Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 14
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á eigninni Sléttahrauni 28, 3. haeö t.v., Hafnarfiröi,
talin eign Sigurðar J. Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn
3. mai 1985 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
í kvöld skemmtum viö okkur með þessari stór-
kostlegu hljómsveit, sem allir kannast nú við,
og undirbúum okkur fyrir kröfugönguna á
morgun. Mætum öll í Klúbbinn í kvöld með
hljómsveitinni Tóniku.
Húsið opnað kl. 22.30 og dansað til 03.00.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 68., 70. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Skerjabraut 5A, 1. hæð, Seltjarnarnesi, þingl. eign Esterar
Rögnvaldsdóttur, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á
eigninni sjálfri föstudaginn 3. mai 1985 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
STAÐUR ÞEIRRA, SEM AKVEÐNIR ERU I ÞVÍ AÐ SKEMMTA SÉR
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 68., 7C. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á
eigninni spildu úr Dallandi, Mosfellshreppi, þingl. eign Einars S. Jóns-
sonar, fer fram eftir kröfu Arnmundar Backman hdl. og Jóns G. Briem
hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 3. mai 1985 kl. 17.00.
Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á eigninni Melási 7, efri hæö, Garöakaupstaö, þingl.
eign Kristinar Benediktsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3.
mai 1985 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á eigninni Lyngási 4, Garðakaupstaö, talin eign
Svavars H. Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. mai
1985 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á eigninni Laufási 2, neöri hæö, Garöakaupstað, talin
eign Kristjáns Hilmarsson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 3. maí
1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn i Garöakaupstaö.
DV. PRIÐJUDAGUR 30. APRIL1985.
Menning Menning Menning
IUPPSVEIFLU
Samsöngvar Karlakórsins Fóstbræðra í Há-
skólabíói 25. april.
Stjórnandi: RagnarBjömsson.
Etosöngvarar: Bjöm Emilsson, Eiríkur
Tryggvason, Ema Guðmundsdóttir, Sigriður
Elliðadóttlr.
Á efnisskrá: Lög eftir og í átsetningum eftir
Sveinbjöra Sveinbjörasson, Jón Laxdal, Áma
Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Bjama
Þorsteinsson, Ragnar Bjömsson, Gunnar
Rcyni Sveinsson, A. Riccius, Hugi Alvén,
Edvard Grieg, Johannes Haarkiou, Vagn
Holmbo, Ole Bull, Selim Paimgren, Carl
Michael Bellman, August Söderman og Axel
O. Töraudd.
Karlakórinn Fóstbræður.
A sumardaginn fyrsta héldu Fóst-
bræöur árlega samsöngva sína. Að
þessu sinni voru þeir helgaöir
minningu fyrsta söngstjóra kórsins,
Jóns Halldórssonar, sem lést á
síðastliðnu sumri. Það mun hafa verið
um sama leyti og Jón tók viö stjórn
Lúðrasveitarinnar Sumargjafar, sem
starfaði á vegum KFUM, af Guðbirni
Guðmundssyni að hann tók við stjóm
Karlakórs KFUM og það telja Fóst-
bræður upphaf síns kórs. Það verður
víst seint metið að verðleikum þaö
starf sem f rumkvöðlar karlakórssöngs
og lúörablásturs unnu íslensku
tónlistarlífi. Með starfi sínu lögöu þeir
grunninn aö því frjóa tónlistarlífi sem
þjóðin býr við nú. Þeir skópu líka hefð
með þessum músíkflokkum. Hefö sem
ber að viöhalda, þótt auðvitað eigi líka
að leita nýrra leiða og gæta þess að
staðna ekki.
Söngskrá Fóstbræðra var að þessu
sinni með mjög svo hefðbundnu sniði,
íslensk lög og norræn, en Fóstbræður
hafa lengi haldiö merki norænna karla-
kórshefða á lofti. Þeir hófu sönginn
Tónlist
EyjólfurMelsted
með lagi Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar, Móðurmálið, í útsetningu Jóns
Halldórssonar. Það hafði greinilega
orðið breyting á liðsskipan Fóstbræðra
síðan síðast. Þá hrjáði þá tenórafæð og
að auki voru þar í bland nýliðar sem
ekki töldust til stórræðanna. Nú hafði
aftur á móti náðst þokkalegt jafnræöi
með röddunum.
Kórinn syngur ágætlega hreint og
fellur lítt í tóni, en blærinn er heldur
einhæfur. I lögum eins og Þei, þei og
ró, ró Sigfúsar Einarssonar og
Kirkjuhvoli Bjama Þorsteinssonar
kemur í ljós hvers vegna. Blæbrigðun-
um er fórnað fyrir öryggið og vissuna
um að halda tóninum. Eins og á
stendur öldungis rétt ráðstöfun en ef ég
þekki Ragnar rétt lætur hann ekki
lengi þar við sitja heldur verður farinn
að keyra upp í fortissimo og niður í
pianissimo eftir því sem við á fyrr en
varir. Höfuðmáli skiptir að honum
virðist vera að takast að vinna kórinn
upp úr öldudalnum.
