Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 23 Friðrik Asmundsson og Rut í sjóferðinni. (Myndin var tekin áður en litarháttur Rutar breyttist tii hins verra. Heimavistarliðið. /h J &■ Vffr þctLu-rn s/ota ■(týora, . ttnn<ur/um au rrL/ n cin rrc sffrjrirnctsina.lAe'/an s. c l/lffmannatyyctrn. fyn/r' þza'óarar moTtcþitjrf cy afaLyrin/nycc ofran/ma c/apc/na /3, ~ / 7 s /i a •"/ &$ /Cczr&r /c/éfyct-f* ^/-auum<uc/t{/s/ia. / Æsxt /Cctlracfr'fT/'r si-í/har^e/C // ÍTCHcúaui'Æ . §LC\vlSojT 3ru^oars.0.,tauqai'iorekJcuu. 'l.o cbVjúco cxaj i lc. . Úrk gestabók Stýrimannaskólans. Óli Þór og Sigga taka sólarhæðina með sextant. tímann f yrir mat sem var siglingaf ræði hjá Sigur- geiri Jónssyni. Þar lærðu þær að stinga út í kort og taka stefnur og fyrr en varði voru þær komnar meö stefnuna á Englandsstrendur og stungu út í kortiö meö tilþrifum. Kafað í lauginni og kíkt út á sjó Eftir hádegið fóru þær með strákunum í fyrsta stigi í tíma í froskköfun í sundlauginni í Vest- mannaeyjum. Sigurður Oskarsson sá um að leiða þær í allan sannleikann um leyndardóina köfunar- listarinnar og áður en varði voru þær farnar að kafa um alla laug eins og þær hefðu aldrei gert annaö. Ekki var laust við aö einhverrar afbrýöi- semi gætti hjá strákunum yfir því hversu góðan tíma Siggi gaf sér til þess að liðsinna stelpunum og voru strákamir að skjóta því á Sigga að aldrei sýndi hann þeim svona natni eins og hann hefði sýntídag. Þegar köfunartímanum var lokið var haldiö um borð í Lóðsinn og farið með honum í smá- siglingu. Farið var út að loðnubátunum sem voru að kasta rétt utan við Eyjar og fylgst með veiðum þeirra um stund. Lónaö var um sundin blá í norðangolunni og var sýnin til Eyja oft ægifögur þegar sólargeislarnir vörpuöu geislum sínum yfir hafflötinn og samspil ljóss og skugga myndaði hin furðulegustu fyrirbrigðl Lengst af stóð allt liðið frammi í stafni en kalt var og því var farið inn til að ylja sér aðeins um stund. Ekki hafði lengi verið haldið kyrru fyrir í stýris- húsinu þegar litarháttur Rutar fór að lýsast og þegar einhver ætlaði aö fara að kveikja sér í sígarettu taldi hún vissara aö fara út í ferska loftið, henni væri ekkert um svona sígarettureyk gefið, alla vega ekki þá stundina. Eftir að út á dekk var komið að nýju komst fljótt eðlilegur roði í kinnar Rutar, þannig að hún gat gengið sperrt frá borði þegar lagst var að bryggju í Eyjum á nýjanleik. Kókómjólk og kex í hádeginu I hádeginu áttu þær von á að fá veislumat, því að á Gestgjafanum kvöldið áður höfðu þrír herra- menn, allir nemendur i Framhaldsskólanum, boðið þeim að koma og snæða með sér hádegis- verð í mötuneyti sem rekið var í skólanum í tengslum við opna viku. Þær mættu galvaskar á slaginu tólf í Framhaldsskólann en Longarinn, Laugi og Stebbi Súpermann, sem höfðu komið til þeirra á Gestgjafanum, kynnt sig og boðið þeim í mat, sáust hvergi.Líklega hefur matarlyst þeirra ekki verið komin alveg í formið fyrr en seinna um daginn þann. Þær urðu því bara að skella sér upp á vist og athuga hvort ekki væri þar eitthvað matarkyns. Ekki var nú nein stórveisla þar þá stundina svo þær létu sér nægja kókómjólk og kex í hádegis- verö aö þessu sinni. Þegar í land kom drifu þær Rut og Sigga sig á Bjössabar og fengu sér aö snæða því aö kókómjólk-. in og kexið hafði ekki reynst vera nein afburða undirstöðufæða og var því hungur farið að segja til sín. Eftir snæðinginn röltu þær um bæinn