Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Side 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR1985. 13 „Það er úti á meðal fólksins sem formaðurinn sker upp herör gegn Nordölum þessa lands og fær ákúrur fyrir á betri bæjum." sem frú Ragnhildur Helgadóttir kné- krjúpi með tárvot augu og biðji hann að gera nú undantekningu sin vegna? Er það þingmaður Reyknesinga, próf- essorinn sem greiöir atkvæði á Alþingi gegn skoðunum sinum? Er það þing- maðurinn að norðan, sem righeldur i óbreytt landbúnaðarkerfi og rekur hross á fjöll þrátt fyrir bönn? Er þaö nýliðinn i þingliði sjálfstæðismanna, sem gapir af undrun yfir því, að menn skuli ávarpa hver annan á Alþingi með orðinu „háttvirtur” eða er það for- maður Alþýðubandalagsins, sem rítar grein á sömu opnu i áðurnefndu dag- blaði og viö skulum kikja svolítið nán- ar á. Þar ritar hann grein sem hann nefnir „Flokkar eru málefni — ekki trúöleikur einstaklinga”. Þar telur for- maðurinn upp tíu mál sem hans flokk- ur hefur fram borið á Alþingi að und- anförnu til þess aö sýna landsmönnum hvað hann er góður. Rifjum upp þessi tiu mál með smá athugasemdum. Þingmálin tiu 1. mál. Alþýðubandalagið hefur lagt fram frumvarp þar sem sýnt er fram á hvern- ig á að tryggja kaupmátt launa án auk- innar veröbólgu og án atvinnuleysis. Athugasemd: Alþýðubandalagið átti 3 ráöherra i rikisstjórn 1978—1983. Þá var minnk- andi kaupmáttur og Evrópumet i verð- bólgu. Ekkert frumvarp. 2. mál. Þingflokkurinn hefur flutt frumvarp um húsnæðismál sem skapar fjárhags- legar forsendur til þess að reisa 100 ibúðir á ári með 75% lánshlutfalli. Athugasemd: Svavar Gestsson var ráðherra húsnæð- ismála frá 1980—1983. Ekkert frum- varp. 3. mál. Þingsályktunartillaga um fullvinnslu sjávarafla. Athugasemd: Alþýðubandalagið átti aðild að rikis- stjórn 1978—1983. Engin tillaga. Eng- ar áherslur. 4. mál. Þingsályktunartillaga til þess að auka aðhald að innflutningsversluninni og tryggja þjóöarbúinu þannig milljarða króna, sem innflutningsverslunin hefur af landsmönnum með misnotkun gjald- eyris. Athugasemd: Svavar Gestsson var viðskiptaráðherra 1978—1979 og í rikisstjórn 1980— 1983. Engin tillaga, ekkert aðhald, blómstrandi innflutningur og milljarða sóun. 5. mál. Frumvarp um tryggingu verkafólks i fiskvinnslu gagnvart uppsögnum. Athugasemd: Svavar Gestsson var félagsmálaráð- herra 1980—1983. Ekkert frumvarp. Enginn áhugi. 6. mál. Frumvarp um að þjóðin eigi nýtingar- rétt fallvatna landsins og annarra orku- linda. Athugasemd: Hjörleifur Guttormsson var iðnaðar- ráöherra 1978—1983. Ekkert frum- varp. Enginn áhugi. 7. mál. Frumvarp um rétt foreldra til fjarvista vegna veikinda barna. Athugasemd: Svavar Gestsson var félagsmálaráð- herra 1980—1983. Ekkert frumvarp. Enginn áhugi. 8. mál. Frumvarp um að bæta stöðu fatlaðra samkvæmt örorkumati. Athugasemd: Svavar Gestsson var heilbr. og trygg- ingaráðherra 1980—1983. Ekkert frumvarp. Enginn áhugi. 9. mál. Tillaga um kjarnorkuvopnalaust Is- land. Athugasemd: Ísland er kjarnorkuvopnalaust og ann- að stendur ekki til. Guð forði heims- byggðinni frá þvi, að kjarnorkuþurs- arnir i austri og vestri hleypi hver á annan, en ef svo verður veit Svavar Gestsson jafnvel og ég að enginn hér á landi verður spurður um eitt eða neitt enda trúlega enginn til svara. 