Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985.
Mannsœmandi laun eru enn ó dagskrá hjá þeim sem aatla að ganga 1. mai gönguna á morgun. Þessi
krafa var á dagskrá f fyrra og hefur veriö oft áður. Hvennr nnr hún fram að ganga? Spyr sá sem ekki veit.
Konurfunda á
Hallærisplani
— eru andsnúnar samráði við ríkisst jórnina
I Reykjavík veröur ein kröfuganga 1.
maí. Hins vegar veröa haldnir tveir
fundir eftir gönguna.
Samtök kvenna á vinnumarkaðinum
efna til eigin fundar eftir gönguna á
Hællærisplaninu. Samtökin eru ekki
sátt viö ávarp 1. maí nefndarinnar. I
fyrsta lagi eru þau andvíg vali á ræðu-
mönnum og segja aö konur hafi veriö
hunsaöar. Þá benda samtökin á að í
ávarpi 1. maí nefndarinnar vanti alla
baráttuhvatningu. Samtök kvenna á
vinnumarkaðinum leggjast gegn sam-
ráöi aöila vinnumarkaðarins og ríkis-
stjórnarinnar. Konurnar telja að nauð-
synlegt sé að hefja undirbúning að-
geröaíhaust.
Samtök kvenna á vinnumarkaði taka
þó undir mörg atriði sem koma fram í
ávarpi 1. mai nefndarinnar.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, BSRB og Iðnnemasam-
band Islands efna til fundar á Lækjar-
torgi klukkan 14.30.
Ræöumenn veröa Guðmundur Þ.
Jónsson, formaöur Landssambands
iðnverkafólks, og Einar Olafsson, for-
maður Starfsmannafélags ríkisstofn-
ana. Þá flytur Kristinn Einarsson, for-
maður Iðnnemasambandsins, ávarp.
Fundarstjóri verður Björk Jónsdótt-
ir frá Verkakvennafélaginu Fram-
sókn.
1. maí gangan í Reykjavík hefst
klukkan 14.00 og gengið verður frá
Hlemminiðurá Lækjartorg.
Búist er við að á öðrum stöðum á
landinu veröi 1. mai hátíðahöld með
heföbundum hætti. APH.
Ávarp 1. maí nef ndarinnar í Reykjavík:
Vilja endur-
heimta kaup-
máttinn aftur
„Þýðingarmesta viðfangsefni okkar
nú er því aö móta markvissa áætlun
um endurheimt og tryggingu þess
kaupmáttar, sem var fyrir afnám
samninga 1983” segir í ávarpi 1. maí
nefndarinnar. Undir ávarpið ritar full-
trúaráö verkalýösfélaga í Reykjavík,
BSRB og Iðnnemasamband Islands.
Þá segir í ávarpinu að markmiðin
séu skýr. Kaupmátturinn veröi endur-
heimtur og hann verði tryggður.
Einnig beri að stefna aö því aö laun
þeirra lægst launuöu hækki í haust.
I ávarpinu er einnig litið fram á veg-
inn. Krafist er mannsæmandi launa
fyrir fólk á eftirlaunum. Atvinnu-
öryggis fyrir fiskverkunarfólk. Mann-
sæmandi vinnuaðstööu fyrir alla. Dag-
vistarrýmis fyrir þau böm sem á því
þurfa aðhalda.
Húsnæðismál
Húsnæðismál fá einnig umfjöllun í
ávarpinu. öryggi leigjenda veröur aö
tryggja. Auka þarf fé til verkamanna-
bústaöa. Lækka þarf vexti og lengja
húsnæðislán.Verðtrygging lána getur
aöeins verið ef kaupmátturinn er
tryggður.
Hernaðarástandið
1. maí nefndin lýsir yfir fordæmingu
á framleiöslu gereyöingarvopna. Al-
þingi ber að lýsa því yfir að aldrei
verði leyfð kjamorkuvopn hér á landi.
Norðurlönd veröi kjarnorkuvopnalaust
svæði. Mótmælt er uppsetningu rat-
sjárstöðva hér á landi. Island á að vera
herstöðvalaust land og utan allra
hemaöarbandalaga.
Áræskunnar
I ávarpinu er fjallað um ár æskunn-
ar. Lýst er því hörmulega ástandi sem
blasir viö æsku iðnrík janna.
Atvinnuleysi og neysla fikniefna fari
vaxandi á sama tíma og mannkynið
hafi aldrei átt betri möguleika á að búa
velaöæskunni.
APH.
Samtök kvenna á vinnumarkaðinum:
Niðuriæging /anna-
fólks er algjör
„Niðurlæging launafólks er algjör.
Að nýju er fólk hneppt í f jötra fátækt-
ar — þeirrar fátækar sem kemur fram
í ógreiddum reikningum, kreditkort-
um og matarúttektum hjá Bogesen, og
skuldabagginn stækkar um hver mán-
aðamót,” segir í varpi sem Samtök
kvenna á vinnumarkaði hafa skrifaö
undir.
I ávarpinu segir aö ríkisstjórnin hafi
gert grimma atlögu aö launafólki og
lækkað iaun þess um 30 prósent.
Nú sé ástandiö oröið þannig að ekki
nægi að báðir aöilar heimilisins vinni
úti til að afla lífsviðurværis.
,3agan segir okkur að fátækt og
vinnuþrældómur fæöir oft af sér
félagsleg og persónuleg vandamál,
sérstaklega vegna þess að fólk reynir í
lengstu lög aö fela öröugleika sína,”
segiríávarpinu.
Ríkisstjórnin hefur það markmið að
efla eignasöfnun, einkaneyslu og
valdastöðu fárra útvalinna á kostnað
almenns launafólks.” Samtök kvenna
á vinnumarkaðinum leggja áherslu á
að unnið verði gegn launastefnu ríkis-
stjómarinnar, einnig að unniö verði
gegn samningamakki og samráði VSI,
ASI og ríkisstjórnarinnar og vilja að
samningum verði sagt upp.
Þá vilja þau fullar vísitölubætur og
að hafinn verði undirbúningur aðgerða
íhaust. APH.
Baráttukveðjur
til Suður-Af ríku
A stuöning við blökkumenn í Suður-
Afríku er höfuðáherslan lögð i ávarpi
Alþjóðasambands frjálsra verkalýðs-
félaga.
Verkalýðsfélög um heim allan eru
hvött til þess að beita stjórnvöld í lönd-
um sínum auknum þrýstingi hvað
varðar viðskipti og fjárfestingar í
Suður- Afríku. Aðildarsamböndin inn-
an Alþ jóðasambandsins, 141 að tölu í 98
löndum með 82 milljónir verkamanna
innan sinna vébanda, senda verka-
mönnum i Suður-Afríku baráttukveðj-
ur. APH.
_
(jíhíi
____jrsteinsson
&lohnsonhf
SIMI 91-685533