og skoðuðu mannlífið en héldu síöan í átt að vistinni og komust þangaö eftir að hafa villst og flækst um igóðantíma. Næturlífið skoðað á ný Þegar á vistina var komið beið þeirra pizzu- veisla sem Bjössi vistarkokkur stóð fyrir. Hafði hann snarað sér í að baka pizzur og fór ansi létt með, að eigin sögn. Þær gátu því tekiö til við að matast að nýju því ekki máttu þær móðga neinn með því aö segjast ekki vilja, eins og Bjössi hafði nú lagt sig f ram við matseldina. Eftir að þær höfðu troðið í sig sáu þær að ekki var nú víst að kokkurinn hefði lagt sig svo ýkja mikið fram við matseldina því pakkningar utan af pizzunum fundust í eldhúsinu, þær höföu bara verið keyptar tilbúnar úti í búð og hefði víst hver sem er getað hitað þær upp án mikillar fyrirhafn- ar. Fljótlega eftir matinn varð allgestkvaamt á vist- inni því margir vildu berja þessa kynjagripi frá Húsavik augum. Þegar allir höfðu klætt sig upp fór öll strollan á Gestgjafann þar sem lagiö var tekiö undir for- söng tríósins Náttsólar, en þar er skipstjóri um borð Sigurgeir Jónsson kennari í Stýrimanna- skólanum. Skroppið var á Mylluhól sem er önnur ölstofa í bænum og þar var þeim Siggu og Rut boðið hvað sem þær vildu á kostnað hússins. Þaðan var síðan haldið á Skansinn þar sem þeim stöllum var boöið inn og síðan dansað út ballið, en engar sögur fara af hversu lengi sá dansleikur stóð. Eldsnemma í sund! Þær stöllur voru þó mættar í sund eldsnemma á laugardagsmorguninn og að því loknu fóru þær síðan í skoðunarferð um eyjuna með þeim Friðrik Ásmundssyni og Sigurgeiri Jónssyni sem fræddu þær um ýmis örnefni og sögustaði á eynni. Farið var á Náttúrugripasafnið og það skoðað. Hrifust þær mjög af safninu og fannst mikið til koma að sjá hve fiskamir sem þar eru eru hændir að safnverðinum en hann gaf þeim og klappaði á bakið eins og þeir væru hans bestu vinir. Þá var haldið á Gestgjafann þar sem þær snæddu dýrindis máttíö í boði Stýrimannaskól- ans en síðan tók við afslöppun og rólegheit það sem eftir var dagsins. Kvöldið var svo að sjálf- sögðu notað til skemmtanahalds og sáu stýri- mannaskólanemamir um að það gleymdist ekki að kynna þeim þann þáttinn í skólalífinu. Kvaddar með tárum Ráðgert hafði verið að þær Sigga og Rut héldu heim á leið frá Eyjum með flugi um hádegisbilið á sunnudeginum. Ekki gat þó orðið af því þar sem suðaustanstrekkingur var kominn í Eyjum og ekki fært til flugs. Varð því úr að þær skelttu sér með Herjólfi til lands og aumkvaði einn vélstjórinn þar um borð sig yfir þær og leyfði þeim aö lúra í koju sinni. Aður en Rut og Sigga héldu frá Eyjum voru þær leystar út með gjöfum frá Stýrimanna- skólanum og nemendum hans. Vom þeim gef nir bolir með merki skólans, silfurskildir með merki skólans og ágröfnum nöfnum þeirra ásamt kortum og baádingum um skólann og starfsemihans. Þegar þær fóru um borð í Herjólf fylgdu peyjamir af heimavistinni þeim niður á bryggju ásamt Friörik skólastjóra. Þeir kvöddu þær með virktum á bryggjunni og þegar þær skokk- uðu léttar upp landganginn og veifuðu í kveðju- skyni var ekki laust við að sæjust tár í augum strákanna á bryggjunni. Nú var alvaran fram- undan og hversdagsleikinn blasti við. Liklega yrði nú ekkert gaman um næstu helgi, bara horft á sjónvarp eins og venjulega og allur gleð- skapur látinn lönd og leið. Eða hvað? Liklegt má þó telja að þær hugsanir verði horfnar um næstu helgi og þá verði farið að birta yfir drengjunum á