10. mál. Tillaga um rétt húsmæöra til sjúkra- dagpeninga. Athugasemd: Svavar Gestsson var heilbr. og trygg- ingaráðherra 1980—1983. Engin til- laga. Enginn áhugi. Þannig litur það nú út. En gerðu þá ráðherrar Alþýðubandalagsins ekkert öll þessi ár, sem þeir fóru með völdin? Jú, þeir tróðu gæðingum sinum i lausar forstjórastöður, félagi Svavar átti i úti- stöðum við Jafnréttisráð vegna mis- beitingar valds, Ragnar Arnalds hækk- aði laun lækna um 40% og sjúkraliða um 8% og Stigahliðarþjóðin hefur aldrei fengið aðrar eins krásir i aska sina og undir verndarvæng þeirra. Og nú spyr ég Kára Amórsson: Eru þetta traustu stjórnmálamennirnir, sem þér er svo mikið i mun að Jón Baldvin likist? Óneitanlega hafa vaknað margar spurningar i huga manns við lestur þessara greina, sem allar birtust á sömu opnunni i áðurnefndu DV. Þess vegna er ekki úr vegi, að menn velti fyrir sér eftirfarandi tveim spurningum 1 lokin og svari hver fyrir sig. 1. Hvers vegna flytur Alþýðubandalag- ið þessar tillögur sinar þegar það hefur, samkv. skoðanakönnun, minnst fylgi frá upphaft sinu, en ekki þegar það átti 14 menn á þingi og 31 rikisstjórn? 2. Hver er trúðurinn? BJami Pélsson. VELK0MIN SUÐUR Hver ætli hann hafi verið, sá framsýni snillingur sem fyrstur skildi að hollast væri tslendingum að búa saman hér syðra, i stað þess að sundr- ast og tvistrast út eftir hinni hrjóstrugu strandlengju? Þessi snillingur ætti auðvitað skil- ið að hann yrði sæmdur stórriddara- krossinum, en það er þó hætt við því að til þess komi aldrei — þessi snjalla hugmynd kviknaði nefnilega ekki i brjósti eins manns, heldur vitund þjóðarinnar allrar! Við aldamótin síðustu bjuggu vist aöeins tiu af hundraði íslendinga á' þeirri spildu sem nú kallast höfuð- borgarsvæði, en nú búa hér 54% og stækkar sú hlutfallstala dag frá degi. Þannig er þróunin, hvort sem mönnum likar betur eða verr. Og þessi þróun var ekki ákveöin með valdboði, heldur þvl boði sem skyn- semin og hyggindin innblása mann- fólkinu. Það er betra að búa þétt saman heldur en dreifast út um annes og dali. Það er betra að eiga þess kost að taka höndum saman þegar þörf krefur og þá er lika kleift að veita sér ýmsan þann munað, menningu og skemmtun sem marga þarf til að standa undir. Hin sæia Suðurbyggö Suðurbyggðin, sem svo mætti kalla, hin blómlegu, sólriku, greið- færu og veöursælu héruð sem teygja sig eins og ódáinsakrar frá Snæfells- nesi til Mýrdalsjökuls, nema um það bil helmingnum af flatarmáli Dan- merkur. I Danmörku búa nærfellt fimm milljónir manna og það er augljóst að i hinni sælu Suðurbyggð (miklu betra orð en suð-vesturhorn- iðl) gætu hæglega lifað sem blómi i eggi tvær til þrjár milljónir Islend- inga. Og það er lika augljóst að það gengur fantaskap næst aö tvistra svo fámennri þjóð sem íslendingum eins og hverjum öðrum sakamönnum eða útlögum langt upp i afskekkta afdali og út eftir harðbýlli strandlengjunni. Illmannleg tillaga En það er hægt að varpa ljósi á þetta viöfangsefni með eftirfarandi spurningu: hvernig myndum við Is- lendingar haga búsetu vorri, ef viö værum að nema hér land á þessum timum og værum 240.000? Ég held að okkur þætti það harla illmannleg tillaga að dæma þriðjung hins fámenna flokks til hálfgerðrar Siberiuvistar i afskekktum veðrarðss- um hingað og þangað, fjarri þeirri menningu samtimans er aðeins dafn- ar i borgum. Og við skulum ltka leggja fyrir okkur aðra, mjög svo tímabæra spurningu: hvað myndi vinnast ef við létum átthagarembinginn lönd og leið og tækjum saman höndum um að flýta fyrir þeirri þróun sem virðist bæði æskileg og óhjákvæmileg, að um næstu aldamót byggjum við öU hér syðra, öll þjóðin saman komin 1 hinni gjöfulu og gestrisnu Suður- byggð? Varstöðvar til vara Eitt af þvi sem vinnast myndi er menningin — þá myndu allir Íslend- ingar, einnig þeir sem nú búa úti á landi, njóta góðs af þeirri hámenn- ingu sem aðeins blómgast i borgum. Þá myndu allir íslendingar, ekki að- eins viö Reykvikingar, njóta nútfma