Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. DANMÖRK: TAUGAVEIKLUN, SJÁLFSMORÐ OG DRYKKJUSÝKIATVINNULAUSRA DANMÖRK: ÚTFLUTNINGSTOLLUR Á USTAVERKIN? Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV í Kaupmannahöfn: Fyrir tæpum tveimur árum marg- faldaöist verö á málverkum eldri danskra listamanna. Sérstaklega hafa skagamálararnir svonefndu veriö hátt metnir. Þaö eru alþjóölegir listaverka- kaupendur sem hafa sprengt upp verðið og hefur þaö margfaldast á síöastliönum árum. Himinhátt verö klassísku málverkanna hefur valdiö nokkrum áhyggjum meöal danskra listunnenda. Nú eru listaverkin oröin aö hreinni verslunarvöru og veröiö þaö hátt aö söfnin geta ekki keppt viö erlendu listaverkasafnarana. Það var aö dómi flestra aöeins tímaspursmál hvenær verösprengjan næöi til nýrri listar. A uppboði, sem haldið var ekki alls fyrir löngu, fór skriöan af staö. Málverk eftir Asger Jorn var slegiö á fimm og hálfa milljón isl. kr. Þrefalt meira en matsverð. Asger Jorn var einn af frumkvöölum Cobra-hópsins sem er velþekkt lista- stefna og athyglisverð. Peningalega séö hafa þó verk Cobra-manna veriö minna metin en hliöstæöar hreyfingar sem uröu til í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi. En Cobra eru greinilega aö komast í tísku. Einn aðdáandi stefnunnar flaug alla leiö frá Venezuela til að bjóöa í eitt af þekktari málverkum Jorns. Hann gafst upp þegar verðið var komiö yfir 5 milljónir. Nú er mikiö rætt um þaö í Danmörku hvort ekki eigi aö setja „útflutnings- toll” á listaverk eins og gert er víöast hvar annars staðar. Á uppboöinu var eitt Kjarvals- málverk og var þaö selt á helmingi meira en matsverð sagði til um. Þaö er þó ekki líklegt aö kaupæöiö nái til Islands af því aö þaö eru ekki erlendir listaverkakaupendur sem bjóöa í Kjarval heldur Islendingar sjálfir. Aftur á móti getur verið aö Svavar Guönason fái fleiri heimsóknir erlendis frá, en hann var einn af stofn- félögum Cobra og er mjög virtur í hinum alþjóölega listaheimi. Önnur afleiöing langtímaatvinnuleysis hefur samkvæmt dönskum könnunum komið fram í aukinni áfengis- og lyfja- neyslu. Erfitt er aö nefna nokkrar tölur í þessu sambandi enda er óljóst hvaö er orsök og afleiöing. Það er opin spurning. Miklar líkur eru taldar á að aukin áfengisneysla sé afleiðing langvarandi atvinnuleysis enda blekkingarheimur Bakkusar fegurri en bitur raunveru- leikinn. Eins og að líkum lætur er þaö ekki aðeins aukin áfengisneysla sem er afleiðing aukins atvinnuleysis. Kannanir hér í Danmörku hafa leitt í ljós að atvinnulausir eru viö verri heilsu en aðrir, bæöi líkamlega og sálarlega. Skýring á þessu getur legiö í sjálfu atvinnuleysinu en einnig getur skýringin veriö sú aö atvinnuleysið bitni frekar á þeim hópum sem eru viö- kvæmari fyrir. Hver sem orsökin er þá. er ljóst að taugaveiklun, svefnleysi og önnur sálræn vanlíðan, sem leiðir til meðferöar, er langalgengust meöal at- vinnulausra hér í Danmörku. Einnig hefur komið í ljós aö sjálfsmorð eru al- gengari hjá atvinnulausum en öðrum. Varðandi sjálfsmorð sérstaklega má geta þess að samfara auknu atvinnu- leysi á síöasta áratug hefur sjálfs- morðum fjölgað gífurlega; hjá konum um rúmlega 180% og körlum um tæp 40%. Þetta eru vissulega sláandi tölur en bera ástandinu glöggt vitni. Fleiri