Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 1
Frjálst, óháð dagblað
DAGBLAÐIЗVÍSIR
97. TBL. - 75. og 11. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985.
Niðurstöður rannsóknar á tíu Islendingum:
AIDS-MOTEFNIFINNSTI
ÍSLENSKUM BLÆÐARA
„Það hefur fundist einn blæðari
sem myndað hefur mótefni gegn
veiru sem veldur sjúkdómnum
AIDS. Fyrir nokkru var á vegum
Blóðbankans gerð rannsókn á tíu
Islendingum erlendis. Þá fundust
tveir menn sem myndaö höfðu
umrætt mótefni. Blæðarinn var
annarþeirra.”
Þetta sagði Olafur Jensson, yfir-
læknir Blóðbankans.
Olafur sagði að annar mannanna
hefði síðan gengist undir staðfest-
ingarpróf. Þar hefði sannast að hann
myndaði mótefnið. Blæðarinn hefði
hins vegar ekki fengið niðurstöður úr
slíku prófi enn og því væri ekki hægt
að fullyrða að hann myndaði mótefni
gegn AIDS-veirunni þótt það hefði
fundist við frumrannsókn.
Aðspurður hvenær Blóðbankinn
gæti hugsanlega hafið rannsóknir á
blóðgjöfum kvað Olafur hann alls
ekki tilbúinn til þess enn. Að vísu
hefði hann yfir að ráða lítilli
rannsóknarstofu sem notuð hefði
verið til að greina lifrarbólguveiru
B. Stofuna mætti nota til rannsókna á
blóðgjöf um. Hins vegar yrði aö koma
til heimild til slíkra rannsókna,
aukin fjárveiting og mannafli, til að
hægt væri að hefja þær. Mætti gera
ráð fyrir að sú viðbótarstarfsemi
kostaöi 3—4 milljónir, miðað við
rekstrarkostnað Blóðbankans.
Þá sagði Olafur aö einnig þyrfti að
koma upp sérstakri rannsóknarstofu
fyrir áhættuhópa, þ.e. þá sem virtust
við frumrannsókn hafa myndað
mótefni gegn AIDS. -JSS
Eyðilegt er um að litast I aðalvinnslusal fyrirtækis-
ins. í glugganum stendur að lokað só vegna árs-
hátíðar. DV-mynd KAE.
/
Aj«t ýf f* " +?
^ -r' \ i4<t
4
Lokuðu vegna árshátíðar—opna ekki á ný:
Skyndileg stöövun Benson
i
Heimilislæknar
hættakvöid-og
helgarvóktum
— sjábls.2
Víetnamtíu
árumeftir
strídslok
-sjábls, 10-11
•
Skmmí
auglýsingum
— sjábls.6
Benson, innréttingaverslunin, er
hætt starfsemi vegna erfiðleika í
rekstri. Arshátíð fyrirtækisins var
haldin á föstudagskvöldið. Um helgina
var svo hringt í starfsfólkið og því til-
kynnt að starfseminni væri hætt.
Benson fyrirtækið er til húsa að
Borgartúni 27 í Reykjavík. Hjá fyrir-
tækinu unnu allt að 30 manns. Fyrir-
tækið sérhæfði sig í beyki, svokölluðu
beykilímtré.
Skyndileg stöðvun fyrirtækisins hef-
ur komið á óvart. Það kom starfsfólk-
inu líka á óvart. Árshátíð fyrirtækisins
var haldin uppi í Skíðaskálanum í
Hveradölum á föstudagskvöldið og allt
virtist eðlilegt.
Það var svo um helgina sem hringt
var í starfsfólkið og því tilkynnt form-
lega að rekstrinum væri hætt. Nokkrir
þeirra mættu þó til vinnu í gær, mánu-
dag. Það var svona veriö að ganga frá.
Fyrirtækið lagði eingöngu áherslu á
beyki í framleiðslu sinni. Það var með
allt tréverk innanhúss, smíðaði stiga,
sjáeinnigbaksíðu
fataskápa, baðinnréttingar svo og eld-
húsinnréttingar.
Markaður fyrirtækisins var mestur í
Reyk javík en þó nokkuð var líka selt út
á land , mest af eldhúsinnréttingum.
Benson hefur auglýst mikið undan-
farið, til dæmis í sjónvarpinu. Reynt
var að rífa söluna upp en allt kom f yrir
ekki; einu stærsta innréttingafyrirtæki
landsins hefur verið lokað.
-JGH
íslenskt
hugvitog
eituríyfjasmygi
— sjábls.4
Áttamilljónum
dollararænt
— sjábls.9
Heimsókní
reiöskóla Fáks
sjábls. 34-35