menningarlifs, menntunar, skemmt- unar, þæginda og þjónustu. Iðnaður myndi eflast og fleiri gætu unnið við þessháttar störf, þvi iðnað- ur dafnar hvergi nema i þéttbýli. Landbúnað mætti leggja niður viðast hvar, nema þar sem hann borgar sig og aðeins til þess að uppfylla okkar eigin þarfir. Sjávarútveg mætti að sjálfsögðu stunda á stórum vinnslu- togurum frá Suðurbyggð en til greina kæmi þó að reka til vara fáeinar ver- stöðvar úti á landi og gætu vermenn unnið þar á vaktaskiptum — fjórar til sex vikur i senn, en byggju hér fyr- ir sunnan þess á milli. Sparast myndu gifurlegar fjárhæð- ir, sem nú er sðlundað i vegagerð, orkukerfi, oliudreifingu, simakerfi og sjónvarpskerfi út um annes og af- dali, Óhagkvmm gjaldeyrisöfíun Mér þykir liklegt að mörgum átthagakærum útnárabúanum finnist það kynlegur sparnaður að flytja hann hingað i Suðurbyggð — ekki síst Vestfirðingum, sem afla töluverðs gjaldeyris með striti sínu i skuggasundunum vestra. En Vestfirðingar gá ekki að þvi að það væri margfalt hagkvremara fyrir þá sjálfa og okkur hina að þeir Kjallarinn BALDUR HERMANNSSON BLAÐAMAÐUR byggju hér meöal vor og stunduðu sjóinn héðan. Það kostar litið meir að halda stórum fiskiskipum úti héðan úr Suðurbyggð, þótt nokkru skakki um stimið á miðin, en það kostar þjóðina hræöilegar fúlgur fjár að halda úti byggðinni fyrir vestan. Það kostar til dæmis morð fjár að leggja akfæra vegi um hinn stór- hrikalega Vestfjarðakjálka — ég tala nú ekki um ef við eigum að fara að bora göt á fjöllin þar, eins og sumir eru farnir að heimta. Þaö kostar morð fjár að leggja orkultnur út um allar trissur og um helst til langt skeið hafa Islendingar orðið að greiða sérstakan byggða- stefnu-toll af orkunni sinni, svonefnt verðjöfnunargjald. íslendingar búa við fokdýrt og óhrjálegt simakerfi og það er allt dreifbýlisstefnunni að kenna. Þaö væri nefnilega tiltölulega ódýrt að koma á fót fullkominni simaþjónustu i þéttbýlinu sunnanlands, en vita- skuld kostar það of fjár að leggja sima á hvern einasta kotrass og krummaskuð landsins og sú útgjalda- byrði stendur okkur hinum fyrir þrifum. Miklu fleiri dæmi mætti tina til ef vildi, svo sem skólabyggingar, sund- laugar, heilsugæslustöðvar og félags- miðstöðvar sem ríkið þarf að borga, en þessi dæmi nægja til að árétta þá staðreynd, að það er ekki nóg að afla gjaldeyris — menn verða að afla hans á þann veg að þjóðin hagnist af en skaðist ekki. LógmarksfJökHnn Áhugamenn um tilhögun byggðar á íslandi hafa sumir talið æskilegt að auk höfuðborgarinnar vaxi úr grasi einn eða tveir öflugir þéttbýliskjarnar úti á landi — til dæmis við Eyjafjörð- inn. En hver er lágmarksstærð slikra þéttbýliskjarna til þess að þeir geti lifað sinu eigin lifi og veröi ekki öðrum til byrði? Oft hefur verið talið að 50.000— 100.000 manns sé sá lágmarksfjöldi sem þarf til þess að starfrækja fullgilt menningarsamfélag á nútiðarvisu, með þeim lifskjörum, þægindum og þjónustu sem heyra til nútímakyn- slóð. Július Sólnes hefur ritað grein um þessa hluti i Mogga siðasta laugardag og er það ein merkilegasta ritsmið sem birst hefur lengi um byggðamál á íslandi. Júllus virðist þeirrar skoðunar, að .25.000—30.000 manns sé sá lág- marksfjöldi i þéttbýliskjarna sem unnt væri að sætta sig við á íslandi og má það vel vera rétt hjá honum — en hver eru þau, bæjarfélögin islensku, sem gætu tekið sér tak og hafist i þetta veldi af eigin rammleik? BaUur Hermannason Q „Þaö gengur fantaskap næst aö tvístra svo fámennri þjóð sem Islendingum eins og hverjum öðrum sakamönnum eða útlögum langt upp í afskekkta afdali og út eftir harðbýlli strandlengjunni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.