Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd 10 árum eftir stríðslok ... Bandaríkja meim skildu að eins ryðruslið eft ir sig Hanoi þarna í noröri er höfuðborg Víetnams nú en Saigon heitir Ho Chi Minh borg. Víetnamskir hermenn eru í viðbragðsstöðu á iandamærunum við Kína og halda og hersitja Kampútseu. LARRY MARTIN Martin flúði til Vancouver í Kanada 1969 til að komast undan herskyldu. Hann býr enn í Kanada en hefur farið í heimsóknir til Bandaríkjanna. Kærur gegn honum voru felldar niður árið 1975. „Er ég sakbitinn? Auðvitað. Bara vegna þess að ég var úr miðstéttinni — var nógu heppinn aö hafa upplýsingar um hvernig ég kæmist til Kanada — þá fór einhver náunginn frá fátækri fjöl- skyldu í staðinn og lét skjóta hausinn af sér. Eg held ekki að mér líði neitt hræðiiega illa vegna þessa en mörgum líður svona. Eg hef h'klega veitt 12.000 manns ráðgjöf. Flestir höfðu þessa til- finningu. Skammast ég mín? Nei. Fólk hefur kallaðmighetju.” HENRY KISSINGER Kissinger er 61 árs. Hann var arkitekt utanríkismálastefnu Nixons og Fords. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir þátt sinn í að binda enda á Víetnamstríðið. Hann er nú ráðgjafi í alþjóðamálum. „Viö áttum okkar góðu tíma og okkar slæmu tíma. Það var mikið um fagnaðarlæti þegar við komumst aö því að Noröur-Víetnamar ætluðu aö samþykkja frið við Thieu stjórnina án þess að krefjast afsagnar Thieu. Við héldum í raun og veru að við hefðum bundið enda á stríðið með f ullri sæmd. Síöan varð það auðvitað ljóst í lok marsmánaðar 1975 að þetta hafði allt hrapað niður og þaö var tími mikillar óhamingju. Okkar skylda var að enda þetta án þess aö hugsa bara um okkur sjálfa og okkar eigin menn. Viö urðum að koma eins mörgum út og það vildu og höfðu reitt sig á okkur. Utanríkis- stefna hlýtur að kosta eitthvaö. Ef viö viljum ekki vinna að hagsmunum okkar utan landamæra Bandaríkjanna verðum við að gera landið að vígi.” Bandarfskur hermaflur hjálpar sœrflum kolloga sinum þrátt fyrir eigin sár. Tíu árum eftir að síðasti bandaríski hermaðurinn hvarf frá Víetnam eru fá merki þess að Bandaríkjamenn hafi nokkurn tímann verið þar. Hórurn- ar í Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh- borg, eru flestar farnar að búa eða sauma eða versla með annað en lík- ama sinn viö aðra en bandaríska sol- dáta. Jafnvel þegar hvetja á fólk til dáða á góöum stundum er lítið talað um nýlendustefnu eöa ógnir kapital- ismans. Frakkar skildu eftir sig í Víetnam tungumál sitt, höfðinglegar nýlendu- byggingar sínar og meira aö segja bragðgott brauð sitt. Kínverjar skildu eftir heimspeki sína, grafhýsi, listir og drekahof. En Bandaríkjamenn hafa aðeins skilið eftir sig ryð. Næstum því hver kofi er byggður að einhver ju leyti úr amerísku stáli sem ryðgar. I skóg- arrjóðrum sjást bandarísk þyrluflök og ónýtir, bandarískir skriðdrekar eða hlutar úr þeim. Milljónir ryðgaðra DANNY HEFEL Hefel var vélbyssumaður í þyrlu þegar hann var skotinn niður 1970. Hann hryggbrotnaöi og lenti í fangelsi kommúnista. Þegar hann kom heim fór hann beint í atvinnuleysið. Hann lifir nú á almannatryggingum og sjúkratryggingum hersins. „Eg hef nóga peninga til að lifa á en ég get ekki náð mér í neitt meira. Bakið er ekki miklu betra og nú eru fætumir allir að dofna líka. Fólk horfir núna á mig og segir: „Vá, ég vissi ekki að svona lagað gæti gerst!” Jæja, það gerðist. Eg fæ ekki þessar miklu martraðir lengur. En ég vakna upp um miðja nótt og bylti mér í vatnsrúminu minu. Það eru fangabúðirnar sem ég man eftir. Bara aö vera læstur inni, geta ekki gengið, meðallar þessar