Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 22
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
22
„Það verður ekkert kennt fyrr en búið er að mynda mig," sagði Tobbi.
Pizzuveisla i græna eldhúsinu.
Rut tekur sólarhæðina með sex-
tant. Sigurður Sæmundsson er
henni til aðstoðar.
„Það vantar alveg litaradar." Sigga og Rut í tækjastofu.
Sigga leggur í hann.
athuguðu með flugið því að þegar að afgreiöslu-
borðinu í flugstöðinni kom helltist þessi ískaldi
hversdagsleiki staðreyndanna yfir þær þar sem
þær svifu í draumum sínum. Því miöur var ófært
á Akurey ri þessa stundina en athuga átti með f lug
seinna um daginn. Þær ákváðu því að halda kyrru
fyrir í flugstöðinni, í þeirri von að veðurguðimir
myndu nú aumkva sig yfir þær og gefa færi til
flugs þó ekki væri nema í stutta stund. Þær veltust
því um í flugstööinni allan daginn en allt kom fy rir
ekki, það var af og frá að flogið yrði til Akureyrar
þennan dag. Frestuðu þær því ferð sinni til næsta
morguns en þegar ljóst var á föstudagsmorguninn
að veðurútlit væri ótryggt var ákveðið að fresta
ferðinni um viku og reyna þá aftur á skap hinna
óútreinkanlegu veöurguða.
Haldið í vonina
En það var ekki bara hjá þeim Rut og Siggu sem
eftirvænting ríkti. I Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum biðu nemendumir í ofvæni eftir
heimsókn þeirra til Eyja. Veður var leiðinlegt í
Eyjum þennan fimmtudag og létu nemendur
Stýrimannaskólans mörg ljót orð falla í garð
veðurguðanna þann daginn. Illa gekk að fá
nemendur til að einbeita sér að náminu því þeir
voru sí og æ að reka hausinn út í glugga til að gá til
veðurs, takandi kort á veðurkortaritarann eða þá
í símanum til þess að athuga hvort ekki væri nokk-
ur von á því að þaö y rði f logið.
Ekkert var flogið til Eyja þennan fimmtudag og
urðu menn því að lifa í voninni um að flogið yrði
strax í bítið á föstudeginum. Ekki var veöur í Eyj-
um skárra á föstudeginum og ekkert flogið. Stýri-
mannaskólanemendurnir lifðu þó í voninni fram
eftir degi því þeir vissu ekki aö þær Sigga og Rut
voru búnar að fresta för sinni um viku.
Eftir hádegi á föstudeginum var tími í froskköf-
un hjá Stýrimannaskólanemendum í sundlauginni
í Eyjum og að tíma loknum fóru allir út í heita
pottinn utan við sundhöliina. Þar sátu menn og
ræddu stöðuna og fannst víst engum hún vera góö,
komið fram yfir hádegi á föstudegi og stelpurnar
ekki komnar. Kafaldsbylur var og á köflum var
svo dimmt að varla sást nema nokkra metra út
fyrir pottinn. En vonin var sterk og því voru menn
alltaf að heyra í flugvél úti í sortanum sem
reyndist þá bara vera bílskrjóður á ferð eða hvin-
ur í vindinum sem blés allhressilega af suð-vestri.
Engar fengu þeir því stelpurnar í heimsókn
þessa helgina og var því bara að vona að betra
veöur yrði um næstu helgi til þess aö af heimsókn-
inni gæti orðiö.
Á leið til Eyja
Þær Sigga og Rut ætluðu nú ekki að láta veöur-
guðina aftur hamla för sinni og til þess að vera
öruggar drifu þær sig frá Akureyri að kvöldi
næsta miðvikudags og flugu þá til Reykjavíkur.
Veðrið var þeim hliðhollara nú heldur en í vikunni
á undan og um kvöldmatarleytið á fimmtudegin-
um komust þær til Eyja. Á flugvellinum í Eyjum
tók Friörik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimanna-
skólans í Vestmannaeyjum, á móti þeim og
byrjaði hann á því aö sýna þeim aðeins bæinn en
síðan fór hann meö þær á heimavist skólans þar
sem þær áttu aö gista meöan á dvölinni í Eyjum
stóð.
Á heimavistinni var hátíöarviöbúnaður. Bjössi
yfirkokkur hafði splæst í dýrindis kjötrúllu í
tilefni dagsins og ætlaði að hafa stórsteik fyrir
stelpumar þegar þær kæmu. Þegar hann ætlaöi að
fara aö skella kjötinu í ofninn fannst honum vera
eitthvað sterk lykt af kjötinu svo að hann fór að
athuga það betur. Kom þá í ljós að hann hafði
keypt hangikjöt svo ekki var annaö að gera en að
skella upp potti og sjóða kjötið, ekki væri hægt að
bjóða dömunum upp á steikt hangikjöt, nóg ættu
þær víst eftir að þola samt, þessa næstu daga.
