Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 40
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fultrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1985.
Aðeins tveir núverandi
ráðherrar hafa notað
sér„bflafríðindinM
FÁ NÚ BÍLA
TILAFN0TA
„Eg held ég muni þaö áreiöanlega
rétt aö þaö séu einungis tveir ráöherr-
ar í þessari ríkisstjórn sem hafa notað
sér niðurfellingu aðflutningsgjalda til
þess aö eignast bila. Einn átti slikan bíl
fyrir. Eg býst viö aö þeir fái nú allir
ríkisbíla til afnota, eins og viö hinir,”
sagöi Albert Guömundsson fjármála-
ráðherra í morgun.
Itannmuii nú setja reglugeré um af-
nám niðurfellingar aöflutningsgjald-
anna. Hann gerir ráö fyrir aö sömu
reglur muni ganga yfir ríkisbanka-
stjóra og framkvæmdastjóra Fram-
kvæmdastofnunar sem fylgt hafa ráö-
herrakjörum að þessu leyti allt frá
1970. I Búnaöarbankanum hefur þaö
raunar veriö ákveðiö nú þegar.
Ráöherrum mun einnig gefast kost-
ur á aö nota eigin bíla í starfi, enda
kaupi þeir þá meö sömu kjörum og aðr-
ir bílakaupendur. Þá veröur rekstur
greiddur, svo og tiltekið afskriftahlut-
fall, eins og gengur, þegar bílastyrkir
eru greiddir.
Samkvæmt heimildum DV hljóta full
afnota ráðherra og annarra af bílum í
annarra eigu aö koma fram sem skatt-
tekjur aö því marki sem einkanot taka
til. Nú er ríkisskattstjóri aö skoöa bíla-
mál bankastjóra fimm ár aftur í tím-
ann. HERB
DV kemur ekki út á morgun, 1.
maí. Smáauglýsingadeild DV,
Þverholti 11, sími 27022, er opin til
kl. 10 í kvöld en lokuð 1. maí. DV
kemur næst út fimmtudaginn 2.
maí.
PAPILLON
ilmefnalaust
hárlakk
frá
Það er víst ekki þorandi
að halda árshðtíðir
lengur . . .
Lyfseðlamir skapa drjúga veltu í apótekunum:
NÍU MILUÓNIR Á
mU FYRIR LYF
Lyfsala í apótekum á landinu gegn
lyfseðlum nam um níu milljónum
króna á viku á síðasta ári. Arsveltan
vegna þessara lyfja einna hefur því
verið um 450 milljónir króna.
Apótekarafélag Islands kannaöi
umfang þessarar lyfsölu sérstaklega
eina viku í april og aðra viku í nóv-
ember. Fyrri vikuna nam salan 9,3
milljónum en þá seinni 8,5 milljón-
um. Lækkun kom eingöngu fram í
lyfsölu til þeirra sem teljast almenn-
ir sjúklingar og eru ekki lyfjanotend-
uraöstaöaldri.
Astæöa lækkunarinnar er einkum
talin sú að á síðasta ári var gerður
verulegur greinarmunur á verði er-
lendra og innlendra lyfja. Þau inn-
lendu eru helmingi ódýrari til sjúkl-
inga. Einnig voru lyfjaskammtar
minnkaöir. Taliö er aö þessar aö-
geröir hafi jafnvel leitt til 25 milljóna
króna spamaöar í lyfjakaupum, miö-
aö viö heilt ár. HERB
NY
STJARNA
í FÆÐINGU
„Viö höfum fengiö augastað á 6—8
stelpum sem viö ætlum að hafa sam-
band við,” sagði Stefán Baldursson,
leikhússtjóri í Iönó, um leitina að söng-
konu í væntanlegan söngleik hjá leik-
húsinu. Alls komu á annaö hundraö
stúlkur í prófið hjá Iðnómönnum í gær.
Stefán taldi að milli 110 og 120 hafi á
endanum spreytt sig. „Hópurinn
þynntist þegar líða tók á daginn. T.d.
kom ein og söng svo hátt aö 10 kepp-
endur hrökkluðust út,” sagði Stefán.
„Þaö kemur í Ijós fyrir vikulokin hvort
við höfum fundið það sem viö vorum að
leita aö.”
Söngleikurinn sem hér um ræðir
heitir Land míns föður. Höfundar eru
Kjartan Ragnarsson og Atli Heimir
Sveinsson. Stefnt er aö frumsýningu á
leiknum í haust.
GK
Mikið meyjaval mætti i Iðnó f gær
til að keppa um hlutverk söngkonu
i söngleik sem væntanlega verður
fœrður þar upp í haust.
DV-mynd KAE
Tveir piltar hætt komnir í Ölf usá:
FEST1ST UNDIR
BATNUM (ÁNNI
—tókst að losa sig með því að fara úr vöðlunum
Tveir piltar voru hætt komnir í ölf-
usá í gærkvöldi er bát þeirra hvolfdi.
Þeim tókst meö aðstoö bóndans á
Þórustöðum að komast í iand úr
djúpu og köldu fljótinu. Þeir voru
klæddir björgunarvestum.
PUtamir, Jón Vignisson og Símon
Ingvaldsson frá Selfossi, voru að
hjálpa Kristni Gamalíelssyni bónda
að setja kláf út í ölfusá vegna neta-
lagna. Kláfur er stór trékassi sem
festur er úti í ánni með grjóti. Net er
strengt út frá honum í land.
Þegar óhappið varð var bóndinn
úti í kláfnum en piltamir á leiö úr
landi meö annan kláf og mikiö af
grjóti. Skyndilega hvolfdi bátnum.
Annar piltanna, Jón Vignisson, fest-
ist undir bátnum.
Þama í ánni var töluverður
straumur og einnig dýpi. Jón barðist
nokkra stund við aö reyna að losa sig
meöan bátinn rak niður ána. Tókst
honum þaö með því að klæða sig úr
vöðlunum. Syntu þeir síðan í átt að
landi. Bóndinn sá hvaö gerðist. ösl-
aði hann þegar í land á kaðli sem lá
út í kláfinn. Hann óð síðan á móti
piltunum og kastaði til þeirra kaðli.
Er í land var komið fóm þremenn-
ingamir að hænsnakofa skammt frá,
kveiktu upp í gastæki og omuðu sér
við ylinn. Hresstust þeir fljótt.
Lögregla og björgunarsveit náðu
bátnum, sem hafði rekið um 200
metra niður ána og strandað á skeri.
Vöðlur piltsins vom þá enn fastar í
bátnum.
Það er mál manna að björgunar-
vestin hafi átt drjúgan þátt í að ekki
fórverr.
-KMU.
Benson-stöðvunin:
„Staðið
við allar
skuld-
bindingarí’
„Mig tekur þetta ákaflega sárt, 5 ára
ánægjuleg vinna er fyrir bí, en fólk
þarf ekki að hafa áhygg jur, þaö verður
staðið við allar skuldbindingar, ég
mun hafa samband við alla viðskipta-
vini fyrirtækisins þar að lútandi innan
viku,” sagði Bjöm Einarsson, arkitekt
og framkvæmdastjóri Benson,í morg-
un.
Eins og fram kemur í forsíðufrétt
blaðsins í dag hætti Benson skyndilega
rekstriumhelgina.
„Benson hefur hætt starfsemi sinni,
en nýtt fyrirtæki verðurstofnað; Ben-
son innréttingar hf. Það verður með
gerbreyttu formi en mun einnig sér-
hæfa sig í beyki.”
-JGH
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Í
i
i
i
i
i