Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 3 Hafskip: Hlutafjáraukning gengur vel „Ég get ekki sagt annaö en aö hluta- fjáraukningin gangi prýðilega, Wuta- féö hefur verið aukið um 60 milljónir og gert er ráö fyrir að auka þaö um 20 milljónir til viðbótar,” sagöi Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri skipafélagsins Hafskips. Áaðalfundi, hinn9. febrúarsíðastlið- inn, var tekin ákvöröun um að auka hlutaféð um 80 milljónir króna vegna slæmrar eiginfjárstöðu félagsins. Fé- lagið varð fyrir nokkru tjóni á síöasta ári, meðal annars vegna verkfalla og einnig eru mikilvægar framkvæmdir framundan hjá félaginu. Rétturinn til forkaupa á hlutafé rennur út 9. apríl, og hafa þegar 150 til 200aðilarnotfærtsérþannrétt. -ÁE Isfahani Sameen, varaheimsforseti JC: í KOPAVOGIIDAG Varaheimsforseti JC-hreyfingar- innar, Isfahani Sameen frá Sri Lanka, kom til Islands í gær. Hann mun dvelja hér fram á mánudag. I dag verður Sameen gestur á sam- eiginlegum fundi JC-félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn verð- ur í Kópavogi, nánar tiltekið Þinghóli, Hamraborg 11, og hefst klukkan 15. Það er JC-Kópavogur sem hefur veg og vanda af fundinum. En Sameen mun ekki einskorða sig við höfuðborgarsvæðið. Hann mun halda austur fyrir f jall og mæta á fund hjá JC-Selfossi. Isfahani Sameen frá Sri Lanka, varaheimsforseti JC. Fundurinn i Kópavogi hefst klukkan 15 í dag, laugardag. Hann heldur einnig vestur á bóginn, verðurá fundihjá JC-Stykkishólmi. -JGH Hagnaður hjá jámblendinu: Verðlauna starfsfólkið Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga skilaöi hagnaði í fyrsta skipti á síðasta ári. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn vár fyrr í vikunni. Nam hagnaðurinn 132 milljón- um króna en í fyrra var tap upp á 113,5 milljónir króna hjá verksmiðjunni. Til þess aö sýna starfsfólki þakklæt- isvott fyrir að sýna umburðarlyndi í samningum sínum viö fyrirtækiö hefur stjórn þess ákveðið aö verðlauna starfsfólkið. „Við munum greiða hverjum fastráönum starfsmanni verðlaun sem samsvara náiega einum mánaðarlaunum. Lausráðið fólk mun fá svipaða uppbót,” sagði Stefán Reyn- ir Kristinsson, fjármálastjóri fyrirtæk- isins. -EH. Steindór auglýsir eftir fleiri bílum: Þjónusta leigubfla löngu orðin úrelt — segir stöðvarstjóri Steindórs Steindór býður upp á litla sendibila sem þennan. Bifreiðastöð Steindórs hefur auglýst eftir fleiri sendibílum. Nú eru starf- andi innan við 20 bílar þar. Talið er að þörf séfyrir50 bíla. „Við erum að koma á fót þjónustu sem neytendur hefur vantað. Við bjóðum upp á smásendibíla á lægri taxta heldur en leigubílar til mann- flutninga hafa gert frá upphafi og hafa í raun ekki heimild til aö gera. Til þess að geta sinnt Reykjavíkur- markaðinum áætla ég að við þyrftum um 50 bíla,” sagði Guðmundur Rúnar Ásmundsson, stöðvarstjóri á Steindóri. — Erþörfinsvonamikil? „Já, hún er það. Það eru 600 leigu- bílar hér í dag og 10—15 prósent af þeirra vinnu er pakkakeyrsla. Við ætlum okkur að ná þeim markaði. Eg held líka að menn ættu að forðast það að líta á markaðinn sem eina köku sem er óbreytanleg.” — Nú ætlið þið að reyna að koma meöfleirinýjungar. „Við álítum að við getum flutt fólk gegn lægra gjaldi með því að leggja minni fjármagnskostnað í bílana. Við viljum gera leigubílaakstur að neyslu- vöru, ekki að lúxus, eins og hann er í dag. I dag er til dæmis orðiö nær óþekkt að leigubílar séu stöðvaðir úti á götu vegna þess að þeir eru svo dýrir miöað við kaupmátt almennings. Við hér teljum að ef leigubílaakstur yrði gefinn frjáls gætum við boðið al- menningi upp á ódýrari akstur. Við viljum byrja með litla bíla á umtals- vert lægra gjaldi. Einnig viljum viö stórlækka startgjaldið. Við viljum lækka kílómetragjaldiö og einnig af- nema svæðaskiptinguna. Fólk, sem býr fyrir utan Reykjavík, býr við skerta samgöngumöguleika og það á ekki líka að refsa því í sambandi við leigubíla. Það er ekkert lengra að fara í Hafnarfjörð en í Breiðholt og það á ekki að þurfa að borga tvöfalt fyrir að fara þangað,” sagði Guðmundur. Hann segir einnig aö gildandi reglu- gerð um leigubilaakstur sé orðin úrelt og sé í raun siðleysi og gegn hags- munum neytenda. Þá brjóti hún einnig í bága við stjórnarskrána. „Staðreyndin er sú aö þjónusta leigubílstjóra er orðin stöðnuð. Þetta er orðinn hálaunaður forréttindahópur í þjóðfélaginu og ekki i takt við tímann,” sagði Guðmundur Rúnar Asmundsson, stöðvarstjóri á Steindóri. -APH. Opið í dag, laugardag, kl. 13—18. BGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202. VERÐ SEM SLÆR ALLT UT FENGUM ÖRFÁA FIAT 127 STATION Nú búinn aflmikilli 1050 cm vél, framhjóla- drifinn, með fimm gíra. Verulega vandaðar innréttingar. Sérstaklega styrktur fyrir erfiðar aðstæður. Aksturseiginleikar FIAT 127 fólksbllsins eru auðvitað alþekktir í gegnum árin og STATION 127 hefur þá alla og kannski ögn fleiri. Vegna ótrúlega lágs innkaupsverðs og hagstæðra samninga getum við boðið EÍAT 127 STATION á þessu frábæra verði eða á aðeins kr. 239.000,- á götuna m/ryðvörn og skráningu. FIAT127 STATION sameinar þægindi fólksbflsins og flutningsgetu sendibflsins á sérstaklega smekklegan hátt. Heil ósköp af plássi til flutninga, afturhurðin opnast alveg niður að gólfi og með því að leggja aftursætið fram er hægt að flytja mikið af plássfrekum vamingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.