Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. Heimspeki og matargerðarlist Rætt við mat- reiðslumeist - arann Brono Gatto Þaö gerist nú æ algengara aö er- lendir matreiöslumeistarar heim- sæki Island og sýni listir sínar. Um þessa helgi mun franski matreiðslu- meistarinn Brono Gatto matreiða f yrir gesti Hótel Holts. Brono Gatto kemur frá Jura- héraöi, nánar tiltekiö smábænum Mouchard en þar rekur hann veitingastaðinn CHALET BEL AIR. Þaö er mikill fengur aö fá meistara Catto hingað til lands því hann er lík- lega einn af bestu og þekktustu frönsku matreiöslurnönnum sem hing- aö hafa komið. Sælkerasíöan hitti; Brono Gatto aö máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hann var fyrst spurður hvort hann matreiddi eftir hinni nýju frönsku línu eöa „nouvelle ciiisine”? „Bæði og,” svarar hann og er greinilega mikiö niöri fyrir:,,Sjáöu til, auðvitað reyni ég aö tileinka mér allar nýjungar en sumt breytist ekki. Tök- um dæmi: I flestum tilvikum er í dag notað smjörlíki í smjördeig. Hér áöur fyrr var ávallt notað smjör og ég nota smjör. Til þess aö búa til góöa fisksósu sýöur maöur f iskbeinin til aö fá gott soö í sósuna. Sama á viö t.d. varðandi sósu meö önd. Þaö verður aö fá kraftinn úr beinunum — þetta hefu' ekkert breyst. Hins veg- ar verö ég eins og allir aðrir mat- reiöslumenn aö laga mig aö nútím- anum. I dag vill fólk ekki borða feitan mat, allavega ekki í Frakklandi þar sem fólk snæöir yfirleitt nokkra rétti í hverri máltíð. Nú og svo er auðvitaö aldrei hægt aö búa til góða máltíð úr slæmu hráefni. Ég vil því svara spumingu þinni þannig aö ég byggi mínar matreiösluaðferöir á gömlum hefðum en reyni, eins og ég sagöi áö- an, aö tileinka mér allar nytsamar og góöar nýjungar. Þaö mikilvæg- asta tel ég þó vera aö virkja ímynd- unarafliö, hafa góöa grunnþekkingu, tileinka sér nýjungar og nota aðeins besta fáanlega hráefni.” — Hefur ekki oröið mikil þróun í þcssari grein eins og flestum öðrum? „Auðvitað,” svarar Brono Gatto. ,,Ég get nefnt þér sem dæmi að ég hef fengiö vín frá fyrirtækinu Henri Mairi, sem er helsti framleiöandinn í Jura. Vínin eru eiginlega einkum ætl- uö í matargerö en ekki til drykkjar og árangurinn hefur veriö frábær.” Þá er Brono Gatto spurður hver - hann haldi að verði þróunin í franskri matargerð á næstu árum? „Þetta er nú stór spuming sem erf- itt er aö svara. Þó held ég aö grunn- urinn í franskri matargerð breytist ekki, þar stöndum við á gömlum merg. Mér sýnist þó aö matreiðslan eigi eftir aö veröa einfaldari og gerð- ar veröi meiri kröfur til hráefnisins og ef þróunin veröur þessi, sem ég vil nú halda fram, þá er þaö gott bæöi fyrir matreiöslumanninn og gest- inn.” — Hvað segir þú um skyndibita- staðina? Nú kemur langur fyrirlestur hjá le Sælkerinn Umsjjón: Sigmar B. Hauksson ; ,/ / Haimspekingurinn og matreiflsiumeistarinn Brono Gatto. Chef Gatto. Fyrirlestur sem aðeins Frakkar geta haldiö um mat sem bæöi er heimspeki og skáldlegur? „Þessi tækni kemur frá Banda- ríkjunum og hafa skyndibitastaðim- ir náö verulegum vinsældum hér í Evrópu og eiga þeir eflaust eftir aö ná enn frekari vinsældum. Þaö má segja að þetta sé kannski eðlileg þró- un — þetta er ódýr matur sem fljót- legt er aö snæða. Persónulega hef ég þó ekki nokkrar áhyggjur af að okk- ar matarmenning sé í hættu. Þú mátt ekki gleyma því að matreiðsla og matarmenning á svo ríkan þátt í þjóðarsál okkar Mið-Evrópubúa. Máltíðin skipar svo mikilvægan sess í okkar lífi — hún er stund milli stríöa. Hér er um einn mikilvægasta þáttinn i menningu okkar aö ræöa. Viö Frakkar lítum svo á aö mat- reiösla sé listgrein eins og t.d. málaralist. Þess vegna er nauðsyn- legt að borða góöan mat í fögru um- hverfi, eins og t.d. hér á Hótel Holti. Maturinn veröur betri.” — Nú er mikill áhugi á austur- lenskum mat? „Já — það er rétt enda er margt athyglisvert í því sambandi. Japanir gætu reynst okkur hættulegir, þeir eru svo haröduglegir, vinna skipu- lega og eru ákveðnir. En ég held þó að við Frakkar þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur.” Brono Gatto bros- ir og bætir við: „Varðandi vínfram- leiðslu og matargerð þá erum við bestir.” — En hvaö ætlar Brono Gatto að bjóða gestum Hótel Holts? „Ég verö með svipaðan mat og ég er með á mínum eigin matseðli heima í Jura. Af forréttunum mætti nefna ostrur soönar í hvítvíni, snigla að hætti Jurabúa. Já — og svo má ekki gleyma gæsalifrarkæfunni minni sem er bragöbætt meö víninu sem ég talaöi um áöan. Nú hvað varðar aöalréttina þá vil ég sérstaklega nefna innbakaðan lambavöðva meö basilikum, Þunnar svínakjötssneiðar með timjan og skógarsveppum (morilles) og önd í rauðvínssósu. Auðvitaö verður boöið upp á ýmis- legt annaö eins og franska osta og bragðgóða deserta og tertur.” — Hvaö vill meistarinn segja um íslenska hráefnið? „Eg er nú búinn að vera hér svo stutt að ég get ekkert um það dæmt. Þið hafið skiljanlega ekki eins mikið úrval af grænmeti og við. Mér list þó ágætlega á svínakjötið og bara sæmi- lega á nautakjötið. Lambakjötiö ykkar er aldeilis frábært, svo ég tali nú ekki um fiskinn, t.d. heilagfiski. Öndin sem þiö hafið er ekki nógu góð, hún er of feit og of feit á vitlausum stöðum. Svo er auðvitað ýmislegt sem hér er ekki til en ég vona aö þiö fáiö þær vörur í f ramtíöinni og þá frá Frakklandi.” Við héldum áfram að spjalla við Brono Gatto um alla heima og geima — þaö fer ekki á mUli mála aö hann lítur á sitt fag sem list — áhugi hans er brennandi. Hann er heimspeking- ur og matreiöslumaöur og er þaö góö blanda,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.