Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 38
38 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. „VILLIMAÐURINN” Sannanir um tilvist hans fundnar? A landsvæði, sem heitir Shennong jia, fyrir vestan héraðið Hubei í Kína hafa stöðugt gengið sagnir um „villimann”. Um nokkurra ára skeið hefur hópur manna rannsakaö þetta visindalega og fengiö margar sannanir fyrir því að þessi „villimaður” sé raunverulegur. Þetta umhverfi er sérstaklega heppi- legur dvalarstaöur fyrir slíka skepnu. Það liggur um þaö bil á 22° n. br. og 111° a. L á norðurbakka Jiangzi-ár- innar. Þetta er skóglendi, 3.250 ferkíló- metrar aö flatarmáli. Þama eru brött fjöll, djúp gil og þéttur skógur. Lofts- lagið er ólíkt í suður- og noröurhlíðum f jallanna. Það er sérstaklega athyglis- vert að hin djúpu gil varðveita hitann frá sólinni svo aö þarna er nokkurs konar hitabeltisloftslag og tilsvarandi gróður. Þama eru yfir 1000 tegundir trjáa, þar á meöal 307 fágætar tegundir hitabeltistrjáa. Þroskuð aldin fást þama árið um kring. Einnig lifa þar 570 einkennilegar og fágætar dýra- tegundir. Meðal þeirra eru um 20 tegundir svo fágætar að þær eru vemdaðar af rikinu. Þar á meðal er gullhærði apinn og hin fræga panda. Hvers vegna gæti þá ekki einnig lifað þarna dýrategund í ætt við menn og apa? Sjónarvottar Eftir margra ára leit, eftirgrennslan og rannsókn hefur fyrrnefndur hópur komist að raun um að frásagnir manna, sem séð hafa „villimanninn” meö eigin augum, hafi við rök að styðjast. Nokkrum sinnum hafa jafn- Nú er koiniö aó aðalvinningi ársins Vemdaðri þjónustuíbúð með garðhýsi að Boða- hlein 15. Garðabæ, að verðmæti 2,5 milljómr króna dreginn út í 12. flokki 5- apríl. Húsið, sem stendur meðal smáhýsanna aftan við Hrafnistu í Hafnarfirði, verður til sýnis nú um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 2 til 6. Nokkrir lausir miðar til sölu, söluverð miða 1.200 krónur. Aðrir vinningar: Vinningur til íbúðarkaupa á 500 þúsund krónur. Níu vinningar til bílakaupa á 1OO þúsund krónur og 40 utanlandsferðir á 55 þúsund krónur auk margra húsbúnaðarvinninga. Nú má enginn gleyma að endurnýja! Happdrættí '84-'85 vel fleiri en tíu menn séö hann á sama augnabliki. Menn, sem hafa séð hann á ýmsum stööum, á ýmsum tímum, í ná- lægö og fjarlægö, hafa lýst honum og teiknað hann. Þeim ber öllum saman um útlit hans, svo að þessar frásagnir eruekkitilviljanir. Eftirtektarverðastar eru frásagnir manna, sem hafa jafnvel flogist á viö „viliimanninn”, Ld. Gong Mingzhi úr sveitinni Longkou í Xinshan-héraði. Hann mætti allt i einu þessum úfin- hærða „villimanni” í maí 1975 og flaugst á við hann. „Villimaðurinn” var síöhæröur, höfði hærri en Gong, þar af leiöandi 2 metrar á hæð. Þegar hann hló sást aö tennur hans er líkar mannstönnum en stærri og augn- tennumar beittari. Hann er klof- langur, fingur langir og digrir og neglur langar og þykkar. Eyrun eru lík mannseyrum en stærri og hárlaus. Þetta er auðsjáanlega lýsing á „skepnu”, sem er í ætt við menn og apa og getur ekki veriö tiigáta eða uppspuni. 