ný, alla vega geta þeir huggað sig við það að þeir sjái kannski stelpurnar í vor því einhver hafði á orði að það væri nú alls óvitlaust að efna bara til skólaferðalags í vor og fara þá auðvitað til Húsavíkur. Af þeim Siggu og Rut er það að segja að sjóferðin með Herjólfi gekk ágætlega og kom vélstjórakojan sér vel því þær steinsváfu alla leiðina til Þorlákshafnar. Aftur á móti var rútu- ferðin frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur hálfgert ævintýri því snarvitlaust veður var á leiðinni, stormur og snjókoma, en þó komust þær klakk- laust til höfuðborgarinnar. Þær dvöldu í borginni fram eftir vikunni og kíktu aðeins á menninguna þar en voru hálf- þróttlausar í næturrallinu enda búnar að eiga annasama daga í Eyjum. Sigga hétt heim á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudag en Rut hélt kyrru fyrir í borginni eitthvað f ram eftir vikunni og ætiaði að nota tímann til þess að kíkja á einhverjar andlegar heilsuhjálparstofnanir enda víst ekki vanþörf á að hennar eigin sögn, eftir það sem á undan hefur gengið. Þar með var lokið draumaferö þeirra Rutar og Siggu. Ferð sem hafði í alla staði heppnast vel og verið þeim eftú-minnileg. Mannltfið, tímatalið og montið Eg hafði samband við þær og spurði hvað þeim væri nú efst í huga eftir aö þessi draumur þeirra, um að komast til Vestmannaeyja og kynnast þar starfi Stýrimannaskólans, væri búinn að rætast. Þær sögöu að efst í huga þeirra væri náttúrlega þakklæti til DV, Flugleiða, skólastjóra og' nemenda Stýrimannaskólans og allra þeirra er höfðu gert það mögulegt að þessi draumur þeirra rættist. Þær sögöu aö dvölin í Eyjum hefði verið frábær og margt þar hefði komið þeim virkilega á óvart. Þær sögðu að lífið á vistinni hefði verið frjálslegt og ekkert væri þar til sem væri neitt of persónu- legt. Sem dæmi um það nefndu þær að það heföi ekki verið heiglum hent að skipta um föt því engar hurðir voru læstar og menn áttu það til að rekast inn þegar ekki stóð sem best á. Rut sagði að hún hefði nú bara búist við að fimmtudagskvöldiö í Eyjum yrði rólegt og hún hefði verið aö hugsa um að taka með sér prjóna, „en sem betur fer gerði ég það nú ekki, þaö hefði verið laglegur skandall ef það heföi skeð”, sagði hún og hló við. Þær rómuðu mjög náttúrufegurðina í Eyjum og fannst afar margt áhugavert að sjá, þó voru þær einna hrifnastar af mannlífinu og fannst þeim áberandi hversu opiö fólk var og viðmótsþýtt. Þær sögðu að mjög margir hefðu gefið sig á tal við þær og tekið þeim eins og þær væru bara innfædd- arEyjapíur. Það sem vakti hvað mesta athygli þeirra, þegar þær ræddu við Eyjabúa, var hversu sérkennilegt tímatal þeir miðuðu við, allt væri miðað við fyrir og eftir mikla snjóinn, fyrir og eftir gos og fyrir og eftir þjóðhátið eða á þjóðhátíö. Aö lokum sögðu þær Sigga og Rut. „Við vorum búnar að heyra það áður en við fórum til Eyja að Vestmannaeyingar væru svo hroðalega montn- ir. Eftir að hafa dvalist í Eyjum þessa daga og kynnst fólkinu, náttúrunni og mannlífinu þar þá segjum við að það sé með Vestmannaeyingana eins og Þingeyingana, þeir hafi svo margt til að státa sig af að þeir hafi ærna ástæðu til þess að vera bara montnir.” Texti og myndir: GrímurGisiason. Helgarblað DV þakkar kennurum og nemendum Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, Flugleið- um og öðrum sem gerðu þennan draum að veru- leika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.