afleiðingar langvarandi at- vinnuleysis hafa komið í ljós. Ekki er þó ástæða til aö fara nánar út í þessa sálma, — dæmin tala sínu máli. Ekki verður þó skiliö við atvinnuleysið hér í Danmörku án þess að nefna áhrif þess á fjölskyldulífiö. Burtséö frá því hve algengir skilnaðir eru vekur athygli aö atvinnulausir karlmenn virðast forð- ast sem heitan eldinn aö ganga í hjóna- band eöa koma á fót fjölskyldu. Gagn- stætt karlmönnunum virðast danskar konur hins vegar sækjast eftir að ganga í hjónaband. Á þetta sér- staklega við um ófaglærðar konur. Ef atvinnuleysisvofan fær að ganga laus áfram í Danmörku þá magnast fé- lagslegu vandamálin. Og vandinn verður ekki minni við það að yfirleitt verða atvinnulausir útundan við alla pólitíska ákvarðanatekt enda stöðu sinnar vegna ekki virkir í pólitískum félögum og samtökum. Atvinnuleysið er orðið svo aökallandi vandamál að félagsmálaráðherrann, Elisabeth Koch Pedersen, hefur boöað til ráðstefnu til að ræða markmið og leiöir til lausnar. KRISTJÁN ARIKRISTJÁNSSON SKRIFAR: Ungur atvinnuleysingi gengur inn á skrifstofu hjá vinnumiðluninni. helsta vandamáliö (41%) þá tala konur um minnkandi sjálfstraust (41%). Hugsanleg skýring á þessum kynja- mismun er aö hjá karlmönnum er vinnan mikilvægari hluti sjálfsímyndar þeirra. Konur, sem eru tiltölulega ný- komnar út á vinnumarkaðinn, missa ekki eins af sjálfum sér við það að missa vinnuna. Almennt má segja aö atvinna hafi mikla þýðingu fyrir skoðanamyndun einstaklinga. I vinn- unni byggir fólk að mestu leyti upp sjálfsímynd sína sem fullgildir einstaklingar. Vinnan gefur því fólki sjálfstraust og á grundvelli vinnunnar fær vinnan gildi. Andstætt þessu getur atvinnuleysi hins vegar leitt til þess að sjálfsímyndin brotnar niður, þ.e. einstaklingurinn fer aö efast um eigið gildi. Afleiöingar slíks sálarlegs niður- brots geta komiö fram í mörgum myndum, t.d. í angist og uppgjöf. Eins og annars staöar í Vestur- Evrópu hefur danskt efnahagslíf átt í vök að verjast síðastliöinn áratug. Hinar breyttu forsendur efnahagslífs- ins hafa aö sjálfsögðu haft mikil áhrif á vinnumarkaöinn sem aftur hefur haft mikil áhrif á lífsafkomu dönsku þjóðarinnar. Tilkoma atvinnuleysis og aukning þess á síðastliönum árum ber þessu hvað best vitni. Frá árinu 1973 til ársins 1984 hefur atvinnuleysið aukist úr 0,9% í rúmlega 10% vinnufærra manna. Mest jókst atvinnuleysið á árunum 1974 til ’75 og árið 1980. I dag er Danmörk það Norðurlandanna sem hefur mest atvinnuleysi, bæöi hvað varöar fjölda einstaklinga sem og hlut- fallslega. Helsta ástæða hins mikla at- vinnuleysis er að framboðið á vinnuafli hefur aukist meira en eftirspurnin. Minni eftirspurn má svo aftur skýra á margan hátt, t.d. hefur aukin tæknivæðing í mörgum atvinnu- greinum og lítill vöxtur í framleiðsl- unni ekki aukiö atvinnutækifærin. Hels: ' ástæóu aukins framboðs á vinnuafh iná hins vegar að miklu leyti skýra með auknu streymi kvenna inn á vinnumarkaöinn. Á móti kemur þó að körium á vinnumarkaðnum hefur fækkað aðeins. Þó svo að atvinnuleysið sé til staðar innan flestra starfsstétta í Danmörku er það mismikið. Mest bitn- ar atvinnuleysiö á ófaglærðum mönn- um, faglærðum konum, einstæöum mæörum (feðrum) og ungu fólki. Tæp- lega 30% atvinnulausra er undir 25 ára aldri. Almennt um