En það var ekki nóg með að þeir félagamir á
heimavistinni væru með veislumat á boðstólum,
þeir höfðu dekkaö upp borð í „græna eldhúsinu”,
eins og þær Sigga og Rut köliuðu það, og biðu
komu gestanna í ofvæni. Þeir vom orónir hálf-
úrkula vonar um aö draumasendingin kæmi og
ætluðu að fara að hefja borðhaldið kvenmanns-
lausir, eins og venjulega, því klukkan var langt
gengin í átta og ekkert bólaði á neinum skvísum.
Þá birtust þær á vistinni í öllu sínu veldi í fylgd
Friðriks Asmundssonar skólastjóra. Vom stelp-
umar þá strax drifnar í hangikjötsveisluna hjá
Bjössa í græna eldhúsinu.
Heiftarlegt
hláturskast!
Eftir að þær stöllur vom sestar til borðs og
höfðu heilsaö upp á heimavistarmeðlimi með
tilheyrandi kynningum og kurteisi, þá fór ástand-
ið að versna innanbrjóst hjá þeim Siggu og Rut.
Rut varð það á að fara að rifja upp það sem þær
vinkonur höfðu verið að spá í og spjalla um
varðandi ferðina og strákana sem þær áttu eftir
að hitta. Þær höfðu hugsað um ýmislegt, hvernig
skyldu þeir vera, væru þeir einhverjir harðjaxlar,
togaraklakar sem ekkert gætu talað um nema það
að taka það óklárt og kannski margsnúið, væm
þeir kannski monthanar, leiðinda töffarar eða ein-
hver tískufrík, nei, það fannst þeim nú hálf
ólíklegt, eöa vom þeir bara bestu skinn, ósköp
venjulegir strákapeyjar?
Þessum hugsunum skaut upp í huga Rutar þar
sem hún sat við matarborðiö í hinu fallega græna
eldhúsi á heimavistinni. Og þar sem ekki þurfti nú
mikið til, þá varð þetta þess valdandi að hún mátti
hafa sig alla við til þess að skella ekki upp úr.
Henni varð Iitiö áSiggu vinkonu sína og þaö var
nóg, hún þekkti Siggu það vel aö hún sá að þær
væru örugglega að hugsa það sama. Hún skellti
upp úr og þær vinkonur feng'u hressilegt hláturs-
kast en reyndu þó af fremsta megni að halda aftur
af sér til aö verða sér nú ekki alveg til skammar
svona strax á fyrstu mínútum heimsóknarinnar.
Þegar mesta hláturskastið var gengið yfir var
bjöminn unninn og þær fóm aö spjalla við
strákana eins og þær hefðu þekkt þá í áraraðir.
Kakkalakkar og
undarleg umhyggja
Rut hafði fregnað það að á heimavistinni væri
kannski ekki alveg nógu góð aðstaða og talsvert
heföi veriö um kakkalakka og önnur miður
skemmtileg húsdýr í húsakynnunum. Hún færði
þetta í tal viö strákana og spurði hvort þetta væri
virkilega satt og var ekki laust við að hálfgerður
hryllingssvipur væri á henni þegar hún spurði að
þessu. Bjössi sá hvað henni leiö og var fljótur til
svara. „Það er nú ekki svo mikið af kakkalökkum
héma nú orðið, þeir eru að mestu horfnir, en það
er verra með litlu rauöu bjöllumar, það er helv...
hellingur af þeim héma. Þær eru sauðmeinlausar
og gera ykkur ekkert illt, þiö bara hristið þær af
koddanum þegar þiö vaknið á morgnana og þá er
þetta allt í lagi,” sagðii hann yfirvegaöur og
kaldur.
Það fór hryUingur um þær Siggu og Rut, þeim
klæjaði öUum og þær hristu sig en þá gátu
strákamir ekki setið á sér lengur, auðvitað var
Bjössi bara að stríða, hann mátti tU, fyrst hann
hafði tækifæri á að hrella þær aöeins. Þeir skeUtu
upp úr, auövitað voru engin óæskUeg húsdýr á
vistinni enda aðbúnaður ágætur, aUa vega nógu
góður að sögn þeirra heimavistaríbúa. Þær
draumadísir gátu því andað léttar og þurftu
ekkert að óttast það að þurfa að byrja næsta
morgun á því að gera meindýraeyðingu í rúmum
sínum.
