Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 37
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 37 Peningamarkaður Haukur Halldórsson. Það er lágt undir loft í vinnustofunni en þó komast tröllin þar fyrir. DV-mynd KAE ÞETTA ERALLT SPRELLLIFA NDI Haukur Halldórsson myndlistarmaður ræðir tröllauknar hugmyndir Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár. Reikningamir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. innstaeður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextir eru 31% og á'rsávöxtun 31%. Sérbók fær strax 30%nafnvexti,2% bætast síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem mnstæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu mánuði. Arsávöxtun getur orðið 37.31% Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbanklnn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs- ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn- ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun bætt við. Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 36% nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir §aman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir era færðir misserislega, 30. júní og 31. desember. Landsbánklnn: Kjörbók er óbundin með 35% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvem ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri gildir hún umræddan ársfjórðung. Af hverri úttekt dragast 2.1% i svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta- reiknlng ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn 27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%. Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Sé tekið út standa vextir þess timabils það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 35.14%. Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. tjtvegsíiankinn: Vextir á reikningi með Abót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg- ing, eins og á 3ja mánaða verðtryggðum sparireikningi, eða ná 34,6% ársávöxtun, án verðtryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð. Verslunarbanklnn: Kaskó-relkningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí— september, október—desember. I lok hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta- uppbót sem miðast við mánaðarlegan út- reikning á vaxtakjörum bankans og hag- stæðasta ávöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á verötryggöum 6 mánaða reikningum með 2% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabili _Qg inn stæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaöartímann. Við úttekt fellur vaxtauppbót niður þaö tímabil og vextir reiknast þá 24%, án verðtryggingar. tbúðalánareikningur er óbundinn og með kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Spamaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miöað við sparnað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert spamaðartímabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4,— 6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út af reikningi á einhverju vaxtatimabilinu, standa vextir þess næsta tímabil. Sé innstæða óhreyfð í 6 mánuði frá innleggsdegi er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem betri reynist. Rikissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur A 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir em 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini með vaxtamiöum, 1. flokkur B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum. Vextir greiðast misserislegá á timabilinu, fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir eru 5, 10 og 100 þúsund krónur. Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. fiokkur C1985, eru bundin til 10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú. Upphæðir em 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð sparlskirteini, 1. fiokkurSDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini rikissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru i landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin em verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytilegur milli sjóða og hjá hverium sióði eftiraðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um hfeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri s jóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir f eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1.000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 24,0% nafnvöxtum verður innstæðan í lok þess tíma 1240 krónur og 24,0% ársávöxtun í því tilviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0% vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120 krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir :seinni sex mánuöina. Lokatalan verður þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%. Dráttarvextir Dráttarvextir 1 mars em dráttarvextir 4%. Dráttarvextir á ári reiknast 48%, dagvextir em því 0.1333%. Vísitölur Lánskjaravísitalan fyrir mars 1985 er 1077 stig, en var 1.050 stig í febrúar. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvisitalan fýnr fyrstu þrjá mánuði ársins er 185 stig. Hún var 168 stig síðustu þrjá mánuði ársins 1984. Miðað er við 100 i janúar 1983. „Ætli ég sé heiðinn? Ég veit það ekki en hitt er víst aö bæði tröllin og gamla ásatrúin heilla mig,” svaraði Haukur Halldórsson myndlistarmaður, þegar hann var spurður um ástæður fyrir „fomeskjunni” sem ræður ríkjum á sýningu hans i Listamiðstöðinni. „Eg hef oft velt áleitni tröllanna fyrir mér,” heldur Haukur áfram. „Eg hef gaman af þessum formum, stærð og smæð, náttúru og manni. Kannski má rekja þennan áhuga til þess þegar ég var smápjakkur. Þá las ég þjóðsög- urnar og drakk þennan hugarheim í mig. Þar sem ég var í sveit var gamla trúin á álfa, huldufólk og tröll í fullu gildi og okkur krökkunum sagöar sög- ur af þeim, ef til vill til að halda stjóm á okkur. Þessar sögur eru norskar og írskar að uppruna. Eg trúi þvi stað- fastlega að Irarnir hafi verið hér þegar Norðmennimir komu. Líttu bara á írskt nafn eins og Esja. Það þýðir göm- ul kona. Er þar ekki ein skessan kom- in? Sveinbjörn Beinteinsson allsherj- argoði er góður vinur minn. Kynnin við hann hafa ekki orðið til að draga úr áhuganum á fornfræðunum. Þær em stórkostlegar sögumar um Oðin sem gaf auga fyrir skáldskapinn eða um Þór sem alltaf var að slást við tröliin. Ætli tröllin séu ekki náttúran. Þeir sem hafa gengið um drungalegt gil í tungls- ljósi vita það. Hver veit nema að það sé lif í steinunum. Er þetta ekki aUt spreUUfandi?! Hver veit nema jörðin sé Ufandi einstakUngur, fljúgandi um heiminn með nokkra mUljarða á fram- færisínu? Eg hef gert líkneski eða altari fyrir Sveinbjörn allsherjargoða. Það sýnir Þór með Mjölni. Eg spurði Sveinbjörn hvort Mjölnir hefði ekki verið það stór að Þór hefði orðið að tvíhenda hann. Sveinbjöm sagði aö þetta hefði verið sleggja mikU. Líkneskið verður reist á Draghálsi í sumar og ef við Sveinbjöm verðum duglegir ætlum við að reisa hof líka.” Haukur hefur fleiri plön og stærri á takteinunum. Eitt er að stofna félag um Helreiðina eftir Ásmund Sveinsson og láta steypa þá styttu í sæmUegri stærð. „Helreiöin yrði symból fyrir Is- land,” segir Haukur. „Auövitaö er þetta dýrt fyrirtæki en hvað skyldu Bandaríkjamenn vera búnir aö græða mikið á Frelsisstyttunni eöa Frakkar á Eiffelturninum. Eg vU láta reisa Hel- reiðina yfir Vesturlandsveginn í Tíða- skarðinu. Hún þyrfti að vera nokkuð há, svona 60 metrar upp í haus. Það væri hægt aö hafa fundasal í magan- um. Eg fer innan skamms í aö gera plön og ljósmynda þetta og sendi síðan íslensku þjóðinni tUlögurnar til um- sagnar. Helreiöin ris trúlega ekki um mína daga þannig að það kemur trú- lega i hlut annarra að sjá um fram- kvæmdir. En með nútíma tækni á þetta ekki að vera nokkurt mál. ” En málverkið; verður framhald á sýningum innanhúss þrátt fyrir stór- brotnari áætlanir? „Eg er orðinn svolítið leiður á sýn- ingum. Það er orðið svo mUciö af sýn- ingum og þær verða pinulítið sterUíser- aðar. Samt á ég ekki von á að ég losni við trölUn í bráð. Þau eiga örugglega eftir að sækja á mig á næstu árum. En þaö getur vel verið að þau eigi eftir að' þróast út í eitthvað allt annaö. I upp- hafi teiknaði ég tröUin „eðlUeg” en það var ekki nógu gott. Síðan hefur þetta verið að þróast og á vonandi eftir að gera það enn. Ef til viU verð ég farinri áömála kvenfólk áður en ég veit af. Eg ætla að reyna aö komast til Kan- ada og athuga hvaö lifir af gömlu sög- unum þar. Mig langar tU að prófa það og vökva svoUtið rætumar. Vestur-Is- lendingar hafa áhuga á gömlu sögun- um og hvi skyldi maður ekki kanna þann jarðveg nánar. Nú, í fyrra fór ég í postulínið og hef verið að gera tilraunir með það í vetur. Ég fékk að vera á verkstæði hjá vini mínum og mátti leika mér eins og ég vildi. Eg mála á postulínið með sér- stakri aðferð til að fá áferöina slétta. Pensla nota ég aldrei og hugsa að ég kunni það ekki. Það þarf ekki að pensla. Eg nota olíuUti, tréliti, kol og pastel. PensiU kemur hvergi nálægt myndunum. Puttarnir eru bestir. Það er gott að mála með puttunum pg VEXTIR BANKA OG SPARISJÓÐA (%l innlAn med sérkjörum is | | SJA sérlista i! 11 II Jl II il Jl II II Ú innlAn óverðtryggð SPARISJÖOSBÆKUR öbundn inintaóa 24.0 244) 244) 244 244 24.0 244 24,0 244 24.0 SPARIREIKNINGAR ](. mNað. uppúgn 27 4 284 274) 274 274 274 274 27A 274 27.0 6 mánaóa uppsögn 364) 394 304) 314 364 31,5 314 30.0 314 úaMiKrá 324) 34.6 324) 31.5 324 18 mána&a uppsogn 374) w.« 374 SPARNAOUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuði 274) 274 274 274 274 274 27,0 Sparað 6 mán. og maai 31,5 30.0 274 274 314 30.0 30.0 INNLANSSKlRTEINI Ti 6 mánaða 324) 34.6 30,0 314 314 31,5 324 314 tCkkareiknmgar Avisanvaðirangar 224) 224) 184 114 194 194 194 194 184 Hlauparaðmingar 19,0 164) 184 114 194 124 194 194 184 innlAn verdtryggd SPARIREIKNINGAR 3p mánaða uppsöpn 4.0 44) 24 0.0 2.5 14 2.75 14 14 6 mánaða uppsöyi 6.5 6,5 34 3.5 3.5 34 34 2.0 3.5 innlAn gengistryggd GJALDEYRISREIKNINGAR Bandadkjadolarar 9.5 94 94 8.0 74 . 74 74 74 84 Starfingspund 10.0 9.5 104 114 104 104 104 104 8.5 Vastur þýsk mötfi 4.0 44) 44 54 4.0 44 44 44 44 Danskar krðma 10.0 9.5 104 94 104 104 104 104 8.5 útlAn óverðtryggd AIMENNIR VlXLAR (lorvaxta) 314) 314) 314 314 314 314 314 314 314 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvaxtá) 324) 32.0 324 324 324 324 324 324 324 ALMENN SKULOABRÉF 344) 344) 344 34.0 34,0 34.0 34.0 344 344 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 354) 354 354 35,0 354 354 HLAUPAREIKNINGAR Yfwdráttur 324) 324 324 324 324 324 32.0 324 32.0 útlAn verðtryggo skuldasrEf Að 2 1/2 árí 44) 44 44 4.0 44 44 44 44 4.0 Langri an 2 1/2 ár 54) 54 54 5.0 54 54 54 54 54 útlAn til framleiðslu VEGNAINNANLANDSSOLU 244) 244 244 24,0 24,0 24,0 244 24.0 24.0 VEGNA ÚTFLUTNINGS SDR raðinánynt 94 94 84 94 94 94 94 94 9.5 G.K. Sérverslun með 'SKRIFSTOFUHUSGOGN ' _ _ ______ _ _ Skemmuvegi A. GUÐMUNDSSON - Sími 73100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.