Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. v Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12. Prentun: Arvakurhf. Áskriftarverö á mánuði 330 kr. Verð I laueasðlu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Skírteini í pósti Málsaðilar í deilu ríkissjóös og háskólamenntaðra kennara virðast vera sammála um, að skaölegur sé hinn mikli samdráttur í kennslu í skólum á menntaskólastigi, sem stafar af uppsögnum kennara. Ýmis rök hníga þó að því, aö núverandi ástand sé ágætt og mætti framlengjast. Skólar á menntaskólastigi eru orönir svo fjölmennir, að þeir minna í vaxandi mæli á skóla á skyldunámsstigi. Nemendur eru margir hverjir meira eöa minna skyldaðir til að vera þar, þótt þeir hafi engan áhuga á að notfæra sér þá starfsemi, sem skólunum er ætlað að stunda. Þessir skólar líkjast smám saman eins konar dagheim- ilum fyrir unglinga á menntaskólaaldri. Unglingarnir eru haföir þar í geymslu eins og börn í barnaskólum, svo að þeir séu ekki að flækjast fyrir á heimilunum og séu ekki aö flækjast fyrir á vinnumarkaðnum. Hin lélega framleiðni, sem jafnan einkennir skyldu- skóla, er einnig áberandi í skólum á menntaskólastigi. Skiptir þá litlu, þótt góðir kennarar reyni að gera sitt bezta. Ef jarðvegurinn er grýttur, áhugi nemenda lítill eða enginn, vinna hinir áhugasömu kennarar fyrir gýg. Unglingar ná stúdentsprófi meö svo ævintýralega litla þekkingu, að einfaldara væri að senda samkvæmt þjóð- skrá stúdentsskírteini í pósti til allra á tilskildum aldri. Það mundi ekki kosta nema frímerki, en rekstur skóla á menntaskólastigi kostar stórfé á hvern nemanda. Athyglisvert er, að venjulegt fólk þarf ekki nema brot af tíma nemenda á menntaskólastigi til aö ná góðum próf- um í öldungadeildum. Þar er að læra fólk, sem stefnir að marki, og þess vegna er framleiðnin þar margföld á við framleiðnina í hinum venjulegu menntaskóladeildum. Spurning er, hvort rétt sé að kvelja unglingana í slíkum skólum og hvort ekki sé betra að bjóða fleiri og betri kosti eftirmenntunar og símenntunar. Sá, sem þarf atvinnu sinnar vegna að læra þýzku, gerir það á skömmum tíma í kvöldskóla, ef hann hefur ekki lært það af Derrick. Þegar þessi sami maður var í menntaskóla, hafði hann ekki hugmynd um, að hann mundi þurfa á þýzku að halda. Þess vegna sýndi hann því námi engan áhuga og kunni raunar ekki neitt, þrátt fyrir stúdentspróf. Fram- leiðni námsins margfaldast, þegar þörf er og áhugi. Sumir unglingar eru áhugasamir um nám og geta á hálfum vetri lært það, sem reiknað er meö, að fólk læri á heilum vetri. Þessa unglinga munar ekkert um, þótt skólarnir séu meira eða minna lokaðir vikum saman. Þeir þurfa ekki einu sinni á kennurum að halda til aö geta lært. Hinir, sem lítinn eða engan áhuga hafa, læra hvort sem er ekki neitt í skólanum. Þeim má eins og hinum vera sama um, þótt kennarar séu farnir til annarra starfa. Þessir nemendur ættu raunar fremur heima í gagnlegu atvinnulífi en í gagnslausu námi. Ef þeir þurfa, fara þeir síðar í kvöldskóla. Þau rök, sem hér hafa verið talin, segja ekki allan sann- leikann um málið. En þau benda þó til, að ástæðulaust sé að telja hrapallegt, að margir kennarar og nemendur snúi sér að atvinnulífinu í stað þess að strita í vonleysi við að rækta akur í stórgrýtisurð. Hví skyldi Kjaradómur ekki vísa frá málinu á þeim for- sendum, að kennarar séu farnir, uppsagnir þeirra stað- festar í ráðuneytinu og málið þannig komið út fyrir verk- svið dómstólsins? Það ríkir nefnilega ekki neitt ófremd- arástand. Og stúdentsskírteinin má senda öllum í pósti. Jónas Kristjánsson Allir tala íslensku Þaö gladdi mig aö heyra Arna Johnsen segja þaö í sjónvarpinu um daginn, aö íslenska væri heimsmáL Þessar upplýsingar komu mér reyndar á óvart, en seinna um kvöld- iö var þessi kenning síðan staðfest svo ekki verður um hana efast. Þaö aö ástkæra ylhýra máliö væri heimsmál, rann upp fyrir mér, þegar ég hitti kunningja minn einn, nýkom- inn heim frá útlöndum. Hann var sællega brúnn, (hafði gist á hóteli, þar sem sóllampar fylgdu hverju herbergi) og hlaðinn glingri. Og viö