Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 11 Hlustað með uólitíska eyranu Eg er alltaf að reyna að fara varlega á öllum sviðum eins og ríkis- stjómin, bæði í fjármálunum og uppvaskinu og þegar ég þarf að skipta um peru tek ég rafmagnið af húsinu, það er að segja ef Rafmagns- veitan er ekki búin að taka af mér ómakið. En þrátt fyrir þessa varfærni á öllum sviðum fer stundum fyrir mér eins og ríkisstjórninni, ég verð fyrir óvæntum áföllum og kollsteypum og um daginn tognaði ég í öxlinni þegar ég var i boltaleik við son minn og fyrir utan sársaukann sem þessu fylgdi þótti mér verst að ég hæfði strákinn ekki einu sinni. Vegna þess að ég er kominn á þann aldur að ég ætti alls ekki að fara í boltaleik var sársaukinn það mikill sem tognuninni fylgdi að ég gat ekki sofið neitt að ráöi í nokkrar nætur og var það í sjálfu sér ágæt tilbreyting frá því að geta ekki sofið fyrir áhyggjum af uppsafnaöa vandanum í eldhússkápnum. En ég var ekki fyrr búinn að jafna mig sæmilega eftir þetta áfall en ég skellti bílskúrshuröinni á eyrað á mér.það sem ég hlusta á pólitikina með, og kom þetta sér afar illa fyrir mig því að þetta sama kvöld átti aö vera fundur í s jónvarpssal með borg- arstjóranum í Reykjavík. Þegar ég kom inn frá hurðar- skellinum fór eyraö á mér að bólgna og vildi konan mín endilega fara með mig á einhvern spítala þar sem þama var ekki um að ræða verð- bólgu sem fer hjaönandi þessa dag- ana aö mati einhverrar stofnunar úti í bæ. Eg aftók auðvitað algjörlega að fara á spítala þvi aö ég fór einu sinni á röntgendeild á svoleiðis stofnun þar sem ég hitti gamla konu sem var búin að bíða eftir myndatöku í hálfan mánuö og var hún satt aö segja farin að halda að þeir heföu kannski gleymtsér. Mér fannst þetta skrítið því að þarna voru langir gangar sem fólk í hvítum sloppum stikaði eftir meö einhver plögg undir hendinni og einn maður aö minnsta kosti gekk þama fram og aftur með hendur fy rir aftan bak og horfði á tærnar á sér og frétti ég síðar að hann fengi borgaö fyrir þetta. Eg tilkynnti konunni minni sem sagt að ég færi ekki á neinn andskot- ans spitala, hún yrði bara aö leggja kaldan bakstur við pólitíska eyrað á mér þvi að það væri álíka mikill glæpur að missa af þættinum með borgarstjóranum og að slökkva á þjóösöngnum eða blanda saman kóki og koniaki og drekka það ekki. Aldrei þessu vant tók konan mín þessari kurteislegu bón minni vel en þrátt fyrir góöan bakstur missti ég af upphafi þáttarins og var raunar ekki farinn að heyra neitt að ráði fyrr en farið var að tala um dag- Háaloft T" BENEDIKT AXELSSON heimilispláss og leikskólapláss sem ég veit raunar ekki muninn á. Þegar ég var að alast upp léku börn sér annaðhvort á bryggjunni og duttu í sjóinn eða priluðu i nýbygg- ingum og stungu sig á nagla en hefði aldrei dottiö i hug að láta leggja sig inn á stofnun þar sem allir pissa klukkan tiu og syngja á meöan um gamla Nóa sem kann ekki aö sprauta og brýturalla gíra. Eg var alveg sammála borgar- stjóranum i plássamálinu og hef reyndar lengi haft þá skoðun að þaö eigi aö leggja allar slíkar stofnanir í landinu niður en hins vegar þori ég ekki að tala um þetta þar sem fleiri en tvær konur eru saman komnar þvi að einu sinni átti að slá mig niður fyrir að halda þessu fram og heföi það sjálfsagt verið gert ef ég hefði ekki verið talsvert yngri þá og sæmi- lega fljótur að hlaupa. En það sem mér fannst einna athyglisverðast í þættinum var umræðan um bQakostnað borg- arinnar, fyrirspyrjandi hélt því fram að hann væri sjötiu og f imm milljónir en borgarstjórinn að hann væri bara ellefu milljónir. Þarna munar hvorki meira né minna en tiu fokheldum parhúsum á besta staö i borginni eöa fimmtíu þúsund koníaksflöskum og þremur lítrum af kóki ef mönnum finnst sá samanburður raunhæfari. Reyndar kom fram í máli borgar- stjóra að inni í háu tölunni væri rekstur öskubílanna okkar og finnst mér eins og honum ekki sanngjamt að taka þá með í þessu dæmi því að ég trúi því ekki fyrr en á reynir að borgarfulltrúar og háttsettir embættismenn borgarinnar ferðist á milli kokdilliboöa i öskubílum. Eg myndi aö minnsta kosti taka þann kostinn að reyna frekar að slaga á milli þeirra. Kveðja Ben. Ax. Eftir 2 umferðir eru eftirtalin pör í efstu sætum: SUg 1. Margr. Jensd.—Eggert Benónýss. 791 2. Gústaf Bjömss.—Rúnar Láruss. 760 3. Amar fngólfss.—Magnús Eymundss. 756 4. Jón V. Jónmundss.—Sveinbj. Eyjólfss. 752 5. Hildur Helgad.—Karólína Sveinsd. 740 6. Gísli Steingrímss.—Guðm. Thorsteinss. 736 7. Sigmar Jónss.—Vilhj. Einarss. 735 8. Guðrún Hinriksd.—Haukur Hanness. 724 Fyrir eða eftir bíó PiZZA HtíSIÐ Grensásvegi 7 simi 38833. ÁBYRGÐ ÖKUMAIMN/I Mikil- vægt er að menn geri sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem akstri fylgir. Bilar eru sterk- byggðir í samanburði við fólk. Athyglisgáfan verður því að vera virk hvort sem ekið er á þjóðvegum eða í þéttbýli. 0S95 UMFERÐAR Eiríkur pítumeistari hefur nú opnað nýjan og glæsilegan pítustað og býður upp á girnilegar og Ijúffengar pitur svo og hamborgara og ýmislegt meölæti. OPIÐ ALLA DAGA KL. 10,00 - 23.30 NÆG BÍLASTÆÐI Plta með buffi 135,- kr. Plta með kótilettum 165.- kr. Plta með kjúklingi (1/4) 200.- kr. (Vz) 290.- kr. Plta með djúpsteiktum fiski 125,- kr. Grænmetisplta 95.- kr. Barnapíta 80. - kr. « & leÍkIr Ferðaleikir eru margir til og auka ánægju yngstu feröalanganna. Orðaleikir, gátur, keppni í hver þekkir flest umferðarmerki og bíla- talningarleikir henta vel í þessu skyni. uæ UMFERÐAR Ð Pítu-húsið IÐNBÚÐ 8, GARÐABÆ. SÍMI: 64 12 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.