Eftir að kvöldveröurinn hafði veriö snæddur var
farið að undirbúa gleðskap kvöldsins, því þeir
strákar á vistinni ætluðu nú að sýna gestum sínum
hvemig ærleg helgi á heimavistinni færi fram.
Eftir að búið var að skella sér í skárri fötin og
spjaUa létt var haldið á Gestgjafann, nýlega
ölstofu í Eyjum, og setið þar svo lengi sem lög
leyfðu. En síðan var aftur haldið á vistina og sest
á snakk um heimsins gagn og lystisémdir.
Þær Rut og Sigga vom hálfslæptar eftir feröa-
lag dagsins svo þær drifu sig í náttfötin og ætluðu
að koma sér í svefninn tU að vera nú vel upplagöar
þegar þær mættu í Stýrimannaskólann daginn
eftir. En þegar drengirnir á vistinni fengu
nasasjón af því að þær væru komnar í náttdressiö
gerðu þeir sig heimakomna hjá þeim, komu inn í
herbergi tU þeirra, settust á rúmstokkinn og bám
alUr allt í einu ákaflega mikla umhyggju fyrir vel-
ferð þeirra. Sumir náðu í myndaalbúm og sýndu
þeim en aðrir létu sér nægja aö segja þeim ein-
hver jar hughreystandi sögur fyrir svefninn.
En að lokum drösluöust aUir í sína koju og svifu
inn í draumaheiminn. Skemmtilegu kvöldi var
lokið en framundan var nýr ævintýradagur í Ufi
draumadísanna frá Húsa vík.
í „naríunum"
einum klæða
Þær vinkonur vöknuðu viö þaö eldsnemma á
föstudagsmorguninn að hrópað var ræs í her-
berginu hjá þeim, þær voru hálfringlaðar og átt-
uðu sig ekki alveg strax á því hvar þær vom en
þegar þær opnuðu augun sáu þær Jóa ræsi þar
sem hann stóð á gólfinu hjá þeim í „naríunum”
einum klæða og skipaöi þeim á lappir.
Þeim fannst þetta ósköp heimiUslegt og kipptu
sér ekkert upp við það, drifu sig á fætur og töltu
síöan meö strákunum af staö í skólann.
I skólanum biðu þeir, sem ekki höfðu enn séð
stelpumar, spenntir eftir að sjá þessa gripi sem
alUr höfðu beðið eftir að fá í heimsókn. Eftir að
heilsast hafði verið var farið í fyrsta tímann en
það var tækjatími hjá Brynjúlfi Brynjúlfssyni.
Þær vom áhugasamar og fylgdust af athygU meö
leiðsögn Brynjúlfs þar sem hann leitaðist við að
gefa innsýn í notkun hinna ýmsu tækja sem nú
prýða stýrishúsið í hverju skipi og bát. Þær vom
ekki frá því að áhugi þeirra fyrir orðum Brynjúlfs
hefði verið meiri en strákanna í skólanum því all-
ur þeirra áhugi snerist að talstöðinni, þar sem
þeir reyndu að fá einhverjar upplýsingar um
hvemig fiskiríiö væri hjá bátunum kringum
Eyjar. Það vakti athygli Siggu að ekki skyldi vera
litaratsjá í skólanum. Fannst henni það ómögu-
Iegt og sagði að sér fyndist nú ekki mikið þó aö ein-
hver, sem aöstööu hefði til, myndi bara gefa
skólanum sUkan grip.
Eftir tækjatímann fóru þær í tíma í skipagerð
hjá Friðrik Ásmundssyni skólastjóra og síðan lá
leið þeirra í enskupróf hjá Sigurgeiri Jónssyni og
stóðu þær sig víst bara með ágætum í því.
Þá tóku þær smá stjörnufræðikúrs hjá þeim
Sigurði Samúelssyni og Olafi Þór Olafssyni,
nemendum í 2. stigi, en þeir kenndu þeim að taka
sólarhæðina og notkun sextants.
Eftir að leyndardómar sextantsins höfðu verið
leystir lá leiðin í bókfærslu hjá Þorbimi Pálssyni,
Tobba krata eins og hann er nú yfirleitt kallaður.
Tobbi lék við hvem sinn fingur og krafðist þess aö
hann yrði myndaður með stelpunum áður en
nokkuð annaö yrði aðhafst í tímanum og var það
gert, og síðan tók hann að fræða þær um klæki
bókhaldslistarinnar. Þegar þær höfðu fengið sig
fuUsaddar af þeim lestri héldu þær í síðasta