Það sýnir styrk kórs að geta sótt
frambærilega einsöngvara í eigin
raðir, þótt ekki séu þeir
„professional”, og enn halda Fóst-
bræður þeim ágæta sið aö bjóða ungum
söngnemum að syngja einsöng með
sér. Söng þeirra Sigríðar og Ernu var
vel tekið og kröfðu áheyrendur þær
báðar um endurtekningu laga sinna.
Anægjulegast af öllu var þó að heyra
að Fóstbræður em greinilega í
uppsveiflu.
EM
HUÓD
BIÐ
MyndirKristínar
Þorkelsdóttur
Kristfn Þorkelsdóttir — Fjarlæg nólaagð, 1984.
Kristin Þorkelsdáttir—Stillur.
Gallerí Langbrók.
Stundum líða nokkur ár svo, að
engar vatnslitamyndir sjást í einka-
sýningum í Reykjavík, en undanfarnar
vikur hefur hver vatnslitasýningin
rekið aðra í sýningarsölum bæjarins
og er það vel.
Kristín Þorkelsdóttir er lands-
þekktur og smekkvís auglýsingahönn-
uður og rekur jafnframt eina stærstu
auglýsingastofu landsins, Auk. Þrátt
fyrir miklar annir hefur-hún gefið sér
tíma til að endurnýja gömul kynni við
vatnslitatæknina og árangurinn sjáum
við í Gallerí Langbrók til 5. maí nk.
Löngun til frjálsrar listsköpunar
blundar með mörgum auglýsinga-
teiknurum og hönnuðum af ýmsu tagi.
En þótt ekki skorti þá tæknilega undir-
stöðú reynist þeim oft erfitt að rífa sig
upp úr hinum harðsoðna frásagnarstíl
auglýsinganna eða hinum hlutlausa
skrásetningarstil iönhönnunar og
hverfa á vit hins óræða, sjálfs skáld-
skaparins. Margir auglýsingamenn
hafasteyttáþvískeri.
Meiri um sig
Kristínu hefur hins vegar tekist að
varðveita í sér óbeislaöa sköpunargáfu
og ekki bregst tæknilegur undir-
búningur hennar að heldur. Myndir
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
hennar, 29 að tölu, bera vitni næmri
skynjun og innilegri samkennd með
því sem skynjað er. Myndefni hennar
er svo sem ekki nýstárlegt, landslag og
mannlíf við sjó eða vötn, en það er
meöhöndlað af öryggi sem sjaldnast
snýst upp i sjálfvirk viðbrögð. Kristín
notar breiðan pentskúf og byggir upp
smágervar myndir sínar í stórum,
tærum blökkum þannig að þær virðast
meiri um sig en þær eru.
Hvíld
„Stillur” er réttnefni á sýningunni,
því flestar myndanna fjalla um hljóða
bið eða stund milli stríða, hvort sem
um er aö ræða augnablikið áður en
kvöldgolan gárar spegilslétt vatn, eða
hvíld heimilisföður eftir sunnudags-
matinn. Sjálfur hafði ég mesta ánægju
af „Blundi” (nr. 1), „Fjarlægðin” (nr.
16)og „KyrraíVatnsvíkinni” (nr. 28).
Sýningunni fylgir síðan litil bók með
9 litmyndum í póstkortastærð, — ef
einhver tímir þá að senda þær sem
póstkort.
AI
FÚGULIST
Bachsfrumflutt á íslandi íBústaðakirkju annað kvöld
Ragnar Bjömsson orgelleikari og
Sinnhoffer stnengjakvartettinn flytja á
morgun í Bústaðakirkju Fúgulistina —
Die-Kunst der Fuge — eftir Bach. Er
það frumflutningur verksins á Islandi.
Tónleikarnir eru haldnir á vegum
Kammermúsíkklúbbsins.
Sinnhoffer kvartettinn frá Miinchen
er nú í fjórðu ferð sinni til landsins.
Hann kom fyrst hingað árið 1977 til að
taka þátt í heildarflutningi strengja-
kvartetta Beethovens á 150. ártíð
hans. Aftur kom kvartettinn hingað
árið 1982 og 1984. Tónlistarmennirnir
starfa allir í Bayerisches Staats-
orchester sem er hljómsveit Ríkis-
óperunnar í Miinchen.
Fúgulist Bachs er síðasta stórverkið
sem hann samdi. Ætlun hans var að
sýna í einu tónverki þaö fullkomnasta
sem gáfa hans og lærdómur megnuðu
á sviði fúgunnar, eftirkomendum til
umhugsunar. Ekki er vitað hvemig
Bach hugsaði sér að Fúgulistin skyldi
flutt. Hafa margar aöferðir verið
reyndar til að koma þessu stórvirki á
framfæri. Á tónleikunum annað kvöld
verður það gert með samvinnu orgels
og strengjakvartetts.
I lok tónleikanna verður flutt sálma-
lag sem Bach samdi seinast allra
verka. Tónleikamir hefjast klukkan
20.30.