Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. * ___—------------__------------------ Umræðugrundvöllur Sjálfstæðisf lokks um húsnæðismál: Aðeins veitt lán til fyrstu húsnæðiskaupa — og G-lán hækkuð í 70% af nýbyggingarlánum Tillögur Sjálfstæöisflokksins um stefnumótun í húsnæðismálum eru enn tU umræöu í þingflokknum. Itarleg skýrsla um fjárhagsvanda húsnæöis- lánakerfisins hefur verið tekin saman að frumkvæöi Þorsteins Pálssonar. I henni er aö finna ýmsar tiUögur um endurskipulagningu húsna^islána- kerfisins en þar er ekki fjallað um þann fjárhagsvanda sem hús- byggjendurerunúí. 1 skýrslunni er lagt til að þaö veröi meginregla varðandi lánveitingar Byggingarsjóös aö lán veröi aðeins veitt til fyrstu húsnæöiskaupa og aö lán til kaupa á eldri íbúöum veröi hækkuö í 70% af nýbyggingarlánum. Eins og nú er háttaö málum er ný- byggingarlán til 2 tU 4 manna fjöl- skyldu 763 þúsund krónur en lán tU kaupa á eldra húsnæöi 290 þúsund krónur fyrir sömu fjölskyldustærö, eöa innan við 40% af nýbyggingarláninu. t skýrslunni er lagt til aö þetta hlutfall verði hækkaö í 70% og myndi lán til kaupa á eldra húsnæöi, eöa svonef nt G- lán, þá hækka í 534 þúsund fyrir þessa fjölskyldustærö. Ef þessi stefna sjálfstæðismanna nær fram aö ganga, og húsnæðislána- kerfiö getur staðið undir mestum hluta fjármögnunar viö fyrstu kaup íbúöar- húsnæöis, er gengiö út frá breyttri út- lánastefnu Byggingarsjóös. Mundu þá þeir hafa forgang sem eru aö byggja í fyrsta sinn en lánin drægjust saman tU annarra lánsumsækjenda. Sjálfstæðismenn telja aö þessar breytingar geti átt sér staö án laga- breytinga en leggja áherslu á að þær veröi kynntar meö góöum fyrirvara svo fólk og umsækjendur fái hæfilegan aðlögunartíma. I skýrslunni eru sett fram ýmis dæmi um hvemig hækkun útlána kemur í framkvæmd miöaö viö breytt- ar reglur. I útiánaáætluninni er gert ráö fyrir aö 705 milljónum króna veröi varið til nýbygginga og 760 milij. til kaupa á eldri íbúðum eöa samtals 1.465 milljónum króna. Ef aðeins væru veitt lán til þeirra sem eru aö byggja eöa kaupa í fyrsta sinn og eftirfarandi for- sendur gefnar: nýbyggingarlán til 2 til 4 manna fjölskyldu næmi eihni miUjón króna, einstaklingur fengi 78% af því nýbyggingarláni og 5 tU 6 manna fjöl- skylda 17% hærra lán en smærri fjöl- skyldan og aö G-lán verði 70% af ný- byggingarlánum fyrir samsvarandi fjölskyldustærðir, — þá þyrfti til þess 1.570 mUljónir króna, eða 105 miUjón- um króna meira en nemur f jármagns- þörf samkvæmt núverandi útlánaregl- um. Þessar tölur eru fengnar aö gefinni þeirri forsendu aö um 2 þúsund manns sæki um lán til kaupa á sinni fyrstu ibúö á næstu árum. I skýrslunni er gert ráö fyrir aö sá fjöldi skiptist þannig að um 800 sæki um nýbyggingarlán en 1200 tU kaupa á eldri íbúöum, sem er sama skipting og var á árinu 1984. í skýrslunni segir þó aö meö þeirri hækkun G-lána sem gerö er tUlaga um megi leiða lík ur aö því aö þeim fjölgaöi sem sæktu um G-lán en hinum sem sæki um nýbyggingarlán fækkaöi aö sama skapi. Niðurstaöan gæti því orðið sú aö þetta væri aö einhverju leyti ofmat á hversu miklu fjármagni þyrfti aö verja tU þessara lánaflokka enda eru G-lánin lægri en nýbyggingarlánin. Nefndin gerir ekki í skýrslu sinni til- lögur um nánari útfærslu þessa atriðis enda segir þar aö slík útfærsla sé ótímabær fyrr en pólitísk stefnumörk- un Uggi fyrir um þetta efni. Þingflokkur Sjálfstæöisflokksins mun taka skýrsluna til umfjöllunar í þriöja sinn á mánudaginn og úr því má gera róö fyrir að mótuð verði stefna á grundveUi þessara tiUagna. ÖEF „Háttvirti hr. Gorbatsjov. Viö und- irritaöar íslenskar mæður beinum til yðar þeim tUmælum aö þér hjálpiö syni Larisu og Andreis Tarkovskí, sem nú dvelja á Italíu.að komast úr landi til foreldra sinna.” Þannig hefst yfirlýsing undir- skriftalista þess er sendur veröur Gorbatsjov, formanni sovéska kommúnistaflokksins. Aödragandi þessa undirskriftaUsta er að Larisa Tarkovskí er nú stödd hér á landi, og hafa nokkrar konur samemast um aö safna þessum undú-skriftum. Larisa sagði í gær aö í meira en þrjú ár hefði sonurinn dvalið hjá aldraöri ömmu sinni sem sjálf þarfn- ast aðhlynningar. Þau hjónm hafa margoft skrífað stjómvöldum í Rússlandi, sagði Larísa ,,en við höf- um aðeins fengið þögnina ema sem svar.” Undirskriftalistar Uggja frammi í KvennahúsUiu á Hótel Vík. Á mynd- inni hér aö ofan eru Hallveig Thorla- cius, Larisa Tarkovskí, Brynja Benediktsdóttir, Vilborg Haröardótt- U-, Ingibjörg HaraldsdóttU- og KristUi Á. Olafsdóttir. -ÁE/DV-myndS I DAG LAUGARDAG, FRA 1-4 LADALUX 248.000 LADA 1200 198.000 LADA SAFER 220.000. LADA SPORT 4X4 408.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.