hugsanir.” sprengjuhylkja liggja meöfram hverjum einasta sveitavegi. Plógurinn tekið við af byssunni Baráttan meðfram Aðalvegi eitt er líka háð á annan hátt en hún eitt sinn var. Þeir sem ganga meðfram þessum vegi og tala við bænduma sem beygja sig yfir plóga sína geta ekki annað en spurt sjálfa sig hvort þetta geti verið sömu bændurnir og eltu uppi niður- skotna bandariska flugmenn með ljáumsínum. Það sem helst stingur í auga ferða- langsins sem kemur þama á fomar slóðir er hve plógurinn hefur algerlega tekið við af byssunni. Alls staðar og alltaf er verið að vinna, daga og nætur. Klukkan níu að kveldi em bændur að plægja akra sína með mánaskinið eitt aðljósi. Veggspjöld af Ho frænda — Ho Chi Minh — líta vinalega niður á vegfar- endur. Umsetið óvinum Aratug eftir fall Saigon-borgar, 30. apríl 1975, er Víetnam þó ennþá land umsetiö óvinum. Einangrun Vestur- landa og eigin slælegur efnahagur rek- ur þá í faðm Sovétríkjanna. I noröri treysta þeir vamir sínar gegn aukinni mannvirkjagerð Kín- verja sín megin landamæranna. Þar GEORGE BALL Sem aðstoðarutanríkisráöherra var Ball andsnúinn hverri aðgerð Johnsons forseta sem leiddi til aukinnar íhlutunar Bandaríkjamanna í Víet- nam. Vegna andstöðunnar ávann hann sér virðingu forsetans en hann gat ekkert gert til að stöðva stríðiö. Hann er nú 75 ára og skrifar enn um utanríkismál og flytur ræður. „Mér sýnist við hafa fómað ýmsum grundvallarreglum í Víetnam og við höfum þurft að borga fyrir það með því að sjá almenna niðurlægingu hins bandaríska baráttuanda. Eg hef stundum velt því fyrir mér hvort þetta hafi ekki verið óumflýjanlegt. Eftir síðari heimsstyrjöldina vom Banda- ríkin í ótvíræðri leiðtogastööu og okkur fannst sem við gætum gert hvað sem var. Við urðum aö reka okkur á þann vegg aö þetta var alls ekki reyndin. Eg er jafnvel ekki viss um að við höfum lært okkar lexíur þegar ég les um það sem kemur út úr Hvíta húsinu þessa dagana. Við snúum baki í alþjóðadómstólinn. Við ráðumst á Sameinuðu þjóðimar. Þetta er hættulegt.” byggja Kínverjar upp vegi, flugvelli og stórskotaliðsstöðvar. I Kampútseu hafa Víetnamar fjölmennt lið her- manna sem hefur gengiö vel að halda skæmliðum Khmera og annarra í skefjum. Slakað á Upphafleg efnahagsstefna hinna nýju valdhafa í Víetnam eftir fall stjómarinnar í Saigon var að þröngva kommúnisma norðursins á íbúa suð- ursins sem voru orðnir „spilltir” af kapítalisma Bandaríkjamanna. Ný- lega hafa þeir byrjað að slaka svolítið á. Nú þurfa bændur ekki að selja alla sína uppskeru til ríkisins á hlægilega lágu verði. Þeir geta samið um sölu á ákveðnu magni gegn ákveðnu magni af sæði, áburði og skordýraeyðiefnum. Síðan getur samyrkjubúið eða einka- bóndinn selt afganginn á frjálsum markaði. Árangurinn er að koma smám NGUYEN CAO KY Hann er þekktur fyrir flotta ein- kennisbúninga og herskáar baráttu- ræður. Hann var ýmist forsætis- ráðherra, varaforseti eða yfirmaður hersins í Víetnam. Þegar Saigon féll árið 1975 var hann aöeins áhorfandi en var þó með byltingartilraun í burðar- liönum. Hann býr nú nálægt Los Angeles. Ky er 54 ára og hefur nýlega beðið um að verða lýstur gjaldþrota. Hann skuldar lán sem hann tók til að kaupa vínbúð og 20.000 dollara spila- skuld í spilavíti í Las Vegas. „Eg reyni ekki að vera vitur eftir á. Kannski er ég ekki góður leiðtogi eða stjómmálamaður. En allir Víetnamar vita að ég er góður hermaður. Eg bauö Thieu að berjast. En hann var öfund- sjúkur og vildi ekkert með mig hafa. Hann hélt öllu fyrir sjálfan sig, þangað tilílokin.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.