Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Síða 7
ÖWÍAUGAÍtöAGím4:MAPm „EG FÆDDIST MEÐ FLUGDELLUNA” — Gunnar Þór Ólafsson, bflasali íBflatorgi, sýnir lesendum DV hina hliðina „Ég lenti stundum í ævintýrum á sjónum. Ég man sérstaklega eftir fyrstu vertíðinni minni árið 1972. Þá var ég skipstjóri á bát frá Isafirði sem hét Víkingur annar. Við fengum á okk- ur mikið brot og skipið laskaðist illa. Veðrið var mjög slæmt og ef við hefð- um fengið annað brot skömmu síðar væri ég varla tll frásagnar.” Svo mælir Gunnar Þór Olafsson bíla- sali, fyrrverandi sjómaður og skip- stjóri og núverandi flugdellukarl. Gunnar rekur bílasöluna Bílatorg í Nóatúni ásamt félaga sínum, Ragnari Lövdahl. „Ég byrjaði að vinna sem sölumaður á Bílatorgi árið 1981. Eg tók síðan við rekstrinum ásamt mági mínum um áramótin ’81—’82. Og hér er ég enn.” Nú hafa heyrst frekar leiðinlegar raddir í garð ykkar bílasala í gegnum tíðina. Sagt hefur verið að þið væruð óheiðarlegir í viðskiptum. Er eitthvað til í þessu? „Því fer víðs fjarri. Þeir menn sem ég þekki í þessum bransa eiga ekki skilið slíkt umtal. Og rökrétt framhald af miklum heiðarleika bílasala er minnkandi umtal af þessu tagi, ár frá ári.” Flugið heillar Þú ert þekktur meðal félaga þinna sem mikill dellukarl um flug. Hvenær fór flugáhugi að gera vart við sig hjá þér? „Eg fæddist með flugdellu. En vegna félagslegra aðstæðna gat ég ekki byrj- aö að læra að fljúga fyrr en ég var 32 ára gamall. Þá gat ég loks látið þennan draum minn rætast.” Hvað er það sem gerir flugið svona heillandi? „Þetta er svo spennandi. Það að fljúga flugvél reynir gífurlega á þann sem það gerir. Þú getur lagt bílnum þínum út í vegarkant og hugsað málið en þegar þú ert að fljúga gengur það ekki. Ef ekki á ilia aö fara þarft þú á allri einbeitingu þinni og hugsun að halda. Þegar þú flýgur gleymir þú öllu öðru. TUfinningin er stórkostleg. Mað- ur svífur um loftin eins og fuglinn frjáls.” „Laxinn fyrir auðkýfinga” Er um einhver önnur áhugamál að ræða en starfið og flugið? „Já, ég hef gaman af því að renna fyrir lax. Veiðimennska mín heyrir nú sögunni til. Veiöileyfin eru orðin svo dýr aö það er aöeins fyrir auðkýfinga að renna fyrir lax og njóta náttúrunn- ar.” Rækjutogarinn Höldum áfram með veiðiskap. Eg heyrði því fleygt að þú hefðir fyrir nokkrum árum veriö búinn að kaupa rækjutogara. Er eitthvað tU í þessu? „Þetta er rétt. Eg var búinn aö ganga frá kaupum á rækjutogara í Noregi. Eg fékk hins vegar ekki leyfi yfirvalda tU að flytja hann tU landsins. Eg gekk á mUU Heródesar og PUatus- ar. I dag eru þeir menn sem sýndu þessu minnstan áhuga að breyta skip- um til rækjuveiða fyrir mikiö fé. Það sem þessi skip eiga að gera hefði rækjutogarinn minn getað gert fyrir Gunuar Þór Ölafsson ásamt fjölskyldu. mörgum árum. Eg varð að hætta við kaupin. I kaupsamningnum var sá fyr- irvari á gangi mála að íslensk stjórn- völd gæfu leyfi fyrir komu togarans tU íslands. Eg varö fyrir miklum von- brigðum og er langt frá því að vera feginn í dag að svona fór.” „Verð bílasali eins lengi og ég get” Framtíðin, Gunnar. Ætiar þú að starfa sem bUasali neðst í Nóatúninu