höföum varla sest niöur til þess aö drekka kaffið, þegar hann fór aö lýsa ferðinni fyrir mér, stoltur. — Fjórar vikur, maöur, og þurfti ekki aö tala orö nema á íslensku all- an tímann. Ekki eitt einasta orö á dönsku þurfti ég aö láta út úr mér. Bara íslenska! Mér fannst þetta ekki lítið afrek. Aö vísu haföi maðurinn fariö til Bandaríkjanna, þannig aö danskan heföi varla komiö honum aö miklu gagni, en þaö var þó afrek aö dvelj- ast í Bandaríkjunum í fjórar vikur, einn síns liðs, og segja ekki eitt ein- asta orö á ensku. Það er þó vitað mál, aö Bandaríkjamenn kunna ekki erlend tungumál. Svo ég spuröi hann hvernig hann heföi eiginlega fariö aö þessu? — Ekkert mál. Þaö er alveg sama hvar maöur er í heiminum. Þaö skilja allir íslensku, maður þarf bara aö tala nógu skýrt og hátt. Stundum tekur það dálítinn tíma fyrir þessa útlendinga aö skilja, en þaö kemur aUt aðlokum. Hann heUti tollfríu koníaki í krist- alsbelg og viö þefuöum ögn. — Það sem þessir asnar sem fara í kvöldskóla til að læra öll þessi tungu- mál, hvaö sem þau nú heita, skilja ekki, er það, aö íslenska er heuns- mál. Það skUja aUir íslensku. Hann varö íbygginn á svip og haU- aöi sér fram y fir boröið og útskýröi: — Þetta er sko vegna þess, að ís- lenska er elsta mál í heimi, skUuröu. ÖU hrn máUn eru komin af íslensku. Og þau eru glettilega lík henni enn- Ólafur B. Guðnason þá. Mús á íslensku, mus á dönsku, og hvernig er það svo á ensku aftur? — Mouse! — Þama sérðu! Þaö skUja aUir ís- lensku. Eg rak nefiö ofan í kristalsbelginn meö koníakinu, meöan ég velti þess- ari röksemdafærslu fyru- mér. Þaö var auðvitað margt viö hana aö at- huga. Eitt vandamál til dæmis var meö veitingahús. Greindur leikmað- ur, enskumælandi, myndi kannski skUja aö „mús” þýddi „mouse”, eft- ir að orðið hefði veriö öskraö, hvíslaö og stafaö þúsund sinnum í eyra hans og skepnan túlkuð meö látbragðsleik og teiknuð á servíettu. En það fer engUin á veitmgahús og biður um mús! Nema þá kínverskt veitinga- hús. Kínverjar matreiöa allt. Og ég spuröihann: — Er þá kínverskan komUi af ís- lensku? Hann lyfti trýninu upp úr belgnum, og varöhugsi. — Jaaá, en þaö er ansi langt aftur. Eg talaöi reyndar aldrei við KUi- verja. Eg hugsa aö þaö gæti nú verið erfitt. Þeir búa svo langt frá okkur, aö máUð hjá þeim er lUtlegast oröið ansi úrkynjað. Viö fórum út í aöra sáUna um hriö og ræddum verðlag í ýmsum amer- ískum borgum, miöaö viö Hagkaup og Miklagarö, heyskap í Minnesota og kakkalakka. Þar kom aö lokum, aö viö ræddum Norðurlandaráðs- þUigiö, og ég sagði honum af ummæl- um þingmannsUis í sjónvarpinu. Þaö hnussaöi í vini mínum, og hann heUti meira koníaki í belgUia góöu. — Það er auövitaö rétt hjá mannin- um aö íslenska er heimsmál. Þeir út- lendmgar, sem ekki skUja íslensku eru fífl. En hvaö er hann aö röfla um þýðingar á ensku eða þýsku? Það er auðvitað deginum ljósara, aö þar sem alUr útlendUigar með viti skilja íslensku, þarf ekki aö þýöa íslenskar bækur. Hvaö höfum viö á því aö græöa aö heUnskir útlendmgar lesi Snorra Sturluson og Laxness? Ekki neitt! Eg tilkynnti vini mínum koníaks- skenkjaranum, aö hefði ég bara hatt, myndi ég taka ofan fyrir honum! Þetta heföi mér bara aUs ekki dottiö í hug. Auðvitaö er það hreinn óþarfi að þýða íslenskar bækur! AUir vitiborn- ir útlendingar skilja íslensku. Kannski myndi þaö ganga seinlega fyrir suma þeU-ra aö lesa Egilssögu, meö samræmdri stafsetnUigu, en það er þeirra vandamál. Og vitlausir útlendmgar koma okkur ekki viö. — En heldurðu ekki, aö þeir séu ansi hreint margU-, þessir bjánar, sem ekki skilja íslensku? Hann veifaöi koníaksflöskunni, al- gerlega ósveigjanlegur. Auövitað er til fjöldUin allur af vitlausum útlend- ingum. En þeir geta sjálfum sér um kennt. Þeim hefði veriö nær aö halda áfram aö tala íslensku, elsta mál í heUni. Og hann hallaöi sér yfU- borðiö, og hvessti á mig augun, grafalvarlegur. — Auk þess er íslenska miklu út- breiddara mál en útlensku málin. Og hann hallaði séraftur, íbyggUin á svip og bætti viö: — Miöað við höfðatölu, auövitað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.