Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 2
2
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður
haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík,
í dag laugardaginn 23. mars 1985 og hefst
kl. 13.30. ‘
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð
fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf
Frá blaðamannafundinum þar sem námstefnan um líftækni var kynnt.
NÁMSTEFNA
UM UFTÆKNI
Líftækni hefur verið mjög til um-
ræðu undanfariö enda binda menn von-
ir við að hún geti orðið grundvöllur
nýrrar atvinnugreinar hér á landi jafn-
framt því að sty rkja þær sem fyrir eru.
I framhaldi af tillögu, sem flutt var
á Alþingi fyrir um ári, var skipuö
nefnd á vegum iðnaðarráöuneytisins
til að annast kynningu á aðferðum og
möguleikum líftækni. Nefndin tók til
starfa í nóvember sl. og er hún skipuö
sérfróðum aðilum, tilnefndum af
iðnaöarráðherra, VSI, Háskóla Is-
lands, Tækniskólanum, Sambandi ísl.
sveitarfélaga og rannsóknarráði rík-
isins.
I dag, laugardag, stendur nefnd
þessi aö námstefnu um líftækni í sam-
vinnu viö endurmenntunamefnd Há-
skólans. Þar verður gerö grein fyrir
hugtakinu líftækni og notkun líftækni-
legrar aðferðar. Reynt verður að
draga fram sérstööu tslands, fjallað
verður um rannsóknarverkefni, sem
nú er verið að vinna að, auk verkefnis
sem þegar er búið að hrinda í fram-
kvæmd.
Ljóst er að líftæknin á eftir að
marka spor í íslensku atvinnulífi í
framtíðinni. Það er því brýnt að virk
umræða sé um þessi mál, að fólk sé
upplýst um hvað líftæknin fjallar um
og viti um möguleika hennar. Forráða-
menn námstefnunnar vonast því eftir
að þingmenn, sveitarstjórnarmenn og
atvinnurekndur láti sjá sig um helgina
en leggja samt ríka áherslu á að nám-
stefnan er öllum opin.
Hún hófst kl. 9 í morgun í Borgar-
túni 6, á f jórðu hæð, og stendur til kl.
16.
-JKH.
MEÐ: DISKETTUDRIFI, JOY-
STICKS, PRENTARASNÚRU,
SEGULBANDSSNÚRU, 16 KB
STÆKKUN, SJÓNVARPSTENGI.
* Stækkanleg í 192 KB RAM.
* Microsoft Basic 32 KB ROM.
* Skiptanlegt val, 40/80 stafir í linu.
* Hámarksupplausn 560 x 192.
* Sértalnaborö.
* 2MHZ, 650ZA Processor.
* Innbyggt Centronics Parallel prentara interface.
* Fjöldi lykla I borði 81.
* Reset takki.
* RGB útgangur.
* CP/M kerfi fáanlegt.
* Eitt stærsta úrval af forritum í heiminum
í dag gengur á vélina.
Kr.
39.900
stgr.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ LASER 3000, ÞAÐ BORGAR SIG.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200
Amnesty í
Gerðubergi
Islandsdeild Amnesty International
gengst fyrir sýningum í menningar-
miðstöðinni Gerðubergi sem hefjast
á morgun, sunnudaginn 24. mars, og
lýkur skömmu eftir páska. Er þetta
liður í baráttu Amnesty gegn
pyntingum en sú herferð samtakanna
hófst í apríl í fyrra og er reyndar eitt af
höfuðbaráttumálum samtakanna.
I Gerðubergi verður annars vegar
sýnd veggspjaldaröð gerö af Amnesty
International um þemað „Aðgengi aö
föngum”. Er þar átt við aö læknum,
ættingjum og lögfræðingum sé veittur
greiður og reglubundinn aögangur að
föngum í einangrunarvist þegar eftir
handtöku. I þeim efnum er pottur
brotinn víða um heim.
Þá munu sex nemendur úr
grafíkdeild Myndlista- og handíða-
skóla Islands sýna myndir er þeir hafa
gertumpyntingar.
A meðan á sýningunni stendur verða
jafnhliða haldnir almennir fundir í
Gerðubergi. Á morgun, 24. mars,
verða sýnd tvö myndbönd, annað um
pyntingar á níunda áratugnum, hitt
um aðalstöðvar Amnesty í London.
Laugardaginn 30. mars mæta svo þeir
Ámi Gunnarsson og Bernharður
Guðmundsson og segja frá ástandinu í
Eþíópíu. Báðir fundirnir hefjast
klukkan 16.00.
-EIR.
FISKHÁTÍÐ í
VÖRUMARKAÐNUM
Vörumarkaðurinn mun gangast
tyrir fiskhátíð í verslunarhúsi fyrir-
tækisins að Eiðistorgi 11 sunnudaginn
24. mars. Á hátíðinni verða kynntar
allar helstu fiskafurðir Islendinga,
bæði úr sjó og vötnum, ásamt leið-
beiningum um matreiðslu og fram-
ireiðslu.
Tilgangur fiskhátíðarinnar er að
kynna fólki þá ótal möguleika sem
bjóðast í matargerö með fisk sem hrá-
efni, einnig að sýna hversu mikið úrval
er af fiski og fiskafurðum á
markaðnum og sýna hvemig má not-
færa sér fiskinn bæði hversdagslega og
til hátíðabrigða.
Ahersla er lögð á tilbúna fiskrétti
sem matreiðslumenn Vörumarkaðar-
ins útbúa og seldir em tilbúnir í ofninn.
I frétt frá Vömmarkaðnum segir að
fiskborð eitt mikið verði sett upp og
lengd þess verði um 18 metrar, hlaðiö
fiskréttum auk margra sérkynninga á
einstökum afurðum. Auk þessarar
fiskhátíöar eru jafnan haldnir svo-
nefndir fiskdagar á mánudögum og
þriðjudögum. ÁE
Stórstúkan skorar
á Jón Baldvin
Stórstúka Islands hefur sent frá sér
áskorun til Jóns Baldvins Hannibals-
sonar að mæta til kappræöna um
áfengisvandamál og áfengan bjór. Á
fundurinn að fara fram í einhverjum
samkomusal í borginni.
Eins og kunnugt er neitaði útvarps-
ráð á sínum tíma að leyfa Stórstúkunni
að efna til kappræðna í sjónvarpssal.
Jón Baldvin Hannibalsson er stadd-
ur erlendis þessa stundina.
-EH.