Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Efnisvinnsla I á IMorðurlandi vestra 1985. (22.0003). Verki skal lokið 1. ágúst 1985. Styrking Norðurlandsvegar í Skagafirði 1985. (40.000 m3, 17 km). Verki skal lokið 30. sept. 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerö rikisins í Reykja- vik og á Sauðárkróki frá og með 25. mars 1985. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 15. april 1985. Vegamálastjóri. Draumur fjallamannsins Cherokee Chief árg. '76. Allur nýyfirfarinn og styrktur. Bíll í toppstandi, spil, klœddur að innan. Skipti koma til greina og skulda- bréf. Til sýnis og sölu: BÍLASALAN BLIK Skeifunni 8 Sími68-64-77. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 16. og 18. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fast- eigninni Völlur II, Hvolhreppi, þingl. eign Gunnars Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hákonar Árnasonar hrl. o.fl. á eigninni sjálfri mánudaginn 25. mars 1985 kl. 14.00. Sýslumaöur Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 98. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 á jörðinni Hliðarási, A —Eyjafjallahreppi, þingl. eign Sólrúnar Óskarsdóttur, fer fram að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. mars 1985 kl. 18.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 98. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 á fast- eigninni Hólavangi 7 Hellu, þingl. eign Ragnheiöar Egilsdóttur, fer fram að kröfu Lífeyrissjóðs Rangæinga á eigninni sjálfri miövikudaginn 27. mars 1985 kl. 16.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65.,66. og 67 tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteign- inni Ásheimar, Ásahreppi.-þingl. eign Svináss hf. fer fram eftir kröfu Búnaöarbanka Íslands o.fl. á eigninni sjálfri mánudaginn 25. mars 1985 kl. 15.00. Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 16. og 18. tölubl. þess 1985 á m/b Tálkna BA/240, þingl. eign örnólfs Hálfdánarsonar, fer fram eftir kröfu Daða Ingimundarsonar á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 28. mars 1985 kl. 17.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 og 16. og 18. tölubl. þess 1985 á veiðarfærageymslu i landi Þinghóls á Tálknafiröi, þingl. eign Tálkna hf., fer fram eftir kröfu Atla Gislasonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. mars 1985 kl. 15.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Guðrún Þ. Stephensen og Karl Ágúst Úlfsson leika Valborgu og bekkinn. GARÐBEKKUR LIFNAR VH>! Leikrit eftir Fínn Methling f rumsýnt á Litla sviðinu „I hlutverkunum eru Guðrún Þ. Stephensen, sem leikur Valborgu, og „íarl Ágúst Ulfsson, sem leikur bekk- inn.” Bekkinn? Já. Þessi orð standa í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu svo það hlýtur að vera rétt að Karl Ágúst leiki bekk. Þetta óvenjulega hlutverk er í leikritinu Valborg og bekkurinn eftir Finn Methling sem Þjóðleikhúsið ætlar að frumsýna næstkomandi miðvikudag. Ferðin til skugganna grænu Methling er einn fremsti og af- kastamesti leikritahöfundur Dana, segir í fyrmefndri fréttatilkynningu og munu liggja eftir hann um 60 leik- rit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Ekki nóg með það: hann hefur aukin- heldur samið kvikmyndahandrit, gefið út ljóðabækur, frásöguþætti og ritgerðir. Hann hlýtur að vera vinnu- sjúklingur! En öll þessi vinna hefur skilað árangri og Methling hefur gegnum árin hlotið fjölda verðlauna fyrir iðju sina, bæði með Baunum og öðrum þjói jn. Eitt leikrit eftir hann hefur þegar veriö sýnt hér á landi; þaö var Ferðin til skugganna grænu sem sett var upp á Litla sviðinu áriö 1966. Fleytifullt af mannelsku Valborg og bekkurinn komust fyrst á fjalirnar í Danmörku áriö 1973 og slógu bæði í gegn. Leikurinn hefur síðan verið settur upp margoft í f jöl- mörgum löndum og herma fregnir að vart hafi liðið svo leikárið aö þau Valborg og bekkurinn væru ekki á dagskrá einhvers staðar á Norður- löndum. Leikritið segir frá ekkju nokkurri, Valborgu, sem spjallar við garðbekk (!) um lif sitt, ástir og hjónaband og er frásögnin krydduö vel þekktum alþýðusöngvum úr ýmsum áttum. Garðbekkurinn hjálpar Valborgu aö rifja upp smá- atriði og bregða sér í ýmis hlutverk. Verkið er sagt vera stemmningsrikt og Qeytifullt af þeirri mannelsku sem einkennir bestu verk Finns Methlings. Harmónikuleikari tekur þátt Hér að ofan kom fram hver jir leika í sýningunni en þar að auki skiptast þeir Reynir Jónasson og Sigurður Alfonsson á um að leika undir á harmóníku. Leikstjóri sýningarinnar er Borgar Garðarsson og er þetta í fyrsta sinn sem honum er faliö að stjórna sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þýðingu verksins annaöist Þrándur Thoroddsen, leikmyndin er eftir Stig Steinþórsson. Valborg og bekkurinn spjalla saman á Litla sviðinu og frumsýning er sem fyrr sagöi næstkomandi mið- vikudag. Tekið er fram í fréttatil- kynningu Þjóðleikhússins aö ekki veröi nema fáeinar sýningar á Litla sviöinu að sinni þvi að þeim loknum veröi haldið með leikinn í leikför um landið... -IJ. Borgar Garflarsson leikstýrir nú i fyrsta skipti fyrir Þjóflleikhúsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.