tU æviloka eða snúa þér að einhverju öðru? „Ég verð bílasaU eins lengi og ég get. Þetta er skemmtUegt en erfitt starf. Eg er menntaður frá Stýri- mannaskólanum og menn með mína menntun geta ekki valið úr störfum í landi.” Ertu þar með að segja að þú farir ekkiafturtilsjós? „Já, ég held það. Mig langar ekki á sjóinn.” Að lokum, Gunnar. Rekur þú besln bfla- sölu á Islandi? „Vafalaust. Eg er alveg sannfærður um það. Ef það væri ekki hafið yfir aU- an vafa hefði mikið starf okkar hjá Bílatorgi verið unnið til einskis. Við höfum einsett okkur að veita góða þjónustu og stefnum að því að gera góða þjónustu enn betri,” sagði Gunn- arÞórOlafsson. -SK. I 1 NAFN: Gunnar Þór Olafsson. I FÆDDUR: 11. júní 1949. f KONA: IlseHasler. I BÖRN: Fjögur á aldrinum eins til Iþrettán ára. BlLL: Buick Special árgerö 1956. STARF: BílasaU. LAUN: Um 30 þúsund. IÁHUGAMÁL: Flug. HELSTIKOSTUR: Vel gefinn. | HELSTI VEIKLEIKI: Latur á Imorgnana. HVAÐ FER MEST I TAUGARNAR IÁ ÞÉR? Oorðheldni. UPPÁHALDSMATUR: Kaldur salt- I fiskur. ■ UPPÁHALDSDRYKKUR: Mjólk. I HVAÐA PERSONU LANGAR ÞIG J MEST TIL AÐ HITTA? Ronald I Reagan. IUPPÁHALDSLEIKARI ISLENSK- UR: GísU Halldórsson. IUPPÁHALDSLEIKARI ERLEND- UR: CUntEastwood. I UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT: Bítl- * arnir. I UPPÁHALDSSTJORNMÁLAMAÐ- I UR: OlafurThors. I ERT ÞÚ FYLGJANDI EÐA AND- EVIGUR RlKISSTJÖRNINNI? Ekki andvígur henni en orðinn áhugalaus Igagnvart henni. HVAR KYNNTIST ÞU KONUNNI I ÞINNI? Á Isafirði. Z HVAÐ VILDIR ÞÚ HELST GERA I ELLINNI? Dunda mér uppi í sveit. UPPÁHALDSSJÖNVARPSÞÁTT- I UR: Stiklur. UPPÁHALDSSJONVARPSMAÐ- I UR: Omar Ragnarsson. UPPÁHALDSFÉLAG I ÍÞRÓTT- | UM: KR. EF ÞÚ VÆRIR EKKI BlLASALI I HVAÐ MUNDIR ÞÚ ÞÁ HELST VIUA I GERA? Vera flugmaður. ■ UPPÁHALDSBLAÐ: Sunnudags-1 blað Moggans. UPPÁHALDSTtMARIT: Sportveiði-1 blaðiö. ■ UPPÁHALDSSTJORNMÁLAMAÐ- I UR ERLENDUR: Ronald Reagan. I EF ÞÚ YRÐIR HELSTIRÁÐAMAÐ- * UR ÞJÖÐARINNAR Á MORGUN I HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA J VERK? Tryggja sjálfan mig alger-1 lega sem einvald. ■ ANNAÐ VERK: Reka Island eins og I fyrirtæki en ekki eins og leikhús. EF ÞÚ ÆTTIR EKKI HEIMA Á ÍS- ■ LANDI HVAR VILDIR ÞÚ BÚA? I I Þýskalandi. VASKAR ÞÚ UPP FYRIR KONUNA I ÞlNA? Einstaka sinnum. MYNDIR ÞÚ TELJA ÞIG GÓÐAN | EIGINMANN? Já. FALLEGASTI STAÐUR Á IS- | LANDI: Borgarfjörður eystri. ■ HVAÐ ÆTLAR ÞU AÐ GERA Á I MORGUN?Fljúgaefveðurleyfir. I F I AT sölusýningI MEST SELDI BlLL Á ÍSLANDI ALLIR sem ætla að festa kaup á nýjum bíl ættu að kanna endursöluverð á þeim bíl er þeir hyggjast kaupa. ENGINN bíll hefur sannað áþreifanlega jafnhátt endursöluverð og FIAT. ENGINN ætti að festa kaup í öðru fyrr en hann hefur kynnt sér okkar landsþekktu FIAT-KJÖR. ENGINN fer bónleiður frá okkur með gamla bílinn, því við tökum flesta notaða bíla upp í nýja. METSÖLUBÍLLINIM sem alls staðar slœr í gegn. ÚR FlAT-FJÖLSKYLDUNNISÝNUM VIÐ: FIAT Regata FIAT127 Panorama FIAT PANDA 4x4 FIATUNO OPIÐ LAUGARDAG KL. 1-5. OPIÐ SUNNUDAG KL. 1-5. FIAT bíHinn Þ»nn 1929 EGILL VILHJÁLMSSON HF. / j F I A!T 1985 Smiðjuvegi 4 Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.