2 metrar á hæð Loksins eftir nokkurra ára leit sáu menn úr rannsóknarhópnum „villi- manninn” með eigin augum. Það var 15. sept. 1981 suðaustur af Vumin- fjallstindinum. Hann var um 2 metrar á hæð og háraliturinn dökkbrúnn. Hann gekk hratt úr miðri hlíðinni upp aö fjallstindinum og hvarf þar. Því miður gátu þeir ekki tekið mynd af honum, því að þeir höfðu ekki mynda- vél með aðdráttarlinsu, en þrir félagar úr hópnum sáu hann samtímis. Þeir fundu og söfnuöu ýmsu sem hann lét eftir sig, t.d. hári og saur. Ennfremur sáu þeir náttból hans og fótspor. Rannsókn sýndi að hárið var líkt mannshári og apahári, en þó ólíkt hári gullhærða pans og órangútans. Þeir fundu 2000 fótspor. Þau voru um 30 sentímetrar á lengd. Fjórar tær lágu saman, en stóra táin skildi sig frá hinum tánum. Lengdin milli sporanna var 1—1,6 metrar, stundum jafnvel 2 metrar eða meira. Rannsókn á saumum sýndi, að „villimaðurinn” er aðallega jurtaæta en leggur sér líka til munns ýmis smádýr. Náttból hans eru fléttuö úr bambus. Hvorki bimir né apar gætu gert slík náttból og kraftar venjulegra manna hrykk ju ekki til þess. Niðurstaðan eftir þessa rannsókn er sú að sumir eru helst á því aö „villi- maðurinn” sé afkomandi stórvaxins fmmmanns, aðrir álita aö hann sé einhver „æðri” dýrategund, þó ekki górilla, órangútan eöa sjimpansi. Enn aðrir halda að hann sé milliliður milli manna og apa og svo em aðrir sem telja hann lifandi mannapa. Enþrátt fyrir ólikar skoðanir visindamanna á þessu fyrirbæri em allir sammála um aö maöurinn muni áður en langt liður ná að kynnast þessari veru, hver sem hún er. Fyrr eða síðar verður gátan ráðin um þennan kínverska „villi- mann”, sem er eitt að fjórum undrum veraldar. Liu Yue. Greinarhöfundur er einn af fyrr- nefndum rannsóknarhópi. Ef einhver' hefur áhuga á aö fá nánari vitneskju* þá er ekki annað en að skrifa honum. Nafn hans og heimilisfa;.g er: Sinjoro Liu Yue Museum of Hubei Province Wuhan PR Cinio. Stefán Sigurðsson þýddi úr MONATO, esperantoblaöi. Höfundur er auðsjáanlega esperant- isti. Greinin er því trúlega rituð á því máli en ekki þýdd úr kínversku. Þýðandi. Merkilegt námsafrek Eitt undraverðasta afrek stúdents í enskum háskóla átti sér stað 1983, þegar Pearson Nherere, 22ja ára negri frá Zimbabwe, tók meistarapróf og hlaut verðlaun fyrir mesta árangur, sem nokkur stúdent hafði náð, í alþjóðlegri lögfræöi í Cambridge. Nherere var styrkþegi hinnar miklu háskóladeildar „Trinity”. Þetta væri mikils vert af hverjum sem væri. En Pearson Nherere er sonur fátæks kotbónda í Zimbabwe sem tæplega gat fætt fjölskyldu sína. En drengurinn Pearson tók hátt próf í 8 námsgreinum við fyrsta almenna prófið í skólanum og sýndi sér- þekkingu í þremur greinum við það næsta. Stúdentinn Nherere var hæstur í sérhverju námskeiöi sínu í háskólanum í Zimbabwe. Síöan fór hann til Cambridge til að ná þessum mesta árangri á námsferli sínum. Hann fór til hins ókunna Englands, til vindanna köldu, sem blása um Cambridge, til erfiðleikanna, sem mæta öllum, sem stunda nám í gjör- ólíku umhverfi í fjarlægu landi. Hann flutti með sér hlutina, sem hann mátti ekki án vera, segulbandstækið, blindraletursritvélina og hvíta stafinn. Aöalnámsaöferöin var aö taka allt upp á segulband, sem nauðsynlegt var, spila það og endurspila og glósa meö blindraletri. Pearson fæddist nefnilega blindur í afrísku sveitakoti. Hann sagði við enskan blaðamann: „Eg naut alls og elskaði vinnuna. Ef maður elskar það sem maður hefur fy rir stafni, þá er það ekkierfitt.” Marjorie Boulton (Þekktur enskur Esperanto-kvenrit- höfundur og skáld.) Stefán Sigurðsson þýddi úr esperantoblaðinu „Monato”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.