Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 25 Euzhan Palcy. Hún fór órlfl 1975 til Parisar mefl gftarinn sinn og þann draum afl gera lalknar kvlkmyndlr. þrælar alla daga á ekrunum og er akveðin í því aö koma drengnum til mennta þó það kunni aö kosta hana heilsuna. Auk þess aö púla á ekrunum þvær hún þvott fyrir þá efnameiri. Bömin hafa sínar aöferöir við að drepa tímann meöan fulioröna fólkiö er úti á ekrunum. Til dæmis komast þau einu sinni í áfengi og skandalisera heil- mikiö á kennderíinu. Þessum heimi barnanna er lýst á mjög einfaldan hátt en um leiö af slíku innsæi aö flestar barnamyndir, eða myndir þar sem böm fara meö aöalhlutverk, fölna við samanburö. Jose á vin sem Medouze heitir, hann er háaldraður maöur sem er sonur þræls frá Afríku. Til Medouze sækur Jose visku og fróðleik sem á eftir að nýtast honum síðar á lífsleiðinni. Skólagangan gengur vel hvað náms- árangur varöar en peningaleysið vofir alltaf yfir. Sérstaklega verður erfitt fýrir gömlu konuna að standa undir þessu þegar Jose er sendur í mennta-' skóla til borgarinnar. En alltaf veröa örlögin þess valdandi að úr rætist. Jose stækkar og fylgist meö því óréttlæti sem á sér staö allt í kringum hann og í stað þess að gera uppreisn fylgist hann með úr fjarlægö, ákveðinn i aö vitna fyrir fólk sitt meö því að skrifa um baráttuna. Þaö er engum greiöi gerður aö rekja söguþráðinn nánar. „Létta leiöin ljúfa” hefur fengiö mjög góöa dóma alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd, t.d. vann hún silfurljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1983. Darling (hún er algjört darling) sem leikur ömmuna fékk einnig verðlaun sem besta leikkonan. Það kom engum á óvart því hún var hreint frábær í hlutverki sínu í myndinni/það voru þó engar smáleikkonur sem kepptu um sömu útnefningu á þessari hátið, t.d. Hanna Schygulla og Jill Claybourgh. Létta leiöin ljúfa er ein af þessum fáu kvikmyndum sem fá menn til þess að vökna um augu af gleði án þess þó aö þaö örli á væmni eitt augnablik. Þvílíkur er kraftur frásagnarinnar þó frásagnarhátturinn sé einfaldur og lát- laus. Þetta er mynd sem meö sanni má segja að öll f jölskyldan geti horft á. Aflalsöguhetja myndarlnnar ar Josa, litill negradrengur. Amma hans þraslar allan daglnn á ekrunum, ákveflin i þvi afl koma drengnum til mennta þó þafl kunnl afl kosta hana heilsuna. Fullt affjöri og fródleik Hver er besti ökumaður landsins? Skemmtilegasta keppni ársins haldin fyrir mótor- sport. Ömar Ragnarsson, Halldór Úlfarsson, Birgir Þ. Bragason, Ásgeir Sigurðsson og Hemmi Gunn. leiða saman hesta sína á go-kart bílum í grenjandi rigningu. Allt leyfilegt og f jörugt eftir því. 24 klst. Le-Mans keppnin. Fylgst er með þessum frægasta kappakstri heims. Þar rís 200.000 manna borg fyrir einn sólarhring. Mannlífið er fjölskrúðugt og keppnin sjálf hin furðulegasta. Greinin um Le-Mans er ógleymanleg lesning um allar hliöar málsins, dauöaslys í myrkrinu, 380 km hraða, fyllirí áhorfenda, sölustarfsemi, messu sértrúarsafn- aða, viðgerðarsvæðið og 15 sekúndna viðgerðartíma fyrir allsherjar dekkjaskiptingu, bensínáfyllingu, öku- manns- og sætisskiptingu, rúðu- og ljósaþvott ásamt stuttu tékki á hinu og þessu. Gemballa verkstœdid heimsótt. Þar breyta þeir Rolls-Royce, Mercedes og Porsche-um fyrir olíufurstana og aðra sérvitringa. Þar fljúga gull- stuðarar og demantagjafir, Gemballa gerir allt fyrir kúnnann. Bíll mánaðarins. Fagurgulur glæsilegur Chevrolet Bel-Air '54 í eigu Sævars Baldurssonar. Skyggnstískúra. Mesta ruslakompa veraldar. Hinn umdeildi Stjáni Meik heimsóttur. Rallfréttir. Rallökumenn skrifa sjálfir sína rallsögu í léttum dúr. Verðlaunagetraun. Spurt er um hin furðulegustu farartæki. Dregið er úr réttum lausnum og veitt verðlaun. Framtíðarhugmyndir bílaframleiðenda. Á sýningunni í Essen gefur að líta marga, marga furðulega gripi. Akureyrarsíður. Bílaklúbbur Akureyra er 10 ára. Munu klúbbnum frá og með þessu blaði eignaðar nokkrar síður í hverju blaði. Fjölbreytilegt starf hjá þeim. Sportbátar. Litið er á smábátahöfnina í Elliðaárvoginum og einnig siglt með glæsifleytum um Isafjarðardjúp. Umferðarfrœðsla fyrir karlmenn. Sérstök karlrembusvínaumferðarfræðsla sem allir ættu að hafa gaman af. íslandsmeistarar 1984 og keppnisalmanak 1985. Erlendar og innlendar fréttir og margt fl. ATHUGIÐ: Mótorsport er ekki lengur sent til áskrifenda, heldur eingöngu selt í lausasölu. Mótorsport, Box4248, 124 Reykjavík, s. 34351. Bílar, bátar, hjól, jeppar, vélsleðar, flugvélar. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND flli bybgingavöbur) málmng - MÁLNIN G ARV ÖRUR Áður en þú byrjar að mála er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvar best er að kaupa efni til verksins. JL-Byggingavörur hafa mikið úrval af málningarvörum og ráðleggingar starfsmanna okkar eru fyrsta skrefið í vali á besta og hagstæðasta efninu. Afsláttarkjörin okkar á málningu er hagstæðasta verðið í dag. 5% afsláttur af kaupum yfir kr. 2500,- 10% afsláttur af kaupum yfir kr. 3200,- 15% afsláttur af kaupum yfir kr. 4600,- 20% afsláttur af heimkeyrðum heilum tunnum. MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120. a 2 -------------—------------------------- E Aðeins kr. 100. Fæst á blaðsölustöðui

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.