Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Qupperneq 18
18 DV. LAUGARDAGUR 4. MAI1985. Glaflir Bretar. Mannfjöldi vifl danska sandiráflifl. Forsíðan fynr fjoruttu arum Olafur Jensson verkf ræðingur var á ferfli með myndavélina „Þaö hafði legið í loftinu í alllangan tíma að stríöinu var að Ijúka. Það er óhætt að segja aö öllum létti stórlega þegar þeir fréttu af þvi þennan dag,” sagöi Olafur Jensson verkfræðingur sem tók margar skemmtilegar myndir daginn sem heimsstyrjöldinni síöari lauk, meðal annars af nokkrum verkfræöingsefnum sem hömpuðu for- síðu Vísis meö stríöslokafrétt í fimm- dálk á forsíðu. — Hvar varstu þegar þú heyrðir að stríðinu værí lokið? „Eg hef sjálfsagt heyrt tilkynning- una í útvarpi. Það sem maður ekki vissi var hvenær þetta myndi gerast nákvæmlega.” sagði Olafur. „Hringurinn var þannig að ljúkast um leifar þýska hersins að það var spurn- ing hvenær kæmi að endalokum. Það sem mönnum var efst í huga var fögnuöur yfir því að striðinu var lokið og hugsunin um hvemig umhorfs væri í Evrópu, hvemig stæði á hjá fólki sem bjó við niöurníðslu og ringulreið með samgöngur, borgir og fleira í rústum.” I sambandi viö þessa mynd af stúdentunum með Vísi þá lýsir hún í og með fögnuði okkar yfir því að geta komist út á eðlilegum tíma sem reynd- ar varð. Við fóram allir út um haustið nema einn sem kom ári á eftir. Við fórum til Danmerkur og hófum nám við Verkfræðiskólann í Kaupmanna- höfn.” Fðtæklegt i Höfn — Hvemig var umhorfs í Kaup- mannahöfn á þeim tíma? „Það var að ýmsu leyti fátæklegt þar. Danir höföu nóg að borða en annað var af skomum skammti, fatnaður lélegur og eldsneyti. Þeir urðu aö búa mikið að sínu, bjuggu sér meðal annars til tóbak úr einhverju rusli. Sumir vissu ekki hvafl þeir áttu afl gera. Þessir tveir enduflu úti i tjðm. Gengisskráning var þannig á þessum tíma að hún var okkur Islendingum mjög hagstæð. Þó við hefðum ekki úr miklu að moða hér heima vorum við vel settir miöað við okkar skólafélaga. Ástandið lagaðist svo mjög þau þrjú ár sem ég var við nám í Kaupmanna- höfn. En byggingar og samgöngukerfi Dana var yfirleitt í mjög góðu lagi eftir strið. Það var fyrst og fremst sunnar, í Þýskalandi, að ástandiö var verra. En i Danmörku var þaö vissulega líka slæmt og ég held að Danir hafi þegiö meö þökkum þær gjafir sem bárust héðan. Þær komu í góðar þarfir,” sagði Olafur. sgv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.