Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Page 40
FR ETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1985. „Islendingar kaldirá yfirborðinu” — en eldheitir innra Tónleikarnir í Royal Festival Hall vöktu athygli íLondon Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: í gærkvöldi voru haldnir í Royal Festival Hall, hér í Lundúnum, tón- leikar til styrktar byggingu á tónlistar- húsi í Reykjavík — og heppnuöust þeir vel. Þaö voru meðlimir Lundúnar Fílharmóníunnar sem stóöu aö tónleik- um þessum ásamt stjórnanda sveitar- innar, Vladimir Ashkenazy. Fyrir tónleikana var rætt viö Ashkenazy í þættinum London Plus í BBC-sjónvarpsstööinni, en þátturinn er fréttaþáttur fyrir London og nágrenni. Annar stjórnandi þáttarins er Sally Magnússon, dóttir sjónvarps- mannsins góökunna Magnúsar Magnússonar. Alls voru fimm mín. af þættinum, sem var 30 mín., helgaöar tónleikunum og íslandi. I lok þáttarins spuröi meðstjórnandi Sallyar hana um einkenni íslensku þjóöarinnar. Sally svaraöi: — íslend- ingar eru kaldir á yfirboröinu, en eld- heitirinnra.” -SigA/-SOS „Biðreikningur" húsbyggjenda: Tillaga frá Alexander í stjórninni Nýlega sagöi Alexander Stefánsson félagsmálaráöherra í viötali viö DV aö ákveðnar hugmyndir væru uppi til aö leysa vanda húsbyggjenda auk þeirra sem þegar hefur veriö gripiö til. Hann sagöi aö hugsanlega yröi stofnaöur biöreikningur, nokkurs konar greiöslujöfnunarreikningur til aö jafna bil á milli vísitalna. Var félagsmálaráöherra spurður í gær hvaö þessum „biöreikningi” liöi. Sagðist hann ætla að leggja tillögu um þenna nýja reikning fyrir ríkisstjórn- ina á morgun. Tillagan hefur ekki veriö rædd í þingflokki Framsóknar- flokksins enn, né öörum flokkum. -ÞG. Bílstjórarnir aðstoða SSnDIBíLfíSTOÐin LOKI Sameinar kartaflan fram- sóknarmenn allra fíokka? Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisf lokksins, um kartöf luinnf lutning: Bann á innflutningi kemur ekki til greina „Bann á innflutningi á kartöflum kemur ekki til greina aö mínu áliti,” sagöi Friörik Sophusson, varafor- maöur Sjálfstæöisflokksins, í sam- tali viö DV í morgun. Forsætisráö- herra er talsmaður innflutnings- banns. Allur þingflokkur hans styður þaö. Fáeinir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru sama sinnis. Þingflokkur sjálfstæöismanna sest á þingflokksfund um þetta kartöflu- mál klukkan 16 í dag. Ætlunin er aö afgreiða þaö, aö sögn Ölafs G. Ein- arssonar, formanns þingflokksins. Samkvæmt heimildum DV eru lang- flestir í þingflokknum á móti banni. Til greina koma einnig hærri tollar og niöurgreiöslur. Albert Guömundsson f jármálaráö- herra er á móti niðurgreiöslum og telur tollahækkun illframkvæman- lega. Því hallast hann aö innflutn- ingsbanni. Meirihluti þingflokksins álítur bannið hins vegar slíkt spor aftur á bak að útilokað sé aö stíga þaö. Kartöflur framleiddar hér njóta þegar um 110% verndar, í tollum og fjarlægö frá erlendum framleiðend- I samtalinu viö Friörik Sophusson sagöist hann telja tvennt mögulegt. Annars vegar aö bændur lækkuöu verulega kartöfluverð til verksmiöj- anna sem þeir eiga raunar sjálfir. Hins vegar aö komiö yrði til móts við þá meö einhverjum niðurgreiðslum um tíma. Hann segir þá leiö farna í súkkulaðigerö, ullar- og skinnaiönaöi og víðar, til þess að nálgast heims- markaðsverö. Ársneyslan af kartöflum í landinu er talin um tíu þúsund tonn. Fram- leiðslan hér í haust mun hafa orðið nær tvöfalt þaö magn. Aðeins um 20% af henni hefur selst og ljóst þyk- ir að stór hluti eyðileggist. Þrátt fyr- ir álagningu sérstaks vörugjalds á erlendar kartöflur hefur verö þeirra ekki hækkaö. Innlenda framleiöslan er því undir í samkeppninni. HERB „Hann er við hestaheilsu þessi," sagði Lenie Hart frá hollenska dýra- spítalanum þegar hún gáði að ferðafélaga sínum sem lá stilltur