Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985.
STARF SVEITARSTJÓRA
Hreppsnefnd Búlandshrepps Djúpavogi auglýsir laust til
umsóknar starf sveitarstjóra.
Umsóknarfrestur er til 24. mars 1985.
Upplýsingar veitir sveitarstjóri í sima 97-8834.
Hreppsnefnd Búlandshrepps.
LAUS
Hlutastaða lektors (37%) í sjúkraþjálfun við námsbraut í
sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 101 Reykjavik, og skulu þær hafa borist fyrir 20.
mars nk.
20. febrúar 1985
Menntamálaráöuneytiö.
LAUSAR
STÖÐUR
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar í heimspekideild
Háskóla Íslands:
Dósentsstaöa í frönsku.
Lektorsstaöa í íslenskri málfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og
störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 20. mars
nk.
19. febrúar 1985.
Menntamálaráðuneytið.
1 1 1x2-1 1x2-1 I X 2 I
26. leikvika - leikir 23.02.1985
Vinningsröð:
22X — 111 —22X — X X 1
1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, KR.
131.965,-
976 38717(4/11) 42281(4/11)
2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, KR.
3.029,-
221 11092 35716 42229 57583 87392 92946
227 19258 35721 45380 58524 87780(2/11) 93482 +
1691 19285 36079 48638 + 62000 + 88381 95051
6621 35366 36340 49123 + 62839 88515 95375
6862 35624 38612 49153 + 85354 90166 +
9985 35708 39733 57092 + 87127 90504(2/11)
10844 + 35713 39833 57096 + 87390 90573
Kærufrestur er til 18. mars 1985 kl. 12.00 á
hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðu-
blöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef
kærur verða teknar til greina.
ATH.: 27. LEIKVIKA - 2. MARS 1985
LEIKURINN ARSENAL—WEST HAM HEFST KL.
11.30.
ÚTFYLLTIR SEÐLAR VERÐA AÐ HAFA BORIST
FYRIR ÞANNTÍMA.
Getraunir — íþróttamiðstöðinni — Reykjavík
Menning
Menning
Menn
LIFDAGATAL
Sveinbjörn I. Baldvinsson: Lífdaga-
tal.
AB 1984, 48 bls., 26 Ijóð. Þetta er
fimmta skáldverk höfundar, en hið
fyrsta birtist 1976.
I upphafi bókar, á undan efnisyfir-
liti, er nafnlaust ljóö. Þaö fjallar um
ljóöin, eins konar formáli, og gengur
því allt út á flug. Þaö hefst á mynd
máfs, albatros, sem svífur tignarlega,
hátt yfir öldugjálfri mannhafsins
(flottir oröaleikir). Hér er greinilega
vísað til kvæðis Baudelaire:
„L’Albatros”, sem lýsir andstæöunum
í lífi skálda: tignarleg á sínu sérstaka
sviði, og því álappaleg í venjulegu
mannlífi. En ljóö þessarar bókar svífa
ekki svo glæst, segir kvæöiö, þau eru
aöeins stakar fjaörir úr flugham
Ikarosar. Grísk goösögn segir frá
honum; Dædalos faöir hans barg þeim
báöum úr völundarhúsi Mínosar á Krít
með því aö gera þeim flughami úr
fuglafjöörum sem hann festi saman
meö vaxi. En Ikaros kunni sér ekki
hóf, flaug of hátt og nærri sólu, svo
vaxið bráönaöi, fjaöurhamurinn
leystist sundur, en hann féll í hafið og
drukknaði (svo sem frægt er orðið af
nýrri skáldsögu Árna Bergmann:
MEÐ KVEÐJU FEÁ DUBLIN, bls.
47). Nú skiljum viö af hvílíku lítillæti
þessi ljóðabók er fram lögö. En um leiö
sýnir þetta fyrsta ljóö mikla þekkingu,
vald á málinu og örugg tök á skáld-
skap. Þaö er því glæstur formáli og
hæfir bókinni vel. Athugið upphafs-
línurnar; allar svo stuttar aö hver
rúmar aðeins setningarhluta. 3., 4. og
5. lína er hver um sig lýsandi atviks-
liöur, en 6.1. aðeins eitt orö, sem
botnar þá 5. Þetta er vart hægt aö lesa
ööruvísi en hægt og líðandi, eins og flug
fuglsins sem frá segir:
Þessi ljóö
fljúga ekki meö þig
líkt og albatros
langt ofar skýjum
f jarri lýjandi gjálfri
mannhafsins
(...)
Bókin skiptist annars í fjóra bálka
ljóöa og heitir hver eftir síðasta ljóöi
sínu, nema sá fyrsti, sem bókin heitir
eftir. I honum eru sjö ljóö. Það fyrsta
heitir „Mánudagur. Febrúar”, og svo
framvegis um hin, vikuna út, fram í
ágúst. Lokaljóðiö er breytt endurtekn-
ing hins fyrsta. Hringurinn lokast, en
viö þaö veröur enn meira sláandi, hve
mikil breyting hefur oröið. Fyrst líður
tíminn hægt — bókstaflega eins og seig
kvoöa. Þeir febrúardagar eru lítiö
meira en saðningin tóm, greinilega
ekkert spennandi. Einkennistákn
þeirra eru ýsuhakk og gúlpandi plast-
pokar. Lesiö upphátt fyrstu línurnar:
Seöjandi
seöjandi líða þeir
lífdagarnir
í Vogunum mjakast á hverjum morgni
seigfljótandi ofan
af Ártúnshöföa
(...)
Veröur ekki lesturinn hægur vegna
endurtekningarinnar og þess hve fá
oröeruílínu (líkt og í fyrsta kvæðinu),
kemur ekki hik og töf milli lína, sem
hæfir þessari seigfljótandi tímans rás?
En í næsta kvæöi kemst hreyfing á
hlutina. Aladdín strýkur töfralampann
og þá birtist andi sem sýnir allan
heiminn. Þessar furöur eru í heimi
okkar: Aladdín er „miðaldra / í
greiösluslopp / meö gráar krullur” og
er aö strjúka af sjónvarpstæki sínu
meö afþurrkunarklút. Og þetta hlýtur
aö minna allmarga lesendur á kvæði
Tómasar Guömundssonar: „Aladdín”,
en þaö fjallar einmitt um hlutverk
skáldsins: aö finna fagra furðuveröld
í gráma hversdagsins.
Hugarflugiö gegn
aödráttaraflinu
— viðtal við Jón Gunnar Árnason myndlistarmann
sem fyrir skömmu hlaut Menningarverðlaun DV
Á Korpúlfsstööum hefur hópur lista-
manna úr Myndhöggvarafélagi
Reykjavíkur hreiöraö um sig. I eina tíö
voru Korpúlfsstaöir miöstöð nýjunga í
búskap Islendinga. Á síöari tímum
hafa komiö þaöan margar nýjungar í
myndlistinni.
Jón Gunnar Arnason er einn þeirra
listamanna sem vinna verk sín á
Korpúlfsstööum. Hann hlaut
Menningarverölaun DV fyrir mynd-
verk á árinu 1984. Síðustu tvo ára-
tugina hefur Jón Gunnar verið í
fremstu röö íslenskra myndhöggvara
og haldiö fjölda sýninga hér heima og
erlendis. Síðustu árin hefur hann aö
mestu einbeitt sér aö svokallaöri um-
hverfislist og veriö brautryöjandi í
þeirri grein í Skandinavíu.
DV heimsótti Jón Gunnar á vinnu-
stofuna í risi Korpúlfsstaöa og forvitn-
aöist um hvaö hann aðhefðist þar
uppfrá.
— Menningarverölaun hafa ávallt
veriö umdeild. Jón, hvernig lítur þú á
nýfengin Menningarverðlaun DV?
„Þessi verölaun eru mörgum sinnum
merkilegri en listamannalaun. Þaö er
einfalt mál. Ég lít svo á að í þeim felist
meiri viöurkenning en í ríkislista-
mannalaununum sem úthlutaö er póli-
tískt. I þessu tilviki er þaö dómnefnd
DV sem veitir viöurkenningu fyrir
ákveöiö verk og grundvallar matið á
því sem gert hefur veriö á árinu. Yfir-
leitt er ég ekki hrifinn af verölaunum
en þetta er gott form. Starfslaunin sem
fariö er aö veita eru einnig spor í rétta
átt enda miöuð viö tiltekna vinnu. ’ ’
Verkefni dagsins
— Ég sé aö hér inni hanga skissur og
teikningar uppi um alla veggi. Aö
hverju ertu aö vinna þessa stundina?
„Já, ég er aö vasast í mörgum verk-
efnum. T.d. tók ég aö mér tvö stór verk
fyrir bæjarfélög úti á landi. Þaö lætur
mér alls ekki illa aö vinna samkvæmt
pöntunum því ég hef nokkuð frjálsar
Jón Gunnar er járnsmiður að mennt og hefur unnið mörg verka sinna
járn.
hendur meö hvaö ég geri. Vinnan geng-
ur þannig fyrir sig að ég legg fram
nokkrar tillögur og nota svo þá sem
samkomulag tekst um. Þegar ég tek aö
mér svona verkefni er gefiö mál aö áö-
ur en þaö er fullgert liggja aö baki ótal
skissur, svo og svo mörg módel og mis-
tök og vonandi einhverjir góöir hlutir.
Þaö verður að taka tillit til umhverfis-
ins og sögunnar til aö verkiö falli aö því
sem ætlast er til.”
— En tekjurnar, lifir þú af því aö
vinna verk eftir pöntunum?
„Já, ég fæ mestar tekjur af því. Á
sýningum stefni ég yfirleitt ekki aö því
aö selja verk. T.d. er óvíöa hægt aö
hafa Cosmos, verkiö sem ég fékk verð-
launin fyrir, nema helst í Flugstöðinni
á Keflavíkurflugvelli eöa einhverju
álíka húsnæöi. Cosmos vann ég sér-
staklega fyrir Binnealinn í Feneyjum
áriö 1982. Því er ekki aö leyna aö ég tel
Cosmos þaö albesta sem ég hef gert
um dagana.”
— Eru nýjar sýningar á döfinni?
„Já, ég verö meö einkasýningu á
listahátíð í Noregi í sumar. Þá verö ég
á 6 samsýningum í Evrópu. Þetta
eru allt sýningar tengdar umhverfi eöa
environmental eins og þaö er kallaö.
Fyrsta sýningin veröur á eyju viö
Helsinki, þó ekki Sveaborg, heldur
Sarivala þar sem norrænir umhverfis-
listamenn veröa meö fund og sýn-
ingu.”
Umhverfislist
— Þessi svokallaöa umhverfislist
hefur veriö sérgrein þín undanfarin ár.
Hvað er umhverfislist?
„Umhverfislistamenn vinna meö
land, umhverfi eöa efni sem landið
býöur upp á. I stórborgum er það stein-
steypa, uppi á fjöllum er það grjót og
snjór. Sem dæmi get ég tekiö aö í sum-
ar vorum viö nokkrir norrænir lista-