fjöllum. Þaö þótti einkar nauðsynlegt að kanna ástand þess skógar því hann liggur milli tveggja stærstu iðnaðar- svæða landsins, Alsace og Lorraine, sem aftur liggja bæði að landamærum V estur-Þýskalands. I júnímánuði á síðasta ári fóru svo rannsóknirnar að bera árangur. Þá sendi franska skógræktarstofnunin frá sér skýrslur sem úrskuröuðu 5 þús. hektara skóga í Vogesafjöllunum ,,al- varlega skemmda”, auk þess sem 30 þús. hektarar til viðbótar höföu orðið fyrir „nokkrum skaða”. Veðrið orsakar eitthvað Orsakir skemmdanna munu að hluta til vera veöurfarslegar. Þannig rifja menn upp sumarið 1976 sem var með afbrigöum þurrviðrasamt, áriö 1979 hafi gert slíkt heljar haglél að skógarn- ir hafi staðið allir lemstraðir eftir og fleira er tínt til af þessum toga. Mengun þó mest Sérfræðingar eru engu að síður sam- mála um að sökudólgurinn sé sá sami og í öðrum iðnríkjum heimsins: Meng- unin. Súra regnið sem er búið aö leika svo illa skóga Þýskalands, Tékkóslóvakíu og Póllands er því farið að teygja anga sina hingað til Frakklands. Nú eru menn famir að gera sér þetta ljóst og því er í bígerð að hef ja rannsóknir á öðrum skógivöxnum svæðum hér, síð- an að hefja baráttu gegn þessum óhugnaði. UGGVÆNLEGUR BARNADAUÐI í SUÐURRÍKJUM BANDARÍKJANNA Óskar Magnússon, DV, Washington: Suðurríkin á eftir Þótt framfarir í Suöurríkjunum hafi veriö gífurlegar á undanförnum ára- tugum er ljóst aö ennþá er vandinn þar áberandi meiri en annars staðar í Bandaríkjunum. Þegar Ameríka varð þátttakandi í síðari heimsstyrjöldinni gátu 60 prósent Suðurríkjamanna ekki skrifað nafnið sitt þegar þeir mættu til skráningar. Þeir höföu aldrei gengið í skóla. Þetta hlutfall var þá helmingi hærra en yfir alla Ameríku. Síöan þetta var hafa framfarir í Suðurríkjunum verið miklar og það er kannski þess vegna að tölurnar um barnadauöa koma mönnum svo mjög á óvart. Lítum á nokkrar tölur. Skýrsla um barnadauöa í Suðurríkj- um Bandaríkjanna, sem var birt um síðustu helgi, hefur komið mönnum mjög í opna skjöldu. Skýrslan er birt einmitt á þeim tíma þegar fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu. I fjárlagaum- ræðum hefur einkum veriö deilt um niðurskurð til varnarmála og niöur- skurö til heilbrigðismála. Inn í þessar deilur kemur svo þessi skýrsla sem þegar hefur vakiö menn til alvarlegrar umhugsunar. I skýslunni kemur fram hversu langt Suöurríkin eiga enn í land í baráttunni við fátækt og sjúkdóma í samanburði við önnur ríki Bandaríkj- anna. Skýrslan er afrakstur fundar ríkisstjóra ríkja í Suðurríkjunum sem haldinn var síðastliðiö sumar. 5000 mæður 14 ára Af þeim 11 ríkjum þar sem barna- dauði var mestur óriö 1982 voru 10 í suðurhlutanum. Rúmlega 17 þúsund börn í Suöurríkj- unum dóu á á árinu 1982 áður en þau náöu eins ársaldri. — Á þessu sama ári fæddist um ein og hálf milljón barna í Suðurríkjunum. — 247 þúsund þeirra (18%) áttu mæöur á táningaaldri. Stúlkur undir 14 ára aldri eignuðust yfir 5 þúsund af þessum börnum. — Tæp 8 prósent barna sem fæddust í Suðurríkjunum árið 1982 voru fædd fyrir tímann. Sambærileg tala úr öðr- Framfarir stöðvaðar Það sem mönnum finnst alvarlegast viö allar þessar tölur er að ó árinu 1980 hætti í fyrsta skipti að draga úr barna- dauöa síðan árið 1960. Tvær ástæður eru taldar fyrir þessu: í fyrsta lagi er getað veitt þá heilbrigðisþjónustu sem gert hafði verið ráðfyrir. Bandaríkin eru nú í 12. sæti þróaöra þjóða meö tilliti til barnadauða, en Suðurríkin ein sér eru í einu af neðstu sætunum. 1 skýrslunni, sem vitnað var varnarmála ásteytingarsteinninn. Þingmenn úr Suðurríkjunum, sem ber jast nú hart fyrir úrlausnum, benda á að Suðurríkin eigi skýlausan rétt á aðstoð frá alríkisstjórninni. Þeir segj- ast þeirrar skoðunar að þaö sé rétt- um ríkjum Bandaríkjanna er um 3 prósent lægri. — Á árunum 1981 og 1982 dró ekki úr barnadauða í sjö af Suðurríkjunum, sums. staðar jókst hann jafnvel. talið að tækniframfarir á þessu sviði hafi náö markalínu. I öðru lagi hefur alríkisstjórnin skorið mjög niður fjár- veitingar til heilbrigðismála síðan 1980. Mörg ríki hafa þess vegna ekki til hér aö framan, er bent á leiöir til lausnar. 1 stuttu máli byggjast þær á því sem mest er deilt um hér í Banda- ríkjunum þessa dagana, þ.e. hvar eigi að skera niður. Þá eru útgjöld til lætismál því slík aðstoö sé efnahags- lega hagkvæm og skynsamleg. Um þessi mál verður tekin afstaða í þing- inu á næstu vikum þegar umræða um 'járlagafrumvarpið fer fram. Svartir krakkar í skóla: Sums staflar hefur barnadaufli aukist meflal svartra barna i Suðurrikjunum. Þafl þykir mörgum slæmt skref aftur á bak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.