atvinnuleysiðí Dan- mörku má segja að það er sama fólkið sem er atvinnulaust til lengri tíma. Slæm kjör atvinnulausra Eins og gefur að skilja hefur at- vinnuleysiö haft mikil áhrif á líf fólks. Einstaklingar úr þeim starfsstéttum sem atvinnuleysið snertir mest hafa í auknum mæli þurft að leita til hins opinbera um framfærsluaöstoð og upp á síðkastið er æ stærri hópur oröinn háöur aðstoö þeirra. Á þennan hátt hafa fleiri orðið undir í lífsbaráttunni; ekki tekist að sjá fyrir sér og sínum. Fólk sem hefur veriö atvinnulaust til lengri tíma hefur ekki lengur möguleika á að leysa þau félagslegu og efnahagslegu vandamál sem hvunn- dagurinn býður upp á. Rannsóknir hér í Danmörku hafa sýnt að þrátt fyrir ýmsar aðgeröir sem yfirvöld hafa gert til að milda efnahagsleg áhrif atvinnu- leysisins, svo sem með skattaívilnun- um, þá neyðast flestir atvinnu- leysingjar til aö minnka neyslu sína til muna. Þeir taka lán og ganga á sparifé sitt. En þar sem flestar fjölskyldur, sem veröa fyrir barði atvinnuleysisins, tilheyra þeim samfélagshópi sem minnst má sín er af litlu að taka og neyöast þær til að fá opinbera framfærsluaðstoö. 250 þúsund fjöl- skyldur í Danmörku fá nú opinbera aöstoð og rúmlega 50 þúsund þeirra hafa fengið hana til langs tíma. Fleiri vandamál en efnahagsleg fylgja atvinnuleysi til lengri tíma. Líkja má efnahagslegu vanda- málunum viö toppinn á ísjakanum; níu tíundu hlutar hans liggja undir sjávar- máli. Upp á síðkastið hafa augu manna beinst að hinum félagslegu og sálrænu fylgifiskum langvarandi atvinnu- leysis. Aö veröa atvinnulaus hefur miklar sálrænar og félagslegar af- leiöingar í för með sér. Samkvæmt nýlegum rannsóknum hér í landi eru þær mun alvarlegri en áður var haldið. í ítarlegri könnun, þar sem at- vinnulausir voru spuröir hvað væri það versta við að vera atvinnulaus, kom í ljós aö auk tekjutaps uppliföu þeir ýmis félagsleg og sálræn vandamál, s.s. niöurlægingu vegna árangurs- lausrar atvinnuleitar, missi vinnu- félaga, fordóma vina og ættingja, lífs- leiða, kvíða, minnkandi sjálfstraust o.s.frv. Athyglisvert er að nokkur munur er á upplifun atvinnuleysingja á eigin stöðu eftir kyni. Á meðan flestir karlmenn tala um tekjuleysi sem Þeir hafa ekki tekið hitaeiningarnar úr bjórnum hjá þessum. KVARTAÐ UNDAN DÖNSKUM ÖLMAGA Frá Erni Jónssyni, fréttaritara DV i Kaupmannahöfn: Oft og tíöum er þaö með ólíkindum hvaö hægt er aö rekast á í lesendadálk- um blaðanna. Þótt fyrirbæriö sé langt frá því aö vera danskt þá eru til sér- danskar útaáfur af skemmtuninni. I einu síödegisblaöanna birtist lesenda- bréf frá áhyggjufullri eiginkonu. Beindust áhyggjur hennar að maga- stærð eiginmannsins. Hann var kom- inn meö ölmaga, hélt hún. Þegar aumingja konan kenndi ölinu um stækkun ístrunnar þvertók maöur- inn fyrir þaö. Hann sagöi að þeir tækju hitaeiningar úr bjórnum í brugghús- unum! Karlinn kenndi aftur á móti feitmetinu, sem konan bæri á borö fyrir sig um þyngdina. Það var ekki að sjá á svari læknisins sem svaraði bréf- inu að honum fyndist fyrirspurnin spaugileg. Ofnotkun áfengis er eitt af því sem ekki er talaö um hér í Dan- mörku. Aftur á móti þreytast þeir aldrei á hlæja aö nágrönnum sínum Svíum fyrir siðavandanir þeirra í áfengismálum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.