í körfu i flugskýli Arnarflugs og beið þess að komast um borð i flugvél er flytja átti hann til Akureyrar. Ferðafélaginn er selur sem fannst í fjöru i Hollandi fyrir nokkru. Kom hann ásamt Hart fljúgandi frá Amsterdam i gærkvöldi og er meiningin að sleppa honum i sjóinn nyrðra. -KÞ/DV-mynd GVA. SÍMAHLERANIR í VESTMANNAEYJUM „Viö erum búnir aö finna eitt eintak af þessum spólum og erum nú að yfir- heyra menn,” sagöi Júlíus Georgsson, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmanna- eyjum, nú í morgun. í síöustu viku varö uppvíst um síma- hlerun í Vestmannaeyjum. Símtal manns í landi viö félaga sinn sem var á sjó aö vitja neta var tekið upp á segul- band, fjölfaldað og síöan spilað fyrir fólk víöa í Vestmannaeyjakaupstaö. „Þaö er alla vega vissa fyrir því aö upptakan var spiluö fyrir verkfalls- veröi og aöra í húsakynnum eins sjó- mannafélagsins hér í bæ,” sagöi full- trúi bæjarfógeta. „I því samhengi kom símtaliö sér óþægilega fyrir þann er hringt haföi og kæröi hann símahlerun- ina.” — Er hlaupin þvílík harka í sjó- mannadeiluna aö menn sjá sig knúna tilaöhlerasímahver annars? „Ekki vil ég segja þaö. Þetta símtal var náttúrlega einkamál þeirra er við ræddust og slíkt á ekki aö taka upp á segulband. Hvaö þá aö spila upptökuna í fjölmenni,” sagöi Júlíus Georgsson. -EIR. Sáþriðjiinní dag? Verður þriöji maöurinn í GT-málinu hnepptur í gæsluvaröhald í dag? Ranri- sóknarlögregla ríkisins geröi kröfu um þaö í Sakadómi Reykjavíkur í gær- kvöldi. GT-máliö snýst um grunsemdir um stórfelld söluskatts- og bókhaldssvik. Samkvæmt niöurstööum rannsóknar- deildar ríkisskattstjóra er vantalin söluskattsskyld velta GT-húsgagna hf. á síðastliönu ári talin vera um 9 milljónir króna. Mennirnir tveir sem nú sitja í gæslu- varðhaldi eru fyrrum framkvæmda- stjóri GT-húsgagna og starfsmaður fyrirtækisins. Sá sem krafist var gæsluvaröhalds yfir í gærkvöldi er fyrrum starfsmaöur GT-húsgagna. -JGH Vilja „markaðslaun” í morgun fékk fjármálaráðuneytiö allar kröfugeröir aðildarfélaga BHM í hendur. Seinna í dag verður síöan sest aö samningaboröinu. Samiö verður viö hvert félag fyrir sig. Áætlaö er aö fundir standi yfir í dag og á morgun. Birgir Björn Sigurjónsson hjá BHM sagöi aö þessar kröfugeröir væru orö- aöar á nokkuö mismunandi hátt. Hins vegar ættu þær þaö sameiginlegt aö fariö væri fram á markaöslaun. Þaö er því ljóst aö háskólamenn byrja samninga við ríkiö meö kröfu um sömu laun og aörir hafa á frjálsum markaöi. I könnun.sem gerö var meöal há- skólamanna á vinnumarkaöinum.kom í ljós að ríkisstarfsmenn vantaöi 52—70 prósent upp á til aö standa jafnfætis öörum háskólamönnum í launum, aö sögn Birgis. -APH íslendingur situr f fangelsi í Ástralíu: Tekinn fyrir vopnað rán Ungur Islendingur situr inni í Ástralíu fyrir vopnaö rán sem hann tók þátt í fyrír tveimur árum ásamt kunningja sínum. Er mjög þungur dómur við slíku broti þar í landi. Islendingurinn, sem er tæplega þrítugur, var sestur að í Ástralíu, enda kvæntur þarlendri konu og átti með henni barn. Félagi hans, sem er Ástralíumaður, mun hafa átt hugmyndina aö þvi aö þeir félag- arnir fremdu vopnaö rán í verslun í borg skammt frá Sidney. Létu þeir til skarar skriöa, vopnaöir byssum. Þeir munu hins vegar ekkert hafa haft upp úr krafs- inu, þar sem þeir voru gripnir á staönum. Mjög þungir dómar eru viö brotum af þessu tagi þar í landi. Voru þeir dæmdir til alúangrar fangelsisvist- ar. Hafa þeir setiö inni í tvö ár. Vegna góörar framkomu Islendings- ins og þar sem þetta er hans fyrsta brot, er taUö líklegt að hann verði látinn laus til reynslu eftir eitt ár eöa svo. Fangelsi það, sem Islendingurinn situr í, er skammt frá Sidney. Samkvæmt upplýsingum DV er að- búnaður i fangelsinu góður miöað við